Allir fái húsnæðisbætur, óháð búsetuformi var titill fréttar á Vísir.is og óhætt að segja að maður gladdist við þann lestur. Eeeeeeen! Ekki var nú öll sagan sögð þó þarna væru byltingakenndar tillögur lagðar fram, því í framkvæmd getur þetta víst tekið allt að fjögur ár.
Fjögur ár að koma þessum breytingum í gegn og þeir ráðherrar og þingmenn sem koma að þessu verða nokkuð örugglega ekki við stjórn landsins þegar verður farið í þessa vinnu, ef það verður þá yfir höfuð gert, þar sem konsningar verða á næsta ári.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að þingið þurfi helst að samþykkja breytingarnar fyrir áramót þannig að menn verði komist af staði í ferlinu. Guðbjartur segir afar mikilvægt að ná þverpólitískri samstöðu um málið því stórar breytingar af þessu tagi þurfa að lifa af í gegnum kosningar og aðrar sviptingar. „Þetta er engin geðþóttaákvörðun, við erum að tala um framtíðarheimili fólks og búsetuform. Það skiptir því miklu máli að við séum ekki að hræra í því ár eftir ár.“ Guðbjartur segir að þessvegna hafi menn gefið sér góðan tíma í þessa vinnu. „Og þessvegna kynnum við þetta núna áður en við höfum tekið beina afstöðu. Við köstum þessu inn í umræðuna og óskum eftir því að samfélagið taki þátt í þeirri umræðu.“
Þegar svo einhver niðurstaða kemst á í þessu öllu saman er ansi hætt við að margir sem þurfja hjálp á þessum tímapunkti verði búnir að tapa öllu sínu og jafnvel flúnir land líka.
Fólk þarf hjálpina núna. Ekki eftir fjögur ár.