Fáfróða flónið í utanríkisráðuneytinu

Sólheimabrosið leynir sér ekki.

Sólheimabrosið leynir sér ekki.

Það verður að segjast eins og er að Skagfirska flónið sem trónir í utanríkisráðuneytinu er ekki skarpasti hnífurinn í skúffu ríkisstjórnarinar og þó víða væri leitað.
Þetta dauðheimska grey ganar fram í dag í fjölmiðlum og kennir nú ESB um það að hafa hætt öllum IPA styrkveitingum til handa þeim verkefnum sem voru í gangi hér á landi og segir að þar með hafi ESB endanlega slitið öllum samningum við landið.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta koma á óvart í ljósi þess sem á undan væri gengið í viðræðum hans við sambandið.

„Vegna þess að við höfum átt samtöl og fundi og margrætt þessi mál við Evrópusambandið og þeir hafa áður gefið út að þeir myndu klára þessi verkefni með okkur. Þannig að þetta kemur verulega á óvart. Þetta er stefnubreyting af þeirra hálfu,“ segir utanríkisráðherra.

Sjá nánar hérna.

Í frétt á Vísir.is frá því áttunda ágúst á þessu ári segir meðal annars að núverandi stjórnvöld gerðu formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB, og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur stjórnvöldum borist svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað er að skilyrði fyrir IPA-aðstoð sé að viðtökulandið stefni að inngöngu.  Þetta vissi Gunnar Bragi alveg enda var honum gert það ljóst þegar hann ákvað einhliða fyrir íslands hönd að hætta viðræðum um inngöngu íslands í ESB.

Í frétt á Rúv þann tíunda ágúst segir forsætisráðherra að IPA styrkirnir séu ætlaðir til þess að koma landinu inn í ESB og segir þá eflaust nýtast til góðra verka en að það sé grundvallarstefnubreyting að ætla að byggja ríkisútgjöld á styrkjum.

Einngi kemur þar skýrt fram að með því að stöðva viðræðurnar við ESB skrúfast sjálfkrafa fyrir IPA styrkina.

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusamsambandið hefur leitt til þess að ESB hefur skrúfað fyrir IPA-styrki til fjölmargra verkefna hér á landi. Forsætisráðherra segir að þessi ákvörðun sambandsins sýni skýrt eðli og tilgang styrkjanna. Hann sé að laga umsóknarríkið að regluverki sambandsins og gera það í stakk búið að vinna í samræmi við regluverk ESB og þá sáttmála sem það byggi á.

Því þurfi ákvörðunin um að hætta að veita styrkina ekki að koma á óvart. „Við höfum fengið svipuð skilaboð í mörg ár ef land er að sækja um aðild að Evrópusambandinu felist í því yfirlýsing um vilja til að ganga þar inn. Og Evrópusambandið ætlist til þess að stjórnvöld vinni að því að koma landinu inn í Evrópusambandið. En það að menn skuli taka þessa ákvörðun meðan við erum enn með stöðu umsóknarríkis og vísa til þess að menn séu ekki að vinna að því að koma landinu þarna inn er þá staðfesting á þessu,“ segir Sigmundur Davíð.

Takið vel eftir þessu feitletraða hér að ofan því það staðfestir algerlega og vafningalaust að þetta var gert vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda og núverandi ráðherrar og þingmenn vissu því að þetta mundi gerast.

Núna vælir svo þessi sami utanríkisráðherra eins og stunginn grís vegna þess að styrkirnir falla niður.  Niðurfellingin er vegna hans eigin aðgerða og engra annara.
Þetta vissi Gunnar Bragi vel en er greinilega allt of mikill aumingi til að taka ábyrgð gerða sinna og reynir því að ljúga því að þetta sé einhliða ákvörðun frá ESB.

Það er hreint út sagt ömurlegt að horfa upp á svona illa gefna aumingja og ræfla í stjórn landsins.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 4. desember 2013 — 14:27