Aukin framlög til hernaðar á móti niðurskurði í þróunaraðstoð

Spilltasta ríkisstjórn sem setið hefur við völd á Íslandi frá landnámi. Í forsæti er sá sem skipaði hana og lítið betri sjálfur.

Spilltasta ríkisstjórn sem setið hefur við völd á Íslandi frá landnámi.
Í forsæti er sá sem skipaði hana og lítið betri sjálfur.

Enn einu sinni sýnir ríkisstjórnin sitt rétta andlit þegar þeir leggja til aukin útgjöld til hernaðar meðan skorið er rækilega niður í þróunaraðstoð.
Hver tilgangurinn með þessu er, er með öllu óskiljanlegur en þessir háu herrar, Sigmundur Davíð, (undirmígurinn) og Gunnar Bragi Sveinsson, (bensíntitturinn), sátu leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins fyrir Íslands hönd sem lauk í gær.

Á fundum aðildarríkja fyrr í dag tilkynnti forsætisráðherra um þær fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins. Hyggjast stjórnvöld fjölga borgaralegum sérfræðingum í störfum bandalagsins og auka fjárframlög í einstök verkefni þess, þar á meðal í Úkraínu. Þá munu stjórnvöld auka stuðning við loftrýmisgæslu hér á landi, þar með talið við þyrlubjörgunarþjónustu.

Á síðasta ári ákvað fjárlaganefnd að skera niður framlög til þróunaraðstoðar um hundruð milljóna króna. Á árinu 2012 námu útgjöld Íslands vegna þróunaraðstoðar 0,22% af þjóðarframleiðslu, en framlag Íslands í þessum málaflokki er langt á eftir þeim ríkjum sem við berum okkur saman við. Til að mynda hafa Noregur, Svíþjóð og Danmörk veitt 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar um nokkurra ára skeið.

Bandaríkjamenn og Bretar eru meðal þeirra ríkja sem vilja að aðildarríki NATO auki útgjöld sín um því sem nemur milljörðum bandaríkjadala og setja það viðmið að ríkin eyði tveimur prósentum af þjóðarframleiðslu í varnarmál bandalagsins og rímar það við orð SDG í ræðu sem hann hélt á fundinum.

Það er löngu orðið ljóst að formaður Framsóknar er gjörsamlega óhæfur með öllu að stjórna landinu og ráðherrar hans og þingmenn algerlega vanhæfir í starfi sínu í blindri aðdáun á siðblindum og siðferðislausum skepnum sem eru eingöngu að maka eigin krók á kostnað fólksins í landinu.

Það verður að koma þessu fólki frá völdum hið snarast ef ekki á illa að fara.
Landsmenn allir verða að rífa sig upp á rassgatinu og horfast í augu við hinn bitra sannleika, sérstaklega þau 38% sem styðja stjórnina enn og játa að þau kusu rangt og styðja við siðblindu og spillingu með blindu sinni og heimsku.

Það eruð þið, kjósendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokssins sem eruð ábyrg fyrir þessu.
Þið og engir aðrir.

VAKNA ÍSLENDINGAR, VAKNA!

Updated: 6. september 2014 — 11:20