Dagbókarfærslur úr mögulegri framtíð

lone wolfÞað sem ritað er hér að neðan er eingöngu hugarburður minn úr einni af mörgum mögulegum framtíðarþráðum sem okkur eru með öllu huldir í dag.
Skáldskapur kallast þetta en líka má kalla þetta óskasýn á framtíðina.
Njótið lestursins.

25. maí, 2021.

Hátíðisdagur í dag eins og vera ber því nú eru fimm ár liðin frá því ein spilltasta ríkisstjórn sem hefur stjórnað landinu var ákærð í Hæstarétti fyrir landráð gegn alþýðu íslands og formenn stjórnarflokkana ásamt 15 þingmönnum þeirra dæmdir til langra fangelsisvistar sem þeir afplána næstu árin í fangelsinu á Hólmsheiði.
Þessu eigum við að þakka litlum hópi fólks sem lagði fram stjórnsýslukæru á þessa stjórnmálaflokka og þingmenn og ráðherra þeirra og unnu fullnaðarsigur á báðum dómsstigum sem og fyrir mannréttindadómstóli Sameinuðuþjóðana þar sem málið var tekið í slíka flýtimeðferð að aldrei hefur annað eins gerst í sögu lýðveldisins og losna þeir fyrstu úr fangelsi í fyrsta lagi eftir ár héðan í frá en þeir sem lengst sitja inni, munu ekki losna fyrr en eftir fimm ár í fyrsta lagi.
Óhætt að segja að landráðamennirnir fengu makleg málagjöld í þetta sinn, enda var ætlun þeirra að koma öllum auðlindum íslands í hendur örfárra útvalina vina sinna og hafa þar með af þjóðinni hagnað sem talinn er í þúsundum milljarða á hverju ári.

Eftir þessa atburði var komið á þjóðarstjórn sem setti nýja stjórnarskrá og breytti stjórn landsins þannig að nú er hver ráðherra ábyrgur fyrir sínu ráðaneyti og algerlega sjálfur ábyrgur fyrir öllum sínum verkum, en áður var ríkisstjórnin sameiginlega ábyrg fyrir öllu klúðri ráðherra sinna sem sýndi sig best á sínum tíma í lekamálinu fræga þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir hraktist úr embætti eftir að hafa í heilt ár logið vísvitandi að þjóð og þingi, ráðist að opinberum starfsmönnum sem undir hana og ráðaneyti hennar heyrðu og reynt að hafa áhrif með margvíslegum hætti á rannsókn málsins.
Óþarfi að rifja það allt upp, fólk man þetta að mestu og getur lesið sér til í gömlum fréttum um málið.

Einnig var fiskveiðistjórnunarkerfinu gjörbreytt í kjölfar þessara atburða, enda var ætlun landráðamannana að koma fiskveiðiauðlindinni í hendur útgerðana og leyfa þeim einum að nýta auðlindina á kostnað þjóðarinar en það er einmitt málið sem kom þessu fólki í fangelsi fyrir rest, enda var þetta ekkert annað en hryðjuverk gagnvart almenningi í landinu þar sem ætlun stjórnarflokkana á þeim tíma var að einkavæða allan rekstur sem ríkið á að standa að fyrir skatttekjur almennings og hagnað af fyrirtækjum ríkisins og auðlindum í eigu almennings, þmt. fiskveiðiauðlindinni sem í dag skilar þjóðinni slíkum hagnaði, að á þrem árum var hægt að greiða niður allar skuldir íslenska ríkisins og hefja byggingu á hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík og Akureyri en auk þess efla alla heilsugæslu í landinu, kaupa fullkomnasta tækjabúnaðinn, fá lækna og starfsfólk til starfa á kjörum sem eiga sér enga hliðstæðu á hinum norðurlöndunum.

Aldraðir og öryrkjar fengu ríflegar kjarabætur og fátækt sem slíkri hefur verið útrýmt í landinu.  Lægstu laun hafa hækkað það mikið að fólk getur haft það mjög gott og lifað af dagvinnulaunum, eitthvað annað en fyrir fimm til sex árum síðan þegar fólk þurfti að vinna þrjár til fjórar vinnur og var samt varla að ná endum saman tekjulega séð vegna siðblindu og spillingar innan stjórnkerfisins.  Einnig hefur fólk núna efni á að kaupa sér húsnæði án þess að þurfa að borga lánin tíu sinnum til baka í formi okurvaxta og verðtryggingar, því vextir hafa lækkað og verðtryggingin afnumin.  Hreinsanir innan banka og lánastofnana hafa líka skilað þjóðinni góðum tekjum, en fyrir vikið hafa bankarnir orðið að þeim stofnunum sem þeim var ætlað að vera, traust geymsla fyrir peninga almennings en ekki gróðrarstía okurvaxta, spillingar og þjófnaðar á fjármunum almennings sem eigendurnir gátu gamblað með að vild sinni.

Enn og aftur.  Góður dagur í dag og veðrið eftir því.
Kláraði að steypa stéttina fyrir framan hesthúsið sem hefur lengi verið í bígerð og fór með hjólið í skoðun og skrapp svo smá rúnt eftir að steypuvinnunni var lokið.

2. júní, 2021.

Dauða mínum átti ég von á en ekki þessu sem blasti við í heimabankanum í dag þegar ég fór að borga reikningana.
Ég hef náð að leggja fyrir smáræði í hverjum mánuði síðustu tvö ár þrátt fyrir að standa í framkvæmdum og gera upp hjólið mitt en ég var að sjá að með þeim sparnaði sem ég á núna, þá gæti ég átt fyrir útborgun í sæmilegu parhúsi með stórum og góðum bílskúr.
Ætla nú samt ekkert út í neinar fjárfestingar þetta árið.

Það er þvílíkur munur að vera til og lifa á íslandi eftir að spillingin í stjórnkerfinu var upprætt og fiskveiðistjórnunarkerfinu breytt á sínum tíma.
Aldrei hefði mann geta órað fyrir því hvað þetta voru ofboðslegar upphæðir sem þjóðin var svikin um í rúm 30 ár sem kvótakerfið var við líði í þessu landi.  Eftir að það var afnumið og allur afli settur á markað, þá hafa tekjur ríkisins meira en hundraðfaldast og gert það að verkum að í dag er ísland að verða eitt ríkasta land í heimi og lífskjörin með þeim allra bestu sem þekkjast í heiminum í dag.  Fólk sem flúði land í stórum stíl fyrir nokkrum árum er farið að snúa til baka og öll þjónusta sem var á góðri leið með að verða einkavædd, eins og velferðarkerfið, er í dag algerlega rekið af ríkinu, almenningi að kostnaðarlausu.
Munur frá því sem áður var, þegar maður þurfti að borga hundruði þúsunda á ári fyrir læknisþjóðnustu og lífsnauðsynleg lyf.  Í dag kosta þau lyf sem ég þarf að vera á æfilangt, mig ekki krónu.

Það er búið að reisa tvö hátæknisjúkrahús, kaupa öll tæki og manna þau upp í topp fyrir hagnaðinn af fiskimiðunum eftir að lögum um stjórn fiskveiði var breytt og kvótinn afnumin og allur fiskur settur á markað.
Ríkið er skuldlaust þrátt fyrir gífurlega aukningu útgjalda en breytingin á fiskveiðikerfinu hefur orðið til að auka tekjur ríkisins þrisvar sinnum fram yfir útgjöldin þrátt fyrir allar stórframvæmdirnar sem hefur verið farið í undanfarin ár.
Það verður aldrei hægt að þakka þeim nógsamlega fyrir sem ákærðu ríkisstjórnina á sínum tíma fyrir landráð og hryðjuverk gegn alþýðunni og komu glæpahyskinu í fangelsi.
Aldrei hefur verið upplýst hverjir þar fóru fremstir í flokki og verður sennilega ekki gert.  Gaman væri þó að vita það.

22. júní, 2021.

Lífið er ljúft og ég geri það sem ég vil af því ég hef efni á því.  Annað en fyrir sex árum þegar sameiginlegar tekjur okkar beggja dugðu varla fyrir mánaðarlegum reikningum og matur var lúxus sem maður hafði ekki efni á.

Þökk sé þeim sem komu hér á stjórnarfari sem maður getur treyst að sé gjörspillt því í dag eru þingmenn og ráðherrar orðnir ábyrgir gjörða sinna.

Farinn í ferðalag.

Læt þessari færslu af mögulegum dagbókarfærslum lokið í þetta sinn en það gæti orðið meira síðar ef andinn kemur yfir mig.

Það er enn og aftur rétt að minna á, að þessi skrif eru skáldskapur, jafnvel draumsýn sem gæti jafnvel orðið að veruleika einn daginn ef almenningur á íslandi gæti staðið saman í því að koma gjörspilltum stjórnmálamönnum frá völdum og komið á raunverulegu lýðræði í landinu þar sem tekjum af auðlindum í eigu almennings væri skipt réttlátlega milli allra eiganda þeirra.

Minni ykkur á Sóknarhópinn á Fésbók þar sem allir geta tekið þátt í að halda fiskveiðiauðlindinni í eigu almennings er velkomið að taka þátt.  Aðeins þannig gæti þessi draumsýn hér að ofan orðið að veruleika.

Takk fyrir lesturinn.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 18. febrúar 2015 — 09:46