Það er staðreynd að margar útgerðir veðsetja, selja og leigja frá sér eignir sem eru ekki þeirra eignir.
Við skulum taka dæmi.
Dæmi 1:
Ég á hús sem eg skulda ekkert í, sem sé hreina eign.
Einhver maður út í bæ veðsetti húsið mitt, án leyfis frá mér, fór í bankann fékk lán út á húsið mitt.
Síðann liðu nokkur ár þá fékk eg tilkyningu frá bankanum þess efnis, að sá sem veðsetti húsið mitt hefði fengið lánið niðurfelt.
Lánið féll á mig.
Eg má borga fasteignargjöld og allan kosnað af húseignini MINNI, hreinni eign sem eg fæ engan arð af.Dæmi 2.
þjóðin á fiskveiðiauðlindina og umráðaréttinn yfir henni, stendur skýrt í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða.
Útgerðin veðsetur fiskinn í sjónum án leyfis eiganda, sem sé þjóðarinar.
Útgerðin fær lán hjá bönkunum með veði í óveiddum fiski sem þjóðin, ég og þú eigum.
Útgerðin notar þessi lán meira og minna í brask sem tengist ekki sjávarútvegi eða útgerð á nokkurn hátt.
Sá sem er skráður eigandi, þjóðin, má borga fyrir rekstur á fiskistofu, hafransóknarstofnun, sjávarútvegsráðuneytinu, landhelgisgæsluni og taka á sig allar niðurfellingar skulda sem útgerðirnar hafa komið sér í.
Útgerðin fékk 70% niðurfellingu af skuldum eftir efnahagshrunið 2008 sem þjóðin, það er að segja, almenningur í landinu var látin taka á sig.
Þetta eru staðreyndir og þetta má ekki ræða.
SFS kúgar alla sem reyna að ræða málin á málefnalegum nótum og helst að ófrægja og rægja þá sem voga sér að kasta fram staðreyndum um aðrrán úgerðana og kvótagreifana. Hótanir og ógnanir þess efnis að drepa þá fjölmiðla sem fjalla um málin frá öðrum sjónarhornum heldur en þóknast SFS og útgerðarmafíunni, (því þetta er mafía sem er að verða eins og sú Sikileyska þegar hún var upp á sitt versta) með því að hætta að auglýsa hjá þeim og hóta þeim fyrirtækjum sem skipta við aðila innan SFS að þau verði útilokuð af markaðinum aulýsi þeir hjá slíkum fjölmiðlum.
Almenningur verður að taka sig saman og stoppa þetta áður en það verður of seint og þess vegna var Sóknarhópurinn stofnaður. Hópur þar sem fólk ræðir saman um það ægivald sem SFS og úgerðarmafían í landinu hefur komið sér upp með því að hóta, múta, ljúga og stela árum saman í skjóli kvótakerfisins og óheiðarlegra stjórnmálamanna sem vinna með mafíunni á móti fólkinu í landinu.
Þetta eru ekkert annað en landráðafólk sem svona hagar sér og taki almenningur ekki af skarið að stoppa þetta, þá endar þetta með því að innan 10 ára verða börnin okkar og barnabörn þrælar í lénsveldi mafíósa sem stjórna landinu í gegnum útgerðirnar í landinu, hirða allann gróðan sem ætti að vera þjóðarinar og borga lúsarlaun til þeirra sem starfa hjá þeim.
Er það sú framtíð sem við viljum sjá?