Að sitja og bíða dauðans í boði stjórnvalda á Íslandi

Í skugganum leynist er bíð ég hans er frelsar mig frá þjáningu þessarar stjórnar.

Í skugganum leynist er bíð ég hans er frelsar mig frá þjáningu þessarar stjórnar.

Þá sjaldan það ber við að fólk sendir mér póst og vill segja sögu sína þá reyni ég að birta það eins og það berst mér án þess að draga neitt undan í frásögninni.
Fólki gengur misjafnlega að tjá sig skriflega og stundum þarf ég að laga og breyta en ég reyni að láta innihaldið halda sér sem mest óbreytt svo frásögn viðkomandi sé hans en ekki mín túlkun því ef ég reyni að túlka það sem viðkomandi er að segja þá eru það orðin mín orð en ekki þess sem sendir.
Í þetta sinn varð ég að búa til titilinn en hann kemur þó fyrir í frásögninni sem fer hér á eftir.

 

Sæll Jack.
Ég hef verið að skrifa þetta niður núna um hríð og reyna með því að lýsa tilfiningum mínum í því helvíti sem lif mitt og sennilega margra annara er orðið í þessu landi.  Ég er einn af þeim sem gerði þau afdrifaríku mistök að trúa þeim svikabræðurum Bjarna Ben og Sigmundi Davíð fyrir síðustu kosningar og kaus því Framsóknarflokkinn í þeirri góðu trú að þeir væru að segja mér og öllum landsmönnum að þeir ætluðu að bæta kjör okkar öryrkja í þessu landi ef þeir kæmust til valda.  Aldrei hef ég orðið fyrir öðrum eins svikum í lífinu og af hendi þessara tveggja manna ásamt flokksfélögum þeirra og þeirri viðbjóðslegu, gjammandi hundahjörð sem heilalaus og heimsk geltir með þeim yfir þeim góða árangri sem þeir segjast hafa náð í efnahagsmálum þjóðarinar því ekki hefur neitt af því komið í hlut okkar öryrkja heldur þvert á móti hafa tekjur okkar verið skertar, álögur auknar og skattar hækkaðir með þeim afleiðingum að meiri hluti þessa þjóðfélagshóps er í dag í þeirri stöðu að líf þeirra er aðeins borga reikninga og biða dauðans.

Ég skal í stuttu máli lýsa þessum mánuði sem er að renna sitt skeið á enda og gefa ykkur innsýn í hvernig þessum gífurlegu tekjum sem ég fæ naumtskammtað frá TR er ráðstafað.
Fyrir það fyrsta þá fæ ég 92. þúsund úr lífeyrissjóð en vegna skerðingarákvæða almannatryggingalaga, mannréttinda og stjórnarskrárbrota stjórnvalda þá skerðast þessar tekjur úr lifeyrissjóðinum þannig að Tryggingastofnun greiðir mér í dag aðeins 89. þúsund út en ekki þær 185. þúsund sem ég ætti að fá ef ég fengi bæturnar að fullu þar sem ég er í sambúð.

Konan mín fær aðeins bætur frá TR og því 185. þúsund þar sem hún á engin lífeyrissjóðsréttindi.
Við eigum ekki rétt á neinum aukagreiðslum frá TR og húsaleigubæturnar eru skitnar 22. þúsund krónur á mánuði.  Af þessu borgum við rúmlega 160. þúsund í leigu og síðan á eftir að borga rafmagn, hita, síma og internet ásamt því að borga fyrir þær tryggingar sem við erum með á innbúi og öðru en það eru um 40. þúsund á mánuði.
Konan er að borga niður lán sem lenti í vanskilum fyrir nokkrum árum og þar fýkur 20. þúsund kall í viðbót en svo eru aðrar skuldir sem eru samanlagt að upphæð um 55 til 60. þúsund á mánuði.

Tómstundir okkar eru þeim hætti merktar að stija heima lungan úr mánuðinum og biða eftir næstu mánaðarmótum með hvíðahnút í maganum yfir hvort leigan hafi hækkað, matarverð rokið upp eða eitthvað annað hækkað sem við þurfum á að halda því ekki hækka tekjur okkar nema einu sinni á ári og þá um slíkar nánasarupphæðir að skömm er að því og varla er sú hækkunn um garð gengin en hún er rifin af okkur í formi hækkaðrar leigu, veitugjalda, skatta eða matarverðs.  Og þar sem við getum ekkert gert nema sitja og biða dauðans vegna fátæktar og nýsku stjórnvalda í einu rikasta landi í heimi þá skrifa ég þetta.

Svona er þetta búið að vera árum saman og samt hæla stjórnvöld sér af því nánast á hverjum degi að þeir hafi nú gert svo og svo vel við aldraða og öryrkja þrátt fyrir að niðurstöður og útreikningar sem fjöldi einstaklinga birtir á samfélagsmiðlum og í bloggfærslum sýni hið gagnstæða.

Táknmynd Velferðarráðherra íslands síðustu áratugi.

Táknmynd Velferðarráðherra íslands síðustu áratugi.

Stjórnmálamenn þessa lands, alveg sama hvar í flokki þeir eru lifa í allt öðrum veruleika en við hin.  Þeir hvorki sjá okkur né heyra í okkur, sama hvað við hrópum hátt og hvað sterku kastljósi við beinum í augu þeirra.  Þeir eru blindir og heyrnarlausir með öllu.
Nýja frumvarpið sem Eygló Harðardóttir hótar að setja fram fyrir kosningar má aldrei verða að veruleika því það mun drepa fjöldann allann af fólki þar sem það kemur ekki til með að eiga nein réttindi og þar af leiðandi ekki fá neinar bætur vegna sjúkdóma sinna eða örorku.  Það er dæmi um hvernig stjórnmálamenn á íslandi hafa nákvæmlega ekki minnsta snefil af heiðarleika eða vinna í þágu þess fólks sem kaus það.
Fólks eins og mín og þúsunda annara.
Svik þessarar konu í velferðarráðuneytinu og vinnubrögð hennar er eitthvað sem ætti að senda fyrir mannréttindadómstól Evrópu til að fjalla um því komist þetta frumvarp í gegnum þingið og verði samþykkt, þá er strax hægt að fara að kæra stjórnvöld og þá þingmenn sem það samþykkja fyrir fjöldamorð á einum þjóðfélagshópi á íslandi og ég hreinlega trúi ekki að þingmenn og ráðherrar séu með svo viðbjóðslegt innræti að þeir láti það yfir sig ganga.

Ég ætla ekki að ráðleggja neinum neitt í sambandi við hvað hver á kjósa í komandi kosningum, en ég bendi öllum öryrkjum og öldruðum á þá staðreynd, að kjósi þeir einhvern af gömlu flokkunum, Sjálfstæðis, Framsóknar, VG og Samfylkgingu yfir okkur, eru þeir að svíkja sína og málstað aldraðara og öryrkja til möguleika á betra lífi í framtíðinni.

Það er ömurlegt ástand að sitja inni við tölvuna eða sjónvarpið dögum, vikum og mánuðum saman og bíða dauðans en þetta er það sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum.
Við megum ekki láta glepjast aftur í næstu kosningabaráttu og láta ljúga okkur full af siðblindingjum sem þeim er hafa verið í stjórn síðustu þrjú og hálft ár heldur hlusta á raddir skynsemi og kjósa með þeirri hugsun líka því nóg er búið að hafa landsmenn alla að fíflum á þessu kjörtímabili og fólk ætti að vita það og skilja að það ber ávallt ábyrgð á þeim sem fara með stjórnina í landinu hverju sinni.  Lika ég og ég líð fyrir það á hverjum degi að hafa kosið Framsóknarflokkinn.
Af því ég trúði lygunum í Sigmundi Davíð og hyskinu hans sem ekkert hefur gert nema ljúga, svíkja og stela af almenningi í landinu.

Ég vona að landsmenn hafi til að bera meiri skynsemi í komandi kosningum.

Með kveðju frá öryrkja sem situr heima og bíður dauðans.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa