Hvað er rangt við það siðferðislega, að dæmdur ritþjófur á hugverkum eins ástsælasta skálds sem ísland hefur alið, skuli sitja sem starfandi prófessor í stjórnmálafræði?
Jú. Þegar þessi sami prófessor er innvinnklaður í einhverja þá verstu sérhagsmunaklíku sem hægt er að finna á þessu litla og fámenna landi sem Ísland er og skrifar slíkan lygaáróður á vefsíðu sína sem opin er almenningi að fólk sem hefur þá greind að geta hugsað sjálfstætt og hefur minni sem nær meira en tvö ár aftur í tímann er gjörsamlega dolfallið yfir því að hægt sé fyrir opinberan einstakling í ábyrgðarfullu embætti að skrifa það sem eingöngu er hægt að túlka sem sögufölsun af verstu sort.
Á skjáskotinu sem fylgir pistlinum má lesa eftirfarandi „staðreynd“ frá Hannesi H. Gissurarsyni:
Ljósmyndin frá Þingvöllum er söguleg, því að hún er sennilega hin síðasta af Davíð Oddssyni forsætisráðherra, áður en hann veiktist alvarlega aðfaranótt miðvikudagsins 21. júlí 2004. Eftir það tóku auðjöfrarnir völdin og tæmdu bankana, svo að þeir voru þess alls vanbúnir að eiga við hina alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Klíkukapítalismi þeirra tók við af markaðskapítalisma okkar. Þetta voru tímamót.
Þegar svona rakalausar lygar eru bornar upp og reynt skrifa stjórnmálasöguna upp á nýtt af varðuhundunum sjálfum, sér og sérhagsmunaklíkunum til fegrunnar í augum komandi kynslóða, er eitthvað mikið að. Sérstaklega þegar um er að ræða sögu stjórnmálaflokks og stjórnmálamanns sem átti mestann þátt í því að hér á landi varð eitthvða það versta efnahagshrun í sögu þjóðarinnar. Stjórnmálamanns sem var búinn að vera við völd í 18 ár og settist síðan í stól Seðlabanka íslands og setti hann nánast á hausinn með aðgerðum sínum.
Það sem er þó blóðugast við svona skrif er sú sorglega staðreynd að það er fólk sem virkilega trúir þessum lygahundum og lítur á allt sem frá þeim kemur sem heilagan sannleika og það er fólkið sem er hættulegast lýðræðinu í landinu, sögu þess og menningu.