Fasteignaverð í Svíþjóð að gefnu tilefni

Suðurhluti Svíþjóðar. Punktarnir sýna allar fasteignir sem eru til sölu óháð verði og staðsetningu.

Suðurhluti Svíþjóðar. Punktarnir sýna allar fasteignir sem eru til sölu óháð verði og staðsetningu.

Það er svolítið kaldhæðnislegt og í raun grátbroslegt hvað fólk er tilbúið að draga orð manns í efa þegar ég hef talað um verð á fasteignum í Svíþjóð sem og lánakjörin sem bankar bjóða upp á í sambandi við húsnæðislán.  Oftar en ekki hafa mér borist einkaskilaboð og póstar þar sem fólk hreinlega segir mig ljúga því að hægt sé að fá fínasta einbýli á innan við fimm milljónir íslenskra króna og allt að fimmtán ára lán, óverðtryggt með 2,1 til 2,3 prósent vöxtum ef svo ber undir.

Þetta varð mér hvatning til að skrifa þessar línur og deila með ykkur því sem ég hef komist að við það grúsk mitt á netinu þegar ég hef verið að skoða fasteignir í Svíþjóð enda leita ég eftir eignum sem eru þetta í kringum 60 til 120 km frá stærri bæjum og borgum því þar er hægt að fá fínustu einbýlishús með stórri lóð á skít og ekki neitt meðan smá íbúðarkytrur í stóru borgunum fara á tíu eða tuttuguföldu verði eigna á landsbyggðinni.

En af hverju Svíþjóð?
Af hverju ekki Danmörk, Noregur eða jafnvel Finnland?
Svarið er einfalt í mínum huga þar sem við hjónaleysin erum bæði öryrkjar en liggjum á eign sem við viljum helst selja til að komast úr landi og þangað sem við getum eignast eitthvað og átt það skuldlaust áður en undirritaður kveður þessa jarðvist og jafnvel notið lífsins, komist af í landi þar sem matur og nauðsynjar eru meira en helmingi ódýrari en hér á landi og þar sem við gætum jafnvel ferðast um og notið lífsins.
Þar að auki þyrftum við ekki að borga hátt í 70% af okkar tekjum í húsaleigu, rafmagn, hita og tryggingar svo dæmi sé tekið heldur yrði rekstrarkostnaðurinn á húseign í Svíþjóð, (ef maður ætti hana skuldlausa) aðeins um 20 til 30 þúsund á mánuði að jafnaði yfir árið.
Hversu ljúft yrði það?

Annað sem maður horfir líka á í þessu sambandi er heilbrigðisþjónustan úti en ég hef rætt við fólk sem þarf talsvert mikla heilbrigðisþjónustu og það segja mér allir að það sé bæði ódýrar og skilvirkara og eins er lyfjaverð mun lægra en hér á landi og í sumum tilfellum ókeypis.

En aftur að fasteignum og verði á þeim.  Ég ætla að skjóta inn nokkrum tenglum hér að neðan þar sem aðeins eru leitarskilyrði fyrir einbýlishús og jarðir.  Læt fylgja tengla máli mínu til stuðnings þar sem fólk getur skoðað allar upplýsingar um eignirnar.

18 hektara jörð með 15 hektara nytjaskógi.

18 hektara jörð með 15 hektara nytjaskógi.

Hér höfum við jörð með 18 hektara landi og þar af eru 15 ha nytjaskógur sem gefur af sér um 1.800 rúmmetra af timbri.
Húsið er byggt 1909.
Fimm herbergja þar af 4 svefnherbergi.
Sænsk lýsing:
Ekonomibyggnader
1. Vedbod med vind.
2. Ekonomibyggnad med förrådsutrymmen.
3. Växthus.
4. Jordkällare.
5. Vagnsskjul.
6. Uthus med utedass och förråd.
7. Garage.

Verð ásett: 900 þús SEK eða 13.774.500,- íslenskar krónur.
Sjá nánar.

Einbýli með bílskúr.

Einbýli með bílskúr.

Hér er einbýlishús með bílskúr byggt 1966.
Lóðin er rúmlega þúsund fermetrar.
Húsið er fjögurra herbergja og 82 fm að grunnfleti.

Myndir og upplýsingar um húsið.

Ásett verð er 390. þúsund SEK eða rétt tæpar sex milljónir íslenskar krónur.
Sjá nánar hérna.

Ég set þetta bara inn sem dæmi um það sem hægt er að fá á góðum prís í Svíþjóð en ef fólk vill leita eftir eignum þarna úti, þá er nóg að smella á tengilinn sem fylgir hér með að neðan, en þar hef ég sett inn val á einbýli og jörðum með hámarksverði upp á tvær milljónir SEK, eða um 30 milljónir ISK.

Notið plúsinn til að súmma inn á kortinu og dragið það til á þá staðsetningu sem þið viljið leita eftir eignum á og smellið á punktana til að fá upp mynd og lágmarksupplýsingar um eignina.
Til að skða viðkomandi eign, smellið á bláa borðann neðst í glugganum þar sem stendur „Visa bostaden“.
Bláir punktar eru jarðir og skógarlönd en grænir eru einbýli.

Fyrir neðan kortið eru svo tenglar með myndum af eignum sem í boði eru skv leitarniðurstöðum þar sem eignum er raðað eftir verði, dýrustu efst.

Sörfið og njótið.

Updated: 6. febrúar 2016 — 12:21

1 Comment

Comments are closed.