Dauðadæmd þjóð

Hinn dæmigerði íslendingur.

Hinn dæmigerði íslendingur.

Íslenska þjóðin hefur verið dæmd til dauða.
Dæmd til dauða af auðvaldinu, Samtökum Atvinnulífsins með dyggri aðstoð ASÍ, en þó fyrst og fremst af sér sjálfri.

Rökin eru einföld fyrir því að ég held þessu fram en öllum eru þau augljós sem sjá vilja.
Almenningur í þessu landi nennir ekki að berjast fyrir kjörum sínum og getur ekki einu sinni verið sammála um að berjast fyrir þeim.  Það er hver höndin upp á móti annari og samvinna og samhæfðar aðgerðir ganga aldrei upp því alltaf er nóg af fólki til að fara í fýlu og rjúka burt ef eitthvað ber í milli.
Síðan er sá sem rauk burt í fússi allra kvikinda duglegastur að baknaga, gagnrýna og ljúga upp á þá sem reyna að halda starfinu áfram þar til hópurinn gefst upp og baráttan lognast út af.

Ég er hættur að nenna að berjast fyrir bættum kjörum láglaunahópa í þessu landi þegar maður fær ekkert nema skít og drullu yfir sig frá þessum heinskingjum sem eiga að kallast landar manns.
Þessir vesælu aumingjar sem hvorki geta né nenna að berjast fyrir kjörum sínum en ráðast í orði og gerðum á okkur sem með einhverjum hætti hafa kastað sér fram á ritvöllinn til að benda á óréttlætið sem hér tröllríður öllu þjóðfélaginu.
Að benda á spilinguna, svikin við fólkið og hvernig almenningi er riðið í rassgatið af stjórnvöldum, atvinnurekendum, verkalýðsfélögum og síðast en ekki síst láglaunafólkinu sjálfu sem nennir ekki einu sinni að bjarga sínu eigin rassgati heldur drullar hreinlega yfir alla sem vilja eitthvað gera sýnir manni að það er ekki þess virði að koma nálægt þessari baráttu.

Ég er í það minnsta búinn að fá nóg af þessari þjóð, ræfildóm hennar, aumingjaskap, væli og heimtufrekju um að allir aðrir geri alla hluti fyrir hana meðan þeir hinir sömu gera ekki annað en drulla yfir okkur sem höfum verið að reyna að fá fólk til að taka þátt í baráttunni.

ÍSLENDINGAR!  ÞIÐ ERUÐ ILLA GEFNIR BJÁLFAR OG EGIÐ ÞAÐ SKILIÐ AÐ VERA Í ÞEIRRI STÖÐU SEM ÞIÐ ERUÐ.  ÞIÐ KUSUÐ ÞETTA SJÁLF!

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 31. desember 2013 — 16:05