Hann laug bæði að þjóð og þingi og ætlar sér að komast upp með það. Honum dettur ekki í hug að sýna snefil af heiðarleika og reynir hvað hann getur að kenna fjölmiðlum eða stjórnarandstöðunni um útúrsnúninga og misskilning á orðum sínum.
En málið er einfalt. Sigmundur Davíð er lygari og hann hefur engan hug á að hverfa af þeirri braut heldur ætlar hann að halda áfram að kenna öðrum um sínar lygar og komast þannig undan ábyrgð. Siðblindingjar kallast svona einstaklingar.
Svona einstaklingar eiga ekkert með að vera í sjórn landsins og það þarf að fjarlægja þá. Ef ekki með góðu þá með illu ef þeir kjósa það frekar.
Jónas Kristjánsson skrifar á síðu sinni, Jónas.is smá pistil þar sem hann tekur dæmi:
Morten Bødskov, dómsmálaráðherra Dana, sagði af sér fyrir að hafa logið að þinginu. Hér dettur Sigmundi Davíð ekki í hug að taka afleiðingunum af að hafa logið skriflega að þinginu. „Gengur betur næst“ hugsar hann bara. Hann lýgur meira á góðum sunnudegi en öll danska stjórnin á heilu kjörtímabili. Í gær sallaði Landsbankinn niður ræðu hans í Hörpu um heimsmetið í upprisu millistéttar. Því miður er hér engin krafa samfélagsins um sannleika. Fólk veður fram í siðleysi. Í sjónvarpinu í gærkvöldi svaraði SDG engri spurningu fréttamanns á annan hátt en með útúrsnúningi og þvaðri um eitthvað annað.
Þetta er enginn hálfsannleikur eða misskilningur hjá Jónasi. Þetta er raunsæ lýsing á lygaranum sem á að kallast forsætisráðherra íslands.
Það má rekja fréttirnar af þessu máli frá því á föstudaginn í fjölmiðlum og minnisblaðið sem talað er um, þetta sem Sigmundur kannast ekkert við er búið að gera opinbert á netinu. Lesa má það í heild sinni hérna.
Út frá þessu minnisblaði talaði síðan formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir í viðtali sem var í morgunútvarpi rásar 2 síðastliðin mánudag. Viðtal sem þúsundir hafa hlustað á og þar kemur skýrt fram það sem stendur í þessu minnisblaði.
Á vef Alþingis má bæði heyra og sjá að í umræðum um breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu segir Sigmundur orðrétt:
Það eina sem hefur gerst hér er að hv. þingmönnum hefur verið bent á að einhverjar getgátur þeirra hafi ekki reynst réttar. Auðvitað hafa menn velt ýmsu fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði við fjárlagavinnuna en þegar hv. þingmenn ætla að fara að æsa sig yfir einhverju sem þeir eru að geta sér til um að verði niðurstaðan og þeim hefur verið bent á að sú sé ekki raunin þá eðlilega leiðréttum við það.
Þarna er hann að tala um minnisblaðið sem áður er minnst á.
Nú verð ég að spyrja. Er það forsvaranlegt eða eðlilegt að maður sem orðinn uppvís að hverri lyginni á fætur annari síðustu dagana sitji í því embætti sem Sigmundur Davíð gegnir?
Hver er þín siðferðilega niðurstaða?
Það er ekkert annað en eðlileg krafa frá fólkinu í landinu að ráðherrar og þingmenn segi satt og rétt frá en reyni ekki á hverjum degi eða jafnvel oft á dag að ljúga sig frá orðum sínum og gerðum heldur taki ábyrgð á þeim og biðjist afsökunnar verði þeim á í messunni.
En sjálfsagt er það til of mikils mælst að ætlast til þess af einstaklingi sem lítur á sjálfan sig sem hinn fullkomna einstakling og ósnertanlegan í embætti.
Þessi þjóð þarf að fara að gera meiri kröfur á þá sem ráðast til verka í stjórn landsins og að þeir hafi sannleikann og heiðarleikann að leiðarljósi en gangi ekk um alþingi og fjölmiðla ljúgandi að þingi og þjóð því það er rakinn skíthælsháttur, siðblinda og ræfildómur.
Slíkir eiga að segja af sér embætti.
Ræðið.