Svo ótrúlegt sem það virðist vera þá eru þúsundir einstaklinga sem trúa því í fullri alvöru að jörðn sé flöt. Þetta fólk framleiðir myndbönd í þúsundavís og birtir á youtube og fleiri miðlum þar sem það reynir af fremsta megni að sanna þessa kenningu sína en mistekst það í öllum tilfellum.
Flatjörðungar, eins og ég kýs að kalla þetta fólk, eru almennt ekki greindasta fólkið á plánetunni og það má alveg fella í þennan flokk fólks þá sem aðhyllast allskonar samsæriskenningar, eins og að Covid sé ekki til, að bólusetningar gegn veirunni séu samsæri til að fækka fólki á jörðinni og að Bill Gates sé að koma fyrir örflögum eða nano robots í fólki til að geta fylgst með því.
Þetta siðastnefnda er í raun alveg svo bráðfyndið að maður eiginlega grenjar úr hlátri í hvert sinn sem maður sér eitthvað um þetta því sama fólkið og heldur þessu fram notar jú nánast allt snjallsíma sem fylgjast með hverju fótmáli þess og taka jafnvel upp í bakgrunninum samtöl þeirra og skoða allar myndir sem teknar hafa verið á tækið.
Á íslandi er hópur flatjörðunga sem er gargandi á samfélagsmiðlum, ýmist að Covid sé uppspuni lyfjarisana til að eitra fyrir fólki með bólusetningum þannig að það annað hvort drepist eða verði fárveikt restina af lífinu.
Þetta sama fólk getur aldrei fært nein rök fyrir máli sínu þegar leitast er eftir því, því ef því er bent á þá einföldu staðreynd að verði fólk svo veikt restina af lífinu að það lendi á örorku í 20 til 50 ár, hver er þá hagnaður ríkissjóðs af því?
Nei. Þessi fádæma heimska þessa fólks er með hreinum ólíkindum og maður bara hlær að þessum greyjum og vorkennir þeim fyrir að auglýsa greindarskort sinn og heimsku sem þau auglýsa hvað eftir annað á samfélagsmiðlum.
Flatjörðungar er réttnefni yfir svona fífl og við eigum bara að hlæja að þeim.