Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Þegar nauðgari eða barnaníðingur er sakfelldur, þá liggur á bak við þá sakfellingu gríðarlega mikil rannsóknarvinna lögreglu, sálfræðinga, lækna, lögfræðinga og annara sérfræðinga enda hreinlega ótækt að nauðgarinn eða barnaníðingurinn fái að rannsaka sitt eigið sakamál, hvað þá heldur fjölskylda hans eða nánustu vinir.

 

En þegar lögreglumenn brjóta af sér í starfi og það þarf að rannsaka störf þeirra, þá eru það undantekningalaust vinnufélagar þeirra sem brutu af sér sem sjá um rannsóknina.  

Oftar en ekki eru vina eða jafnvel fjölskyldutengsl á milli þeirra sem rannsaka og þeirra sem er verið að rannsaka og gerir það starf rannsóknaraðilana bæði erfitt og flókið en einnig ótrúverðugt í augum almennings.  Það sýna niðurstöður úr þeim málum þar sem lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir brot í starfi enda koma fæst þeirra mála fyrir dóm eða þá að lögreglumenn eru sýknaðir vegna ónægra sannana eða vegna þess að rannsókn skilaði ekki þeim niðurstöðum sem kærandi vonaðist eftir í ljósi atburða.

Í ljósi þess sem er að gerast í þjóðfélaginu dag, þar sem þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson unnu alls 831 tíma á tímabilinu 24. september – 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara, er algerlega kristalskýrt, að það þarf að stofna sérstakt innra eftirlit innan lögreglunar sem hefur það eina verkefni að fylgjast með störfum lögreglunar og þá einstaklinga innan  lögreglunar sem grunur leikur á um að sinna ekki starfi sínu eins þeim ber.
Þegar lögreglumaður er borinn þeim sökum að hafa  misbeitt valdi sínu og/eða beitt óþarfa harðræði við handtöku nú eða bara hver sem ákæran er, þá er það algerlega óásættanlegt að þessir sömu aðilar rannsaki sín eigin mál.  Það er svona álíka gáfulegt og að nauðgarinn eða barnaníðingurinn fái sjálfir að rannsaka sín eigin afbrot.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni