Enn hækka útgjöldin hjá lífeyrisþegum en tekjurnar standa í stað

Meðaltalið er bara helvíti gott.

Það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en meðaltöl.  Meðaltöl eru í hugum margra góð leið til að sjá að allt er í sómanum í þjóðfélaginu og að allir hafi það bara helvíti gott.  Að meðaltali….

Segðu þetta við mann sem stendur með annan fótinn í sjóðandi vatni og hinn fótinn í klakabaði.
Honum líður bara að meðaltali vel í pungnum…

En svona að öllu gríni slepptu þá eru meðaltöl svona eins og prósentur í mínum augum.  Góð leið til að blekkja kjána og heimskingja sem nenna ekki að hafa fyrir því að hugsa sjálfir en eru duglegir að láta mata sig á upplognum taðreyndum, (taðreyndir eru, eins og orðið segir, bullshit og er notað þegar um falskar staðreyndir er að ræða, blekkingu eða lygar) sem þeir svo dreifa áfram sem heilögum sannleika og staðreyndum en hlusta ekki á rök þeirra sem sýna fram á þeir fari með bull og þvælu.

Ráðherrar okkar og þingmenn, margir hverjir, eru duglegir að halda fram taðreyndum í ræðustóli alþingis þegar kemur að kaupum og kjörum í þessu landi.
Og nú ræðum við aðeins um kaup og kjör, misræmi í krónum og aurum, sleppum meðaltalinu og prósentukjaftæðinu sem núverandi forsætis hefur verið svo duglegur að bera fyrir sig til að reyna að blekkja almenning í landinu.  Það er nefnilega nóg komið af taði, (bullshit) því staðreyndirnar þurfa að liggja fyrir.

Svik við aldraða og öryrkja.

Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa hreykt sér af því að aldrei hafi öryrkjar og aldraðir haft það betra og vísa rækilega í prósentur máli sínu til stuðnings um hækkannir til þeirra hópa en þora aldrei að tala um krónutöluhækkunn sem þessir hópar hafa fengið því ef þeir gerðu það, þá kæmi sá ljóti sannleikur í ljós hvað þær hækkannir eru nánasalegar og litlar, en um leið hafa þeir verið duglegir að tala um hvað þetta hafa verið háar upphæðir krónum og aurum í útgjöldum ríkissjóðs.
Þannig eru blekkingarnar notaðar til að afvegleiða almenningi, slá ryki í augu fólks og ala á fordómum og hatri gagnvart lífeyrisþegum í landinu.

Það er nefnilega ljót staðreynd sem blasir við þegar farið er að kafa í útreikninga um kaup og kjör lífeyrisþega enda kemur í ljós að raunhækkunn kaupmáttar þessara hópa er aðeins 1% á síðustu sex árum.  Eitt fokking prósent meðan kaupmáttur á almennum vinnumarkaði hefur hækkað um 15%.

Skoðið verð, staðsetningu og stærð húsnæðisins.

En þetta er ekki búið, langt í frá því nú er allt að hækka.
Húsaleiga hjá félagslega kerfinu er að hækka um þúsundir króna og leiga á almennum markaði er líka að hækka um þúsundir króna eftir því sem maður fréttir í umræðum á samfélagsmiðlum þá er fólk að fá tilkynningar um að það þurfi að endurnýja húsaleigusamninga og þá er hækkunum frá 15 til 50 þúsund á mánuði skellt á fólkið á einu bretti.
Það sér það hver heilvita maður að öryrki hefur ekki ráð á því að borga 150 til 250 þúsund krónur í leigu á tekjum sem eru undir 200 þúsund útborgað á mánuði.

Ég skora á fólk að fara inn á vef stæðsta leigufélags landsins og skoða verðin sem þar eru í gangi á leiguíbúðum, bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Verðin eiga eftir að gefa þér rækilega á kjaftinn og þá sérstaklega verðin úti á landi.

En skoðum aðeins þróunina á kjörum lífeyrisþega síðustu árin í prósentum og þá í krónum talið líka.  Meðfylgjandi mynd segir í raun allt sem segja þarf.

Nánar má lesa um þetta í rúmlega ársgömlum pistli með því að smella hérna.

Fyrir jólin 2015 var mikil umræða í gangi um kjör lífeyrisþega og það þótti svívirða hvernig stjórnarþingmenn Framsóknar og Sjálfstæðis höguðu sér og töluðu niður til aldraðra og öryrkja og sögðu að þeir hefðu fengið sínar hækkannir á bæturnar 1. janúar á því ári meðan þeir sjálfir þáðu afturvirkar hækkannir 10 mánuði aftur í tíman og fengu eingreiðslu upp á hundruði þúsunda.

Ný lög um almannatryggingar.

Fólk neyðist til að slíta samvistum vegna óréttlætis stjórnvalda.

Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót og áttu að verða til þess að bæta kjör sumra en ekki annara.  Þetta varð til þess að fjöldi öryrkja sleit sambúð og / eða skráði lögheimili sitt eða búsetu á sitthvorum staðnum til að fá einhverjar hækkannir.
Fólki var sem sé stíað í sundur á grundvelli þess að sambúðarfólk og hjón fengu engar hækkannir meðan einstæðingar hækkuðu í launum.
Samt nær 25 ára einstaklingur sem er öryrki ekki 200 þúsund í útborguðum tekjum.

Annað sem er sláandi í þessu er svokallað starfsgetumat sem á að taka upp á árinu, en það er eitthvað sem margir horfa með hryllingi til eftir að sú leið var farin bæði í Bretlandi og í Danmörku og hafði skelfilegar afleiðingar fyrir öryrkja.

Það má ekki líta framhjá því þegar ætlunin er að fara í svo róttækar breytingar á þessu kerfi með það að markmiði að fækka í hópi örorkuþega að stærstu ástæður þess að örorkuþegum fjölgar er að finna bæði í samfélaginu sjálfu og einnig gjörsveltu heilbrigðis og velferðarkerfi seinustu áratugi, en einnig sú staðreynd að margir hópar hafa ráfað í gegnum skólakerfi sem tekur mjög sjaldan tillit til þeirra sjúkdóma og fatlana sem ekki sjást utan á fólki.

Lokaorð frá eigin brjósti.

Þessi öryrki fær úr lífeyrissjóði en skerðingin talar sínu máli.

Ég er búinn að standa í þessum skrifum í mörg ár.  Benda á hvernig lífeyrisþegar eru sviknir bæði í orði og á borði af hverri ríkisstjórninni af annari frá því löngu fyrir hrunið 2008, því þetta eru ekket ný sannindi að stjórnvöld og ráðamenn þjóðarinar ráðast alltaf á þá verst settu í þjóðfélaginu.  Ráðherrarnir eru nefnilega eins og gaurinn sem leggur alltaf þá minni máttar í einelti og „vinahópurinn“ stendur hjá og hvetur búllíinn áfram, alveg eins og stjórnarþingmennirnir gera þegar ráðamennirnir eiga í hlut.
Á því er enginn munur.

Nú er það bara spurning hvenær sá sem lagður er í einelti rís upp og svarar fyrir sig?
Er ekki komin tími á að það gerist og búllíinn verði tekinn og laminn svo rækilega að hann láti af þessari hegðan sinni?
Kanski er það nákvæmlega það sem þarf að gera í þessu tilfelli.  Taka eineltisgaurana og berja þá svo rækilega að þeir gleymi því aldrei meðan þeir lifa.

Er það ekki bara málið?

Updated: 1. febrúar 2017 — 09:09