Áróðursmaskínur hægrisins komin af stað þar sem vafasamt siðferði ræður ferðinni

Áróðursvefur hægrisins þar sem falsanir og lygar ráða ríkjum.

Áróðursvefur hægrisins þar sem falsanir og lygar ráða ríkjum.

Að skreyta sig með stolnum fjöðrum og upplognum ásökunum á hendur andstæðingum sínum hefur aldrei þótt góð taktík eða skila góðum árangri til þeirra sem það stunda.  Þetta virðast hægri menn og þá sérstaklega Sjálfstæðismenn ekki geta skilið því fyrir hverjar einustu kosningar sjáum við þetta gerast en í flestum tilfellum hefur það þveröfug áhrif og færir í raun þeim sem árásirnar beinast að aukið fylgi ef eitthvað er.  Skýrasta dæmið um þetta er einmitt að gerast í Bandarísku forsetakosningunum um þessar mundir þar sem Donald Trump tapar æ meira fylgi vegna árása sinna á Hillary Clinton í stað þess að ræða framtíð Bandaríkjana og hvernig hann ætlar að stjórna landinu eftir kosningar.

Hér heima á fróni er svipaða sögu að segja því nú fer 360 gráðu mynd eins og eldur í sinu um netheima þar sem sýnt er hvað heimilismubblur hafa lækkað mikið í verði frá síðustu kosningum og er það skýrasta dæmið um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skreytir sig með stolnum fjöðrum því þarna eru eingöngu vörur frá Ikea verðmerktar og sýnt hvað þær hafa lækkað gífurlega í verði vegna aðgerða stjórnarflokkana.

Málið er bara að þetta er lygi.  Haugalygi í þeim þar sem þetta er vegna aðgerða sem eigendur Ikea stóðu sjálfir fyrir vegna nýrra framleiðslumöguleika og góðs hagnaðar, þá gátu þeir lækkað verðið á heimsvísu, þar með talið á Íslandi.
Stolnar fjaðrir?
Já svo sannarlega.

Það er alveg dæmigert hvernig Sjálfstæðismenn gera í því að blekkja almenning því ef þeir væru heiðarlegir og sannsöglir, (fyrr frýs í helvíti), þá hefðu þeir farið í matvöruverslanir og sett inn sambærilega mynd sem sýndi hvað matarverð hefur hækkað mikið í þeirra stjórnartíð eftir þeir hækkuðu matarskatta úr 7% í 11% en hækkuðu ekki tekjur þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í þessu þjóðfélagi um nema brot af því lög kveða á um.
Þetta kallast hræsni.

Á Facebook hefur verið stofnuð síðan Kosningar 2016 sem enginn veit hver stendur á bak við en ef marka má þau innlegg sem komin eru á hana þá eru það sjálfstæðismenn sem þar fara hamförum því spor þeirra eru auðþekkt á því hvernig þeir vinna auk þess sem þeir beina spjótum sínum nærri eingöngu að Pírötum í umfjöllunum sínum enda Píratar þeirra helsta ógn í komandi kosningum því Sjálfstæðismenn ríghalda í sitt gjörspillta valdakerfi meðan Píratar hafa boðað svo róttækar breytingar í stjórnskipun landsins og deilingu auðlinda Íslands að annað eins hefur ekki sést áður.
Ekki nema von að Íhaldið óttist að landsmenn geti lifað mannsæmandi lífi og allt gert til að halda í völdin og auðinn.

Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eiga bæði aflandsreikninga í skattskjólum en eru samt stikkfrí.

Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eiga bæði aflandsreikninga í skattskjólum en eru samt stikkfrí.

Hinn almenni kjósandi þarf að hugsa sig vel um áður en hann tekur mark á svona áróðri því á sama tíma og þeir sem standa að kosningar 2016 síðunni, vara við kosningaloforðum, þá dælir Sjálfstæðisflokkurinn út sínum endurnýttu kosningaloforðum til hægri og vinstri, alraðra og öryrkja, fávísra og trúgjarnra til að blekkja og ljúga sem mest þeir geta.
Þeir tala aldrei í krónum og aurum nema í útgjaldaliðum en þegar rætt er um hækkanir, td. í bótaflokkum eða launum til handa almenningi, þá eru prósenturnar notaðar til að blekkja og falsa raunveruleikann.
Þannig vinnur Íhaldið.

Þetta er gott í bili en ég vil biðja alla að hugsa til baka til ársins 2008 þegar hér varð svo gífurlegt efnahgashrun eftir 18 ára valdatíma Sjálfstæðis og Framsóknarflokkana að við lá að ríkissjóður yrði gjaldþrota.
Nú eru þessir sömu flokkar við völd og ástandi í dag á mörgum sviðum er nákvæmlega eins og það var árið 2006 og stefnan er nú eins og þá þar sem gengdarlaus græðgi og eiginhagsmunasemi er í fyrirrúmi á kostnað almennings í landinu.

Nú ert það þú kjósandi góður sem getur breytt þessu.  Það er allt undir þér komið hvort þú villt áframhaldandi spillingu í landinu í boði Sjálfstæðis og Framsóknar eða hvort þú villt framfarir og arðinn af auðlindum þjóðarinar til þín eða í vasa örfárra einstaklinga sem byggja þetta land en gefa ekkert til baka.

Þitt er valið.