Hvað eftir annað koma velferðarráðherra og fjármálaráðherra fram í fjölmiðlum, á Alþingi og samfélagsmiðlum og segjast vera að bæta kjör aldraðra og öyrkja með aðgerðum sínum. Þegar svo er farið að rýna í tölurnar og reikna út hvor ávinningur sé að þeim breytingum sem lagðar eru fram þá stenst það í fæstum tilfellum skoðun og þó nokkrir þúsundkallar komi til útborgunar til þessara hópa, þá er það venjulega svo skammarlega lág upphæð að hún er venjulega uppétin og rúmlega það þegar hún kemur til útborgunar.
Nýjasta útspil Bjarna Ben og Eyglóar Harðar í velferðarmálum er enn eitt dæmið um slíka framkomu við þessa hópa. Það er fullyrt að um áramótin 2018 verði bætur almannatrygginga komin í 300. þúsund en á móti kemur að þetta er allt saman lygi og fölsun þegar upp er staðið.
Einir Guðjón Kristjánsson setti færslu inn í hópinn; Aðgerðarhópur Háttvirtra Öryrkja og Aldraðra, en þar hefur hann reiknað út hvernig þetta verður og kemur með fína útreikninga sem staðfesta það sem aðrir hafa sagt um þessa aðgerð velferðar og fjármálaráðherra.
Skattstofn = 300.000
Reiknuð staðgreiðsla 111.390
persónuafsláttur -51.920
uppsafnaður persónuafsláttur -0
Staðgreiðsla alls – 59.470
Annar frádráttur alls – 0
Útborguð laun = 240.530 kr. árið 2018 er þetta það sem á að bjóða eldriborgurum og öryrkjum ? og ætlar fólk að sætta sig við þetta þegar lifeyrir frá TR. hefði átt að vera 350.000 um síðustu áramót miðað við skerðingar frá 2008 að maður tali ekki um skerðingar frá 1995 sem eru rúmar 30% í viðbót.
En um að gera fyrir fólk að kynna sér vel hvað flokkarnir eru að tala um í raun og vera viss á því hvort það er verið að tala um nettó eða brúttó þar sem það er ekki það sama.Skatthlutfall í staðgreiðslu er
37,13% af tekjum 0 – 336.035 kr.
38,35% af tekjum 336.036 – 836.990 kr.
46,25% af tekjum yfir 836.990 kr.En það er verið að tala um að afnema skerðingar en setja á 45% skerðingar á fólk sem er með innan við 300.000 á mánuði, þetta er auðvitað tóm þvæla.
En það eru engar skerðingar á fjármagnstekjur sem má reikna með að það sé stóreignafólk sem hafi fjármagstekjur og fyrir hverja er þá verið að vinna fyrst og fremst ?
Eina ráðið sem eldriborgarar og öryrkjar eiga er að kjósa flokka sem vilja gera einhvað rótækt í þessum málum til að bæta hag þessa fólks sem býr við vestu kjörin.
.Láglauna fólk er ekkert betrur sett og það býður þessa fólks ekki betri tilvera þegar það eldist þar sem 200.000 króna laun eftir skatt skila ekki nema 100.000 króna lifeyrisjóðsréttindum sem mæta síðan skerðingum krónu á móti krónu í núverandi kerfi eða 45 aurum á krónu ef þetta frumvarp verður samþykkt.
Guð blessi láglaunafólkið í landinu ef það er þetta sem á að býða þess á efri árum, eða ef það lendir í slysum eða veikindum á yngri árum.Einir G. Kristjánss. Normann
Ellen Calmon sagði í fréttum á Stöð 2 þann fimmta þessa mánaðar að þetta sé ekkert annað en fals og lygar frá ráðherrunum fyrrnefndu.
Skerðingar verði áfram króna á móti krónu þrátt fyrir að ráðherrarnir haldi öðru fram.
Það er fátt ömurlegra og meira niðurdrepandi en ráðherrar í stjórn landsins sem hvað eftir annað koma fram opinberlega og ljúga blákalt framan í þá þjóðfélgashópa, aldraða og öryrkja, sem eiga ekki fyrir nauðsynjum út mánuðinn.
Maður veltir því fyrir sér hvers vegna þau hata okkur svona ofboðslega að þau þurfa alltaf þegar þau fjalla um okkar málefni, að ljúga að okkur, koma með upplognar tölur sem eiga ekki við nein rök að styðjast og kalla okkur og þá sem sem sýna fram á ósannindin, lygarnar og falsið, ómarktæka í okkar skrifum og umfjöllunum?
Hvaða ofboðslega hatur er þetta sem knýr Eygló og Bjarna til að haga sér svona?
Ekki bað ég um að verða öryrki.