Biskup blessar vopnin. Ætli hún verði fengin til að blessa þau með vígðri olíu?

Ekki Agnes en kollegi hennar í Rússlandi blessar morðvopnin svo þau drepi betur.

Ekki Agnes en kollegi hennar í Rússlandi blessar morðvopnin svo þau drepi betur.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það sorglegt að þjóðfélagið sé þannig að lögreglan þurfi á hríðskotabyssum að halda. Hún treysti því að þeim verði ekki beitt nema í neyð.

En þarf almenna lögreglan á vélbyssum að halda?
Mitt persónulega svar er nei, hún hefur ekkert með þær að gera.  Víkingasveitin hins vegar þarf að vera vel vopnum búin en almenna lögreglan ekki.
Fái almenna deild lögreglunar þessi vopn í hendur til að verja td. Alþingi ef til mótmæla kemur, þá þarf ekkert að koma á óvart þó þeim vopnum yrði beitt gegn almennum borgurum.  Og það mun gerast.

Þegar biskup tjáir sig með þessum hætti er ljóst að eitthvað er ekki í lagi, hvort sem það er hjá stjórnvöldum eða í hausnum á biskup.

En telur Agnes að staðan sé þannig að þetta sé bara eitthvað sem Ísland þurfi að hafa? „Já, auðvitað vildi ég að svo væri ekki, að við þyrftum ekkert á þessu að halda en ef lögreglan telur svo þá verð ég að treysta því að hún hafi dómgreind til að meta það á þann veg. Og það er eitt sem er að við verðum líka að treysta því að þessum vopnum verði ekki beitt nema í ítrustu neyð. Þetta er hluti af því sem er í þessu samfélagi, við erum svo mikið að glíma við traustið í samfélaginu alveg frá hruni. Það er eins og allt hafi hrunið og ekki síst traustið. Og þegar við fáum vitneskju um eitthvað eins og byssurnar eða skotvopnin, þá held ég að við séum kannski fyrst og fremst að tala um traustið. Treystum við því að þessum vopnum sé ekki misbeitt, treystum við því að þau séu bara notuð í vörn eða neyð? Og helst náttúrulega aldrei, treystum við því? Það er spurningin sem mér finnst vera á bak við þetta allt,“ segir Agnes. En treystir hún því? „Já ég treysti því. Ég hef tilhneigingu til að treysta öllu og öllum þar til ég reyni annað,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Ætli næsta embættisverk Biskups verði þá að vígja morðvopnin með vígðri byssuolíu svo þau drepi nú betur?

Svari hver fyrir sig, en ef ég væri ekki fyrir löngu genginn úr þjóðkirkjunni, þá væri ég að segja mig úr henni á stundinni.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 25. október 2014 — 17:19