Guðrún Tinna Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands er komin í harða samkeppni við kúabændur í landinu varðandi mjólkurframleiðslu.
Guðrún Tinna eignaðist í febrúarmánuði tvíburana Grím Fannar og Fanneyju Petru sem eru samkvæmt því sem við höfum komist að, ákaflega þurftafrekir til brjótstsins og hefur Guðrún því naumlega undan að framleiða mjólk ofan í átvöglin tvö.
„Ég er búin að vera að gefa brjóst að jafnaði 20–22 sinnum á sólarhring, ásamt því að borða á við 2 fullorðna karlmenn til að hafa orku til að búa til alla þessa mjólk. Kalli reiknaði út að þessa fyrstu 70 daga hefði ég gefið brjóst 1.470 sinnum og miðað við mælingar hans framleitt ríflega 100 lítra af mjólk á þessum tíma.
Aðspurð hvað hún ætli að gera þegar tvíbbarnir hætta á brjósti sagðist hún ekki vera búin að ákveða það en taldi að það væri kanski óvitlaust að sækja um mjólkurkvóta og hefja reglubundna mjólkurframleiðslu þar sem afurðirnar yrðu til sölu í verslunum. MS sæi um að vinna mjólkina og koma afurðunum á markað.
Ekki náðist í samtök mjólkurframleiðenda við gerð þessarar ekki fréttar.