Af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum verður engir nýir pistlar skrifaðir nú um óákveðin tíma eða þar til ég hef náð að vinna úr ýmsum hlutum sem snúa að sjálfum mér og þeim áföllum sem ég hef orðið fyrir síðustu þrjú árin.
Eina ástæðan sem ég ætla að gefa upp í bili er sú, að síðustu þrjú árin hef ég misst 6 einstaklinga mér nákomna þar af tvo sem frömdu sjálfsvíg, sonur minn og mágkona. Tengdamóðir mín var fyrst, en einnig hafa faðir minn, fósturbróðir hans og hálfbróðir látist á réttu einu ári.
Síðan hafa þrír hjólafélagar fallið í valinn á þessum tíma.
Ég hef ekki haft tíma né tækifæri til að vinna að neinu marki úr þessum áföllum og nú er ég á þeim stað að ég verð að taka á þessum málum ef ekki á illa að fara fyrir mér.
Ég vona að þeir sem hafa fylgst með mér ljái mér skilning vegna þess sem er í gangi í lífi mínu en hinir, sem hafa hatast við mig, sent mér skilaboð og pósta þar sem ég er beðinn að farga mér og ýmislegt þaðan af verra, eiga eftir að hoppa af gleði yfir fjarrveru minni.
Þeim hins vegar til hrellingar get ég lofað því að ég mun koma aftur af margföldum styrkleika með enn beittari pistla þar sem allir þeir sem stunda það að blekkja og ljúga að almenningi í landinu verða teknir fyrir og pistlar þeirra, lygar og þær ömurlegu röksemdafærslur þeirra, verða tættar sundur og saman með útreikningum og staðreyndum sem þeir koma ekki til með að geta hrakið enda hafa þeir sem hafa vondan málstað að verja sannleikann aldrei að leiðarljósi því lygin og blekkingin verður þeirra sannleikur. Það er mörg blogg á netinu, vefsíður og fréttasíður sem eru undirlagðar af slíku fólki. Fólki sem er nákvæmlega sama um trúverðugleika sinn, æru og mannorð. Samviska þessa fólks er engin og heiðarleika á það ekki til enda siðferðið jafn rotið og lík sem hefur legið á víðavangi í heilt ár og fengið að rotna þar.
Ég á enn eftir að afla mér nokkurs fjölda hatursmanna í þjóðfélaginu og ég mun vinna í því af hundraðföldum krafti þegar ég kem aftur.
En nú ætla ég að vinna úr missinum og sorginni sem ég hef ekki geta tekist á við í þrjú ár.
Lifið heil.