Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Allir fái húsnæðisbætur, en ekki fyrr en eftir fjögur ár.

Posted on 21. maí 2012
Frá kynningarfundi vinnuhópsins

Allir fái húsnæðisbætur, óháð búsetuformi var titill fréttar á Vísir.is og óhætt að segja að maður gladdist við þann lestur.  Eeeeeeen!  Ekki var nú öll sagan sögð þó þarna væru byltingakenndar tillögur lagðar fram, því í framkvæmd getur þetta víst tekið allt að fjögur ár.

Fjögur ár að koma þessum breytingum í gegn og þeir ráðherrar og þingmenn sem koma að þessu verða nokkuð örugglega ekki við stjórn landsins þegar verður farið í þessa vinnu, ef það verður þá yfir höfuð gert, þar sem konsningar verða á næsta ári.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að þingið þurfi helst að samþykkja breytingarnar fyrir áramót þannig að menn verði komist af staði í ferlinu. Guðbjartur segir afar mikilvægt að ná þverpólitískri samstöðu um málið því stórar breytingar af þessu tagi þurfa að lifa af í gegnum kosningar og aðrar sviptingar. „Þetta er engin geðþóttaákvörðun, við erum að tala um framtíðarheimili fólks og búsetuform. Það skiptir því miklu máli að við séum ekki að hræra í því ár eftir ár.“ Guðbjartur segir að þessvegna hafi menn gefið sér góðan tíma í þessa vinnu. „Og þessvegna kynnum við þetta núna áður en við höfum tekið beina afstöðu. Við köstum þessu inn í umræðuna og óskum eftir því að samfélagið taki þátt í þeirri umræðu.“

Þegar svo einhver niðurstaða kemst á í þessu öllu saman er ansi hætt við að margir sem þurfja hjálp á þessum tímapunkti verði búnir að tapa öllu sínu og jafnvel flúnir land líka.
Fólk þarf hjálpina núna.  Ekki eftir fjögur ár.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme