30 svik við almenning á Íslandi sem standa upp úr hjá ríkisstjórninni

Fjölmenn mótmæli á Austurvelli.

Fjölmenn mótmæli á Austurvelli.

Guðmundur Hörður skrifa blogg í dag þar sem hann tekur saman þrjátíu ástæður sem fólk gæti haft til að mæta á mótmælin, en til þeirra hefur verið boðað klukkan 17 á morgun, mánudaginn 3. nóvember á Asturvelli framan við Alþingishúsið.  Ef þið teljið einhver tilefni til mótmæla vanta á þennan lista þá getið þið bætt þeim við í umræðukerfið hér að neðan.

 1. Hækkun á matarskatti.
 2. Heilbrigðiskerfið holað að innan.
 3. Almenningur greiðir nú um fimmtung allra heilbrigðisútgjalda úr eigin vasa.
 4. Kostnaður krabbameinssjúklinga getur numið hundruð þúsunda króna á ári hverju.
 5. 2% fjölskyldna í landinu eiga nær helming allra skuldlausra eigna.
 6. 10% tekjuhæstu Íslendingarni fá rúmlega 1/3 allra launa á Íslandi og tekjuhæstu 20% fá fær um 56% allra launa.
 7. Bónusar hálaunafólks í bönkum hækka.
 8. Auðlegðarskattur felldur niður.
 9. Íslenskir milljarðar í skattaskjólum.
 10. Stór hópur fólks sér fram á að þurfa greiða af verðtryggðum námslánum alla ævi.
 11. Auðlindagjöld á sjávarútvegsfyrirtæki eru lækkuð verulega þó að þau hafi hagnast um 80 milljarða frá 2009.
 12. Vaxandi barnafátækt.
 13. Húsnæðisverð í engu samræmi við tekjur flestra.
 14. Verðtrygging færir milljarða frá almenningi til fjármálastofnana, verðtryggðar skuldir hækkuðu t.d. um rúma 70 milljarða árið 2013 í 4,2% verðbólgu. Heimilin skulduðu 1.927 milljarða í árslok 2013.
 15. Endurgreiðsla af 15 milljóna kr. húsnæðisláni er u.þ.b. 27 milljónir í Skandinavíu en vegna verðtryggingar er hún rúmar 100 milljónir á Íslandi.
 16. Um 2.500 milljarðar voru afskrifaðir hjá starfandi fyrirtækjum 2009-20013, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækjum, á meðan heimilin fá um 300 milljarða afskrifaða.
 17. Hálendið lagt undir háspennulínu og hraðbraut.
 18. Viðkvæmum og jafnvel skálduðum persónuupplýsingum lekið úr ráðuneytum.
 19. Vopnavæðing lögreglu.
 20. Upplýsingasöfnun lögreglu um mótmælendur og ákærur.
 21. Dregið úr möguleika 25 ára og eldri til að ljúka stúdentsprófi.
 22. Verðsamráð fyrirtækja sem kostar almenning milljarða.
 23. Ónýtt lífeyrissjóðakerfi.
 24. Lækkun vaxtabóta.
 25. Kennitöluflakk.
 26. Stóriðjan kemur hagnaði undan skatti.
 27. Stórnarskráin hefur verið svæfð í nefnd.
 28. Ríkisstjórn sem fékk tæplega helming greiddra atkvæða í kosningum og nýtur nú lítils stuðning samkvæmt könnunum gerir grundvallarbreytingar á samfélaginu.
 29. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur gert alvarlegar athugasemdir við að atkvæði sumra kjósenda vegur aðeins til helmings á við atkvæði annarra.
 30. Kosning- og flokkakerfið endurspeglar ekki vilja kjósenda, en í síðustu kosningum fengu 22.295 kjósendur engan fulltrúa á Alþingi og að auki skiluðu 4.217 auðu.

Viðbrögðin hafa verið ótrúleg, en á tveimur dögum hefur boð á mótmælin borist 50.000 einstaklingum og um 4.000 hafa boðað komu sína.

Ekki eiga allir heimangengt en þeir sem ekki komast geta hér að neðan skrifað stuðningsyfirlýsingu  vegna mótmælana eða það sem betra er, skrifað undir bænaskjal til Forseta íslands að gangast í það að laga kjör almennings í landinu.

Updated: 2. nóvember 2014 — 18:43