Athugið, athugið! Hæstvirtur innan gæsalappa skal lesast upphátt af mikilli fyrirlitningu og með hæðnistón.
Nú er búið að gefa það út af „hæstvitrum“ fjármálaráðherra að hækka skuli virðisaukaskatt á matvöru en lækka VSK á sykri.
Núna er VSK á matvöru 7% en með tillögu „hæstvirts“ fjármálaráðherra skal hækka skattinn í 18%. Þau 18% verða snarlega að einhverju meira þegar verslanir fara að breyta vöruverðum hjá sér í kjölfar breytingana.
ERGO = matarverð mun hækka um 20 til 30% í kjölfarið.
Er það að koma til móts við tekjulága?
Jú kanski með því að hækka persónuafsláttar í 350 þúsund þannig að öryrkjar sleppi hreinlega við að greiða skatta af þeim lúsarlaunum sem þeim er skammtað.
Hinsvegar er nokkuð ljóst, að taki breytingar á VSK komi inn um áramót, þá verður aldrei komið með neinar leiðréttingar til handa þeim tekjulægstu fyrr en seint eða um síðir, ef þá nokkurntíma.
Við skulum minnast Bjarna Ben vegna ýmissa vafninga sem hann var flæktur í fyrir hrun og það er athyglisvert að skoða söguna í ljósi þess hversu mörgum fyrirtækjum honum tókst að koma í gjaldþrot og gera gjörsamlega eignalaus þannig að ekkert fékkst upp í skuldir á sínum tíma fyrir hrun.
Maðurinn hefur ekkert fjármálavit og hagstjórn hans einkennist af því að hygla eignafólki og eigendum sínum, LÍÚ klíkunni meðal annars en almenning fyrirlítur hann og hatar.
Hann hefur aldrei gert upp sína fortíð og aldrei svarað fyrir þær sakir sem á hann hafa verið bornar heldur vælt og grenjað eins og stunginn grís og kallað eðlilegar spurningar ofsóknir á hendur sér.
Siðferði þessa manns er algerlega niðri í gluggalausum kjallara þar sem engin lýsing nær til. Samviska þessa manns er jafn svört og myrkrið í siðferðiskjallaranum hjá honum.
Ég mæli með að fólk hlusti á „hæstvirtan“ fjármálaráðherra í þættinum Sprengisandur frá því 17. ágúst þar sem hann lýsir þessum hugmyndum sínum.
Nái þessi markmið hans fram að ganga er ljóst að fólki í matarleit í ruslagámum mun fjölga gífurlega eftir áramót.
Síðan má fólk deila pistlinum og ræða hvað því finnst um þetta dæmalausa bull í „hæstvirtum“.