365 miðlar drógu uppsögn Láru Hönnu Einarsdóttur til baka

365 miðlar.

Í dag klukkan 14:45 gefur að líta tilkynningu frá 365 miðlum þar sem þeir tilkynna að uppsögn á verktakasamningi við Láru Hönnu Einarsdóttur hafi verið dregin til baka og harmar stjórn félagsins þau óvönduðu vinnubrögð sem áttu sér stað við uppsögnina.
Vill félagið einnig benda á að þeim var ókunnugt um veikindi Láru Hönnu.

Framkvæmdastjóri Fjarskipta- og tæknisviðs hefur rætt við Láru Hönnu Einarsdóttur og greint henni frá tilurð málsins og vilja til að leysa málið með farsælum hætti. Uppsögnin hefur tafarlaust verið dregin til baka.

Updated: 20. maí 2013 — 16:44