Hey! Lífið er of stutt
Fyrir skammsýni
Úr vegi skal nú rutt
Allri þröngsýni
Hlustið undireins
Inn við bebebebebebe…
beinið erum við eins
Og það bobobobobo-borgar
Sig að brosa
Þannig hefst textinn í laginu: „Enga fordóma“ með Pollapönk og minnir okkur á að daglega verður stór hópur fólks á öllum aldri fyrir fordómum hér á landi og á það jafnt við um börn og fullorðna en þó er einn hópur sem verður verst fyrir barðinu á fordómum og það eru útlendingar.
Einhvers staðar las ég að fimmtungur landsmanna, eða um 20%, væri uggandi yfir útlendingum á Íslandi. Auðvitað eru þetta ekki allt rasistar en þeir eru þar örugglega innanum.
Hvaðan er þetta sprottið?
Því er ekki auðsvarað en oftast eru fordómar tilkomnir vegna vanþekkingar, hræðslu og sumir tengja fodóma við greind einstaklinga. Ég ætla ekki að setja mig í neitt dómarasæti hvort einn eða fleiri af þessum þrem þáttum eigi við um fordóma í garð útlendinga þó persónulega finnist mér allir þættirnir vera samverkandi hvað þetta varðar.
Nú hefur Framsóknarflokkurinn teflt fram oddvita í borgarstjórnarkosningunum sem vill afturkalla lóð undir mosku í borginni.
Umræðan er rasísk og eftir að hafa hlustað á og lesið margt sem hefur komið fram eftir þessa yfirlýsingu frá Framsókn verð ég að tjá mínar skoðanir í þessu máli.
Fyrir það fyrsta er þetta ákaflega lítilmótlegt af oddvitanum og enn aumari og ræfilslegri er þó þögnin hjá formanni framsóknarflokksins og varaformanni. Oftast er sagt að þögn sé sama og samþykki og á það ágætlega við í þessu tilfelli.
Verst er þó þegar maður hlustar á símatímana á Útvarp Sögu þar sem 99% af þeim sem hafa hringt inn og tjáð samhug sinn með þessu útspili Framsóknar séu ákaflega illa gefnir einstaklingar sem hvorki hafa kynnt sér málin né neitt af þeirri umræðu sem er í kringum flokkinn almennt. Það er bara gripið á lofti þetta rasíska og heimskulega loforð án nokkurrar rökhyggju eða rökhugsunar og Framsókn hrósað í hástert.
Það er til máltæki sem er svona: „Heimskur er heimaalinn hundur“ og á það vel við um þessa innhringjendur á Sögu og þá skammast maður sín fyrir að tilheyra þessari þjóð.
Persónulega vona ég að þessi viðhorf Framsóknar verði til að flokkurinn þurkist út í kosningunum á laugardaginn.
Minar persónulegu skoðanir þegar kemur að þessum málum eru ákaflega einföld. Ég hef ekkert á móti fólk hvaðan sem það kemur svo lengi sem það er heiðarlegt og fer eftir landsins lögum og reglum.
Mér gæti ekki staðið meira á sama hvaða trúarskoðanir það hefur eða hvernig það iðkar sína trú en ég kæri mig heldur ekki um að það fólk sem hingað flytur ætlar að gera þá kröfu að Íslendingar breyti sínu samfélagi, lögum og reglum til að þóknast þeirra kröfum. Þar dreg ég mörkin.
Ég bjó í fjögur ár í Danmörk og mér hreinlega blöskruðu kröfurnar sem múslimar voru farnir að gera á hendur Dönum í ýmsum málum. Yfirgangurinn og frekjan var með slíkum ólíkindum að maður gjörsamlega var gapandi yfir því. Enn meira fékk það mann þó til að gapa af undrun var undanlátssemi Danskra við þessari heimtufrekju.
Í skólum á mörgum stöðum var kristnum börnum hreinlega bannað að koma með skartgripi eins og kross um hálsinn vegna þess að það fór í taugarnar á múslimskum börnum, þó aðalega foreldrum þeirra. Múslimsku börnin máttu hins vegar hafa með sér bænateppin og stunda bænahald í skólatíma.
Annað dæmi sem ég man eftir var þegar múslimar kröfðust þess að svínakjöti yrði úthýst algerlega úr skólamáltíðum. Dönsk yfirvöld gáfu eftir í því líka við litla hrifningu innfæddra Dana.
Mörg fleiri dæmi væri hægt að telja upp en þetta er nóg. Fólk getur flett upp á þessum fréttum í Dönskum fjölmiðlum en einnig Sænskum og Norskum, því ástandið er lítið skárra í þeim löndum og það sem verra er, þetta getur gerst líka hér á Íslandi ef við leyfum því að viðgangast.
Eins og ég kom inn á, þá er ég ekki rasisti og mér sama hvernig fólk er á litinn og hverju það trúir en þegar það flytur hingað til lands, þá skulum við gera þá kröfu til þess fólks, að það semji sig að siðum og háttum innfæddra en krefjist þess ekki með frekju og valdbeitingu að við, innfæddir Íslendingar, semjum okkur að lögum og reglum þeirra. Það neyðumst við til að gera þegar við heimsækjum þeirra heimalönd en hér á landi skulu þeir hlýða landslögum og reglum.
Það er bara sanngjarnt.
Ef það fókl sem hingað kemur getur ekki náð tökum á málinu, samið sig að lögum og reglum okkar samfélags þá hefur það ekkert hingað að gera. Flóknara er það ekki.
Það má mín vegna reisa hér mosku og iðka sína trú þar en lögum og reglum landsins skulu þau hlýða eða fara ella.
Ég veit að þetta hljómar kaldranalegt og ég veit líka að það er til fólk sem kemur til með að kalla mig rasista þegar það er búið að lesa þetta en er það rétt?
Er ég rasisti fyrir að krefjast þess að fólk sem hingað flyst og ætlar að setjast hér að, fari að þeim lögum og reglum sem gilda í landinu?
Ég held ekki. Ég tel að það sé bara alveg jafn sanngjarnt alveg eins og ef ég heimsæki lönd múhameðstrúarfólks að ég fari að þeim lögum og reglum sem þar gilda en reyni ekki með frekju og yfirgangi að láta þá fara að lögum og reglum í mínu landi því hausinn yrði tekinn af mér á nóinu.
Læt þetta duga að sinni og dæmi hver fyrir sig hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum því þetta er ekkert fólkið.