Í morgunútvarpi Rásar tvö í morgunn var talað við Vigdísi Hauksdóttur og Katrínu Júlíusdóttur um þá ákvörðun ríkisstjórnarinar að skera niður vaxta og barnabætur hjá því fólki sem minnstar hefur tekjurnar og verst hefur það í þessu þjóðfélagi um 600 milljónir króna og draga verulega úr útgjöldum til þróunaraðstoðar í því skyni að færa fé til heilbrigðisþjónustunnar. Vigdís benti á að á síðasta kjörtímabili hafi barnabætur hækkað um 24 prósent. Nú séu komnar fram tillögur um að koma til móts við skuldug heimili og finna þurfi aukið fé til heilbrigðismála. Þetta sé leiðin til þess..
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir lækkun vaxta- og barnabóta lið í að „vinda ofan af þeirri vitleysu sem var í gangi á síðasta kjörtímabili.“
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði þessar tillögur hljóma skelfilega.
Ef þetta eru breiðu bökin sem þessi ríkisstjórn ætlar að sækja fjármuni til…þá verð ég bara að segja að þá er ég mjög ánægð með þá yfirlýsingu Vigdísar hér áðan að þetta lýsi ólíkum stefnum fráfarandi ríkisstjórnar og þeirrar sem nú er. Vegna þess að þeir sem eru að fá vaxtabætur og barnabætur, það eru skuldug heimili, það eru fátækustu barnafjölskyldurnar og það eru til dæmis einstæðu mæðurnar sem eru á leigumarkaði sem að þarna á að taka fjármuni frá þegar þessi sama ríkisstjórn gerði það að forgangsverkefni sínu, núna á sumarþingi, að færa fjármuni til útgerðarinnar í landinu.
Ég trúi því ekki fyrr en að ég tek á því að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að kvitta upp á þetta.
Aðspurð hvort ekki sé verið að skera niður hjá þeim sem síst skyldi, til að mynda fátækasta fólki í heimi, svarar Vigdís:
Það voru kosningar í vor og það er mjög óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu fyrri ríkisstjórnar. Þetta eru ólíkar stefnur sem þessir flokkar standa fyrir. Við vitum það að þessir vinstri flokkar vilja gjarnan hafa bótakerfið mjög öflugt og svo framvegis og hafa oft á tíðum lagt mikla áherslu á þróunaraðstoð en að sjálfsögðu þarf að rétta kúrsinn af í þessu,
Við erum raunverulega að vinda ofan af þeirri stefnu sem fyrri ríkisstjórn fór fram með. Þeir holuðu heilbrigðiskerfið að innan, tóku heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni niður, þannig að við verðum að snúa við þeim kúrsi.
Vigdís sagði að fljótlega munu landsmenn allir finna fyrir því að búið sé að skipta um ríkisstjórn. Nú væri verið að greiða 5.400 milljarða króna í þróunaraðstoð með gjaldeyri sem er ekki til. Síðasta ríkisstjórn hafi aukið framlögin um milljarð á sama tíma og Landspítalinn „var að hruni kominn.“
Þá er þetta hluti af því að vinda ofan af þeirri vitleysu sem var í gangi á síðasta kjörtímabili, að setja fjármagn á ranga staði, landsmönnum öllum til óbóta.
Þetta er bara byrjunin sem koma skal hjá nýrri ríkisstjórn. Þetta er stefnan og af þessari stefnu verður ekki vikið. Við erum á hverjum degi að reyna að átta okkur á því hvernig hægt er að auka tekjur ríkissjóðs án þess að hækka skatta.
Við skulum til dæmis átta okkur á eðli vaxtabóta, raunverulega væri mín óskastaða sú að hér væru ekki vaxtabætur, því hver er kominn til með að segja það að skattfé landsmanna, að einstaklingar sem borga hér skatta séu tilbúnir að borga niður vexti bankanna. Þetta hvetur til skuldasöfnunar einstaklinga.
Ef þetta er bara byrjunin hjá þessari ríkisstjór, þá er vissulega ástæða fyrir almenning að óttast því þessi niðurskurður á eftir að koma hart niður á þeim sem síst skyldi.
Láglaunafólk, einstæðir foreldrar og lífeyrisþegar eiga eftir að finna verst fyrir þessum niðurskurði.
Það er óþarfi að skrifa niður allt viðtalið, þetta eru rúmar 22 mínur og það er hægt að hlusta á það hérna í heild sinni enda er það fræðandi að hlusta á röksemdafærslur hennar sem eru svo á skjön við alla heilbrigða skynsemi sem hugsast getur.
Sem dæmi talar hún um það að þessar aðgerðir verði öllum heimilum í landinu og fjölskyldum til hagsbóta og bæti hag þeirra til muna.
Hvernig er hægt að segja við fólk að með því að lækka tekjur þess með því að skera af vaxta og barnabótum að hagur þeirra vænkist? Það þarf verulega illa gefin einstakling til að slá fram svona staðhæfingu en það gerir Vigga hvað eftir annað og er stolt af því.
Það er deginum ljósara að við sitjum uppi með stjónrmálamenn í rikisstjórnarflokkunum sem hafa ekki einu sinni greind á við mýflugu hvað þá heldur meira. Þetta fólk, í sjálfsánægju sinni, hroka og heimsku, heldur sig vita allt, kunna allt og geta allt. Raunin er bara sú eins og áður er sagt að þetta fólk hefur ekki hundsvit á því sem það er að gera og er þjóðinni allri til skaða og háborinar skammar.
Ég hvet ALLA sem þetta lesa að hlusta á viðtalið sem var í morgunútvarpinu og deila því grimmt á samfélagsmiðlum til að landsmenn skilji að við erum að díla við stórhættulega einstaklinga í stjórn landsins sem koma til með að leggja það gjörsamlega í rúst fái þeir að halda áfram á sömu braut.