Dularfull ljós á dvergstyrninu Ceres

Vísindamenn klóra sér í höfðinu yfir depplunum á Ceres.

Vísindamenn klóra sér í höfðinu yfir depplunum á Ceres.

Stjörnufræðingar og geimvísindamenn standa gjörsamlega á gati vegna mynda sem náðust af tveim ljósdepplum á Ceres, dvergstjörnu sem gengur á braut rétt innan við braut Júpíters, þann 19. febrúar síðastliðin.
Myndina tók geimfarið Dawn af depplunum á þessu dimma dvergstyrni sem lónar á braut sinni innan við gasrisan og hafa vísindamenn ekki geta útskýrt hvað þarna er á ferðinni.

Einn af þeim sem undrar sig á fyrirbærinu er Andreas Nathues, sem leiðir verkefnið hjá Max Planck Institute for Solar System Research í Gottingen í Þýskalandi.

Við getum núna séð þessa sterku ljósdeppla sem lýsa mun sterkar heldur en allt endurkast sem áður hefur sést frá Ceres og fyrir okkur er þetta óskiljanleg ráðgáta.

Verkefnastjóri hjá Dawn leiðangrinum, Chris Russell furðar sig einnig á þessu.

Við getum í reynd séð tvo lýsandi deppla á tunglinu af mismunandi stærð og telja sumir að þetta geti verið gjósandi eldfjall en þó efumst við um það.  Við verðum bara að bíða og vonast til að skarpari myndir geti skorið úr um hvað þarna er að gerast í raun og veru því þetta er með öllu óskiljanlegt.

Sólkerfið og dvergstjörnur.

Sólkerfið og dvergstjörnur.

Og það er víst það eina sem hægt er að gera, því enn er meira en sextán mánaða ferðalag eftir að tunglinu, eða tæplega eitt og hálft ár.
Vísindamenn munu að sjálfsögðu fylgjast með myndum og hvort blettirnir verða áfram sýnilegir eða hvort þeir munu hverfa.

Óhætt að segja að það séu spennandi mánuðir framundan og hvort það fæst skýring á þessum depplum verður fróðlegt að sjá.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 27. febrúar 2015 — 10:48