Dejavu

Dejavu 2008 og 2014. Þau hafa ekkert lært.

Dejavu 2008 og 2014.
Þau hafa ekkert lært.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar tekin var skóflustunga fyrir álverinu sem átti að rísa í Helguvík árið 2008 og síðan mynd sem birtist í frétt á mbl.is í dag þar sem verið er að taka skóflustungu fyrir kísilverksmiðunni í Helguvík.

Óhætt er að segja að maður fær nettan viðbjóðshroll þegar maður hlustar á fréttir annars vegar frá því er fjallað var um skóflustunguna að álverinu og hins vegar þegar búið er að klippa saman fréttina frá í gær þegar fjallað var um skóflustunguna að kísilverinu því það er greinilegt að hvorki stjórnvöld né almenningur hafa lært neitt af hrunin sem varð hér 2008.

Það er með ólíkindum að þetta fólk hafi ekkert lært af aðdraganda hrunsins eða afleiðingum þess og halda því mengandi stóriðjustefnu til streitu þrátt fyrir að landið búi yfir svo miklu meiri möguleikum sem kæmu okkur betur heldur en það sem stjórnvöld einblína á.
Verst er þó að heyra á forstsjóra hinnar nýju stóriðju að ekkert hafi gengið að fá fjárfesta erlendis til að fjármagna verkefnið og því hafi Arion banki fjármagnað verkið, 35 þúsund miljónir.

Já þú last rétt.  Þrjátíu og fimm milljarðar vegna þess að ísland er í ruslflokki erlendis og því vilja erlendir bankar eða lánastofnannir ekki fjármagna svona verkefni.

Nánar má sjá fréttir sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti saman frá árinu 2008 og 2014 sem setja að manni hroll við það sem koma skal ef haldið verður áfram á þeirri braut sem núverandi stjórnarflokkar hafa ákvarðað.

Nær hefði verið að reisa risastórt gróðurhús sem framleiddi nóg af grænmeti og ávöxtum ofan í landsmenn og jafnvel til útflutnings.
Þá hefði verið eitthvað vit í stjórnendum landsins.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 6. febrúar 2016 — 02:25