Þetta er náttúrulega ekki falleg fyrirsögn hjá mér, en því miður á hún fullan rétt á sér og er sorglega sönn. Það er nefnilega hópur kvenna á spjallinu hjá Bland.is sem áður hét ER og þar áður Barnaland, sem stunda það af miklum móð að rakka allt niður sem vel er gert í þessu landi og sérstaklega ef það eru einstaklingar sem standa á bak við það.
Hvað það er sem veldur þessari hegðun þeirra er með öllu óskiljanlegt en það sem skín í gegn hjá þessum konum er endalaus biturð, öfund og afbrýði út í allt það sem aðrir gera gott fyrir samfélagið og samborgara sína og þörfin fyrir að skemma, eyðileggja, niðurlægja og rakka niður þá sem eitthvað gott láta af sér leiða fyrir aðra.
Það nýjasta hjá bitru barnalandskellingunum er að rakka niður unga konu sem tók sig til og gaf 10 þurfandi einstaklingum 10 þúsund króna gjafakort hjá Bónus svo fólk gæti keypt sér mat.
Þessu sáu tröllkellingarnar algerum ofsjónum yfir og hófu að rakka niður þessa ungu konu sem sjálf hefur þurft að líða skort áður fyrr en ákvað af algerlega óeigingjörnum hvötum að gefa af sparifé sem hún átti til 10 þurfandi einstaklinga.
Fjöldinn allur af fólki hefur hrósað henni fyrir góðmennskuna og hún hefur ekkert verið að hælast um af þessu eða gefið upp hverjum hún hjálpaði með gjöfum sínum. Henni hefur verið botnlaust þakkað fyrir þetta en eins og alltaf vill verða, þá eru til einstaklingar í þessu þjóðfélagi sem ekki mega neitt gott sjá öðruvísi en að rakka það niður og ef það dugar ekki, þá helst ljúga upp á viðkomandi að þetta sé gert af eigingirni og til að komast í sviðsljós fjölmiðla eða upphefja sig á einhvern hátt.
Ég tók mig til og tók sjáskot af þrem ummælum á þræðinum Gefins á Facebook þar sem útskítunin frá barnalandströllunum byrjar og ætla að láta það duga því umræðan er opin og öllum sýnileg sem lesa vilja. Hvað barnaland varðar þá vil ég helst ekki útskíta mínar tölvur og þaðan af síður skemma í mér sjónina með því að fara þangað inn, en hvað gerir maður ekki til að standa upp til varnar fólki þegar verstu nettröll landsins, fyrirgefið, netrottur, því rottur eru þetta en ekki tröll, ráðast á fólk með þessum hætti sem gert er í Gefins hópnum á facebook.
Ég set hér eitt skjáskot af undirskrift hjá einni rottunni af barnalandi og má alveg segja að það sé ágætis lýsing á innræti hennar svona miðað við hvernig hún tjáir sig í umræðunni.
Læt fólki eftir að dæma sjálft um svona hegðun en þetta sýnir algerlega svart a hvítu að sumt fólk á hreinlega ekki að tjá sig opinberlega eða almennt hafa aðgang að tölvum og interneti.
Sveitattan bara.
Að gefnu tilefni vil ég taka það fram, að ég styð heilsugar við bakið á Svövu, konuna sem af hjartagæsku sinni og óeigingirni ákvað að gefa yfir 100 þúsund krónur af sínu eigin fé til að hjálpa öðrum. Það mætti vera meira af slíku fólki í þessu þjóðfélagi og færri netrottur eins og finnast á barnalandi.
Umræðan í rottuholu barnalands.