Brynjar Níelsson verður sér enn og aftur til skammar með yfirlýsingum sínum þegar hann fullyrðir að á alþingi séu tvö lið og að ríkisstjórnarmeirihlutinn sé lið og þeir ríkisstjórnarmðlimir sem séu ekki sammála liðinu ættu að íhuga að fara í annað lið.
Stöðuuppfærsla Brynjars:
Fjárlagafrumvarpið er mikilvægasta mál hverrar ríkisstjórnar. Nú er það þess eðlis að útilokað er fyrir stjórnarliða að vera sammála um allt. Ekkert er við þaðað athuga að einstakir stjórnarþingmenn og varamenn þeirra viðri áhyggjur sínar og sjónarmið vegna einstakra fjárlagaliða. En að stjórnarliðar berjist gegn meginmarkmiðum frumvarpsins opinberlega og ganga svo langt að stofna til félagsskapar í þeim tilgangi er mjög sérkennilegt. Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir hjá mér og ættu kannski íhuga að fara í annað lið.
Ég ætla að leyfa mér að stela útskýrinu frá Jóni Trausta Reynissyni þar sem hann útskýrir hvers vegna þetta er lýsandi fyrir siðblindingja eins og Brynjar, en hann skrifar hjá sér: „Að úthýsa gagnrýni og þeim sjónarmiðum sem fylgja ekki meginstraumnum er hættulegt einkenni. Þetta er eitt af helstu einkennum hóphugsunar, sem hefur mjög slæm áhrif á gæði ákvarðanatöku. Sem betur fer sést ekki oft að menn reyni að úthýsa fólki sem gegnir lýðræðislegu hlutverki og er bundið af sannfæringu sinni einni. Annars er þetta umræðutaktík sem er lituð af hreinni valdahyggju: Af hverju ferð þú ekki bara ef þú ert ósammála okkur?
En lýðræðið er hvorki fótbolti né hernaður. Vonandi verða þessi viðhorf ekki ofan á í neinum flokki.“
Brynjar þarfnast verulega að þroskast enda er þetta viðhorf hans bæði heimskulegt og barnalegt.