Fjárlögin gefa ekki tilefni til bjartsýni

Alþingi ber ábyrgð á stjórnarskrárbrotum ráðherra.

Alþingi ber ábyrgð á spillingu og stjórnarskrárbrotum ráðherra.

Það verður að segjast eins og er að fjárlögin fyrir árið 2015 gefa ekki tilefni til mikillar bjartsýni fyrir almenning í landinu.
Það er lítið og lélegt sem gera á fyrir fólkið og þó svo vörugjöld og tollar verði lækkaðir umtalsvert eða afnumdir af lúxus og munaðarvörum, þá á að hækka matarskattinn umtalsvert og sú hækkunn fer beint út í verðlagið.

Nú þegar er ástandið þannig í landinu að fjöldi fólks sveltur meira en helminginn úr mánuðinum.
Já ég sagði sveltur.
Það er staðreynd vegna þess að mjög margir hafa það heinlega ekki í sér að fara til hjálparstofnanna til að fá mat handa sér og sínum.
Stoltið bannar það.
Frekar að svelta en þyggja ölmusu er viðkvæðið.

Meðan stjórnarherrar þessa lands, þeir sem ólust upp við allsnægtir og fengu allt sem þeir heimtuðu og jafnvel meira til, telja sig yfir aðra hafna á þeim forsendum að þeir séu fæddir til þess að ráða og stjórna og hafa stuðning illa gefina landa minna til þess, þá mun þetta ástand aldrei lagast.

Í fjárlögunum er gert ráð fyrir eftirfarandi:

Stuðningur við velferðarkerfið

  • Fjárhæðir barnabóta eru hækkaðar um 13%, auk 2,5% verðlagsuppfærslu, og skerðingarhlutföll vegna tekna foreldra eru hækkuð um eitt prósentustig.
  •  Framlög til almannatrygginga, (þ.e. lífeyristryggingar og félagsleg aðstoð) aukast um 2,4 milljarða, að frátöldum bótahækkunum en þær nema um 3 milljörðum til viðbótar. Aðallega er um að ræða hækkun frítekjumarks lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingu á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja.
  • Ný og aukin framlög til heilbrigðismála að fjárhæð 1,8 milljarðar. Þau eru fyrst og fremst til styrkingar á rekstrargrunni spítala og heilsugæslu og til fjárfestingar í tækjum og búnaði.

Þessar upphæðir eru varla upp í nös á ketti, hvað þá heldur meira.  Þetta mun eingöngu viðhalda fátæktinni hjá lífeyrisþegum sem síðan hefur keðjuverkandi áhrif út í heilbrigðiskerfið vegna þunglyndis, geðsýki, líkamlegum sjúkdómum sem versna vegna andlegu veikindana sem koma ofan á allt saman og þegar upp er staðið verður þetta margfallt dýrara fyrir ríkið.
Þetta heitir að kasta krónunni og spara aurinn.

Hvernig er svo staðan með skattleysismörkin?
Er ekki komin tími til að hækka þau all rækilega?
Veit ekki betur en þau séu í dag í rétt rúmlega 160 þúsund krónum en þyrftu í raun að vera meira en helmingi hærri, ef ekki þrisvar sinnum hærri til að fólk á lægstu launum hefði einhvern ávinning að þeim.

Nei svo sannarelega er þetta stjórnkerfi hér á landi svo rotið og spillt að pestisna leggur um alla Evrópu og stækja reyndar svo svæsin á hinum norðurlöndunum að þar þarf fólk að ganga með gasgrímur ef stjórnarherrar íslands koma í heimsókn.
Slíkur er daunninn.

Nú þarf almenningur að fara að standa saman í því að hrekja út úr stjórnarráðinu og alþingi þá viðbjóðslegu spillingu sem þar þrífst.  Lygarar, skrumarar og sjáflumglaðir silfurskeiðungar, óheiðarleigir lögmenn og þrjótar eiga ekki að fara með stjórn landsins.
Stuðningsmenn slíkra ætti einnig að setja í gapastokk á Austurvelli hvar almenningur fengi færi á að rasskella þá aumingja fyrir svíkja samlanda sína í hendur stjórnmálamanna sem þrífast á lygum og spillingu.

Sveiattan bara.

 

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 6. febrúar 2016 — 11:11