Ert þú búinn að gleyma?

Smellið á myndina til að lesa um þennan óþveralýð.

Smellið á myndina til að lesa um þennan óþveralýð.

Var að lesa stórgóða glósu á Facebook eftir Daníel Þór Sigurðsson þar sem hann fer yfir árin fyrir hrun þegar allt var á blússandi uppleið í þjóðfélaginu með tilheyrandi þenslu og djöfulgangi og hvernig sá draumur endaði.  Hann ber það síðan saman við það sem er að gerast í dag og það verður að segjast eins og er, að það fer um mann nettur hrollur við lesninguna.

Dæmið sjálf.

Árunum 2006-2008 gleymi ég allavega aldrei.
Ég gleymi aldrei hversu blindir Íslendingar voru.

Sumarið 2006 eða 2007 böðlaðist ég um Hafnarfjörð með sláttuorf á bakinu í glampandi sól og mígandi rigningu til skiptis.  Dag eftir dag gerði ég nær ekkert nema að mæta í vinnu, koma svo heim til að troða í mig mat og bíða eftir að sofna.

Þegar sumrinu var lokið átti ég svo mikinn pening að ég hafði ekki græna glóru um hvernig ég ætti að eyða honum öllum.  Ég keypti mér 9 ára gamlan bíl, nýjar felgur, hljóðfæri og allskonar fleira, og átti meir en nóg í afgang.  Ég fékk bílpróf og rúntaði og rúntaði og rúntaði um daga og nætur.  Ég fann ekki fyrir því í veskinu fyrr en ég tók minn fyrsta og vonandi síðasta 12 klukkutíma rúnt.
Það var geðveikt.

Foreldrar mínir byggðu flott einbýlishús í nýju hverfi.  Ég hjálpaði til við að flota gólfið í mínu eigin herbergi.
Fyrr en varði var húsið risið og við fjölskyldan flutt í það.  Fjárfestar og atvinnubraskarar voru út um allt.  Innflutningur á erlendum verkamönnum var orðinn mjög algengur.  Kárahnjúkavirkjun var á lokastigi framkvæmda sem svo luku 2007.

Nýir bílar, ný hús, ný hverfi.
Nýjar virkjanir, ný álver, ný háhýsi.
Ný iðnaðarhverfi, nýir fjárfestar, ný tækifæri.

Allt var geggjað.

Jakkafatafólkið var út um allt.
Veltan var á fullu.
Ísland var komið á bleikt ský, dælandi í sig örvandi á þriðja degi vöku.

Svo kom niðurtúrinn.
Þið vitið öll hvað gerðist þá.  Við munum öll eftir því, það er enginn búinn að gleyma því.

Búmm.

Risavaxinn dómínókubbur í kjarna innri strúktúrs Íslands steyptist niður á hina sem féllu koll af kolli þar til ytra byrði stóð eitt eftir.

Ísland fraus.

Það er ekki hægt að leysa vandamálin með sömu hugsun og sköpuðu þau.

Það er ekki hægt að leysa vandamálin með sömu hugsun og sköpuðu þau.

Restina af glósunni frá Daníel má svo lesa með því að smella hérna.

Munum að við trúðum blint á kerfið fyrir hrun undir stjórn ríkustu fjölskyldna Íslands, þrátt fyrir að það stefndi beint að hringiðu.
Áttum okkur á því að nokkrar ríkustu fjölskyldur Íslands eru aftur við stjórnborðið með nýja formúlu að sama plani.
Ný andlit, fleiri aðstoðarmenn en sömu sjónarmið.

Updated: 20. september 2015 — 13:48