Formannsslagurinn í VR

Það verður áhugavert að sjá hvernig útkoman verður í formannskjöri VR þegar atkvæði verða talin, en kosning til formanns stendur yfir þessa dagana milli Ragnars Þórs sitjandi formanns sem hefur leitt félagið út úr ládeyðu og þjónkun við auðvaldið til langs tíma og Helgu Guðrúnar Jónsdóttur sem þráir ekkert heitar en að koma stéttarfélaginu aftur undir hæl auðvaldsins innan SA.

Til þess að stéttarfélag sé virkt þarf sterkan leiðtoga og formann og Ragnar hefur sýnt og sannað að hann lætur ekki hótanir auðvaldssinna innan Samtaka Atvinnulífsins hræða sig heldur svarar þeim fullum hálsi og stendur með sínu fólki í gegnum þykkt og þunnt.

Nái hins vegar Helga Guðrún kjöri mega féglagsmenn VR búast við því að SALEK verði að veruleika og að launakjör komi til með að skerðast verulega í framhaldinu auk heldur að samningsrétturinn verði nánast tekinn af stéttarfélögum sem gangast undir þann samning.

Helga er að auki rammpólitísk og ferill hennar innan Sjálfstæðisflokksins eins og rauður þráður í starfsferli hennar og því alveg ljóst hver VR mundi stefna með hana sem formann því hún mun aldrei vinna fyrir hinn almenna félagsmann en þjóna mafíunni og auðvaldinu fyrst og síðast.

Þannig er það bara.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 9. mars 2021 — 14:07