Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Hemmi Gunn bráðkvaddur í dag.

Posted on 4. júní 2013
Hemmi á góðri stund.
Hemmi á góðri stund.

Hermann Gunnarsson, eða Hemmi Gunn eins og íslenska þjóðin hefur kallað þennan dáða son sinn undanfarna áratugi, er látinn. Hermann varð bráðkvaddur í Tælandi í dag þar sem hann var á leið heim til Íslands eftir frí. Hann var 66 ára að aldri.

Hemmi Gunn var fæddur þann 9. desember 1947. Hann er einhver þekktasti Íslendingur síðari tíma, landþekktur fjölmiðlamaður, skemmtikraftur og knattspyrnumaður.

Hermann var einn fremsti knattspyrnumaður Íslands á sjöunda áratugnum. Hann spilaði með Val á blómaskeiði félagsins og var jafnframt landsliðsmaður í knattspyrnu og handknattleik. Hann átti m.a. markametið yfir flest mörk skoruð í landsleik í mörg ár.

Að keppnisferlinum loknum varð Hermann íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann starfaði hjá Sjónvarpinu um langt árabil, gegndi þar margvíslegum hlutverkum og stjórnaði vinsælustu þáttum í íslensku sjónvarpi, Á tali hjá Hemma Gunn.

Hemmi var jafnframt vinsæll skemmtikraftur; söng inn á hljómplötur, skemmti með Sumargleðinni, var sögumaður í vinsælum ævintýrum sem gefin voru út á hljómplötum, var fararstjóri hjá íslenskum ferðaskrifstofum um árabil og þróaði áfram störf sín á fjölmiðlum með þáttagerð á Stöð 2 og Bylgjunni.

Hemmi Gunn kom oft til Tælands hin síðari ár og bjó þar um skeið. Hann deildi þessari færslu með vinum sínum á fésbókinni í gær, sem varð hans hinsta kveðja:

Her skullu a miklar thrumur og eldingar i nott, mikid og skemmtilegt sjonarspil, en svo birtir alltaf til, eins og venjulega i lifinu sjalfu.
Fer fljotlega ad undirbua heimferd og thad verdur ljuft ad komat heim i hreidrid sitt. Gerum thetta ad godum degi.

Ég votta votta fjölskyldu hans og hans nánustu vinum mínar innilegustu samúðaróskir.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme