Af grímulausri spillingu, meðsekt ráðherra og siðblindu beggja aðila

Krefja þarf ráðherra um svör.

Krefja þarf ráðherra um svör.

Ef einhversstaðar er hægt að benda á spillingu fyrir opnum tjöldum, þá þarf ekki annað en lesa grein Inga Freys Vilhjálmssonar í Stundinni til að sjá hvernig hún birtist almenningi gjörsamlega grímulaust og án þess að reynt sé að fela hana á nokkurn hátt.
Ráðherra sem fremur þann gjörning að ráða í embætti stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, manneskju sem er einn stærsti hluthafi lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar í Ármúlanum, á, ásamt sambýlismanni sínum í gegnum eignarhaldsfélag, 27 prósenta hlut í fyrirtækinu Evu Consortium sem aftur á 20 prósenta hlut í Klíníkinni. Eva Consortium á einnig hlut í rekstrafélagi hótelsins sem einnig er rekið í Ármúlanum en hluti þess er sjúkrahótel auk þess sem félagið á heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf.

Ekkert mat á hæfi stjórnarmanna í Fjármálaeftirlitinu fer fram, að því er virðist, áður en stjórnarmennirnir eru skipaðir. Fjármálaeftirlitið sér hins vegar um að meta hæfi stjórnenda, stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum.
Fjármálaeftirlitið getur því ekki svarað spurningum um hæfi eigin stjórnarmanna eða athugun á því.

Í stjórnsýslulögum, 5. og 6. grein, segir einnig að  stjórnarmaður sé vanhæfur til að fjalla um málefni fyrirtækisins ef hann „á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“  eða „sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir“. Svo segir í sjöttu greininni, sem er mjög opin, að hann sé vanhæfur ef ástæður eru til þess að draga óhlutdrægni hans í efa: „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“

Bjarni Benediktsson skipaði Ástu Þórarinsdóttur í starf stjórnarformanns FME í byrjun þessa árs.

Af hverju eru fjölmiðlar ekki búnir að ganga á Bjarna og kefja hann svara um þessa grímulausu spillingu sem hann er potturinn og pannan í með þessari ráðningu?

Ég persónulega vill hvetja þingmenn stjórnarandstöðunar til að ganga á Bjarna í fyrirspurnartímum á Alþingi og krefja hann svara og hvað hann hyggst gera til hreinsa sitt sótsvarta mannorð af þessari spillingu því þetta er bara viðbjóðslegt mál.

Updated: 28. mars 2016 — 10:30