Þann 12. Janúar boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins til fundar í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins, til að ræða komandi kosningar og stefnumál flokksins. Er fátt annað um þá ræðu að segja, að hún einkennist af veruleikafirringu af verstu sort, áróðri og oftar en ekki hreinni og klárri siðblindu.
Það er vert að fara í gegnum ræðu Bjarna og skoða hvað hann er að segja og túlka það á mannamál því allt sem þar kemur fram er gagnrýni en aldrei er minnst einu orði á með hvaða hætti eigi að leysa þann hnút sem efnahagsmálin eru í.
Það er því svolítið neyðarlegt að lesa yfir þessa ræðu formanns flokksins sem lagði grunninn að stæðsta efnahagshruni einnar þjóðar því strax í upphafi hennar talar hann um að nóg sé komið af því að kenna hruninu um allt sem aflaga hefur farið. Það er sorglegt að sjá siðferðishrun þessa flokks, fomanns hans, þingmanna og síðast en ekki síst fylgjenda Sjálfstæðisflokksins, afneita með öllu þætti sínum í hruninu og þá sérstaklega þeirri staðreynd að grunnurinn að hruninu er flokknum algerlega að kenna vegna ákvarðanatöku hans, lagasetninga, sölu bankana og aflagningu þeirra eftirlitsstofnanna sem ekki þóknuðust formanni flokksins á þeim tíma eða frá árinu 2002.
Bjarni byrjar á því að gráta þau fjögur ár sem flokkurinn hefur staðið utan stjórnarsamstarfs og ræðst harkalega á núverandi stjórnarflokka.
Við fengum ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna og út úr þeim kokteil það versta úr stefnu beggja flokka. Utanríkisstefnu Samfylkingarinnar og atvinnustefnu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með sérstakri áherslu beggja flokka á að jafna kjörin niður á við.
Fyrir fjórum árum þurftum við að horfa upp á nýjan efnahagslegan og pólitískan veruleika. Það var sársaukafullt fyrir samfélagið að laga sig að nýjum aðstæðum og mikill hluti þessa kjörtímabils hefur farið í að ræða um þennan nýja veruleika.
Auðvita finnst honum þetta vondar stefnur, annað væri óeðlilegt því stefna V og S samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ef það væri samræmi í utanríkisstefnunni þá væri ekki um sitt hvorn flokkinn að ræða. Augljóst mál.
Það að jafna kjörin niður á við er hreinræktað bull. Hér varð hrun sem Sjálfstæðisflokkurinn á sök á þó hann hafi aldrei gengist við því og vilji ekki horfast í augu við sannleikann og fortíðina, hvað þá heldur gera hana upp. Hrokinn og siðblindan koma í veg fyrir það.
Fyrir fjórum árum fengum við nýjan efnahgaslegan veruleika vegna stjórnarhátta Sjálfstæðisflokksins. Veruleika sem varð til vegna efnahgsstjórnar flokks sem hafði það að leiðarljósi að selja ríkisbankana til vildarvina sinna sem reyndist ekki sala heldur gjöf því þeir voru aldrei borgaðir. Sjálfstæðisflokkurinn lánaði vinum sínum þá upphæð sem hann seldi vinunum bankana á og vinirnir borguðu aldrei til baka heldur bjuggu til falskt hagkerfi í kringum þessar eignir sínar, greiddu sjálfum sér margföld ofurlaun, arð og vildarsponslur sem þeir komu fyrir á Cyman eyjum og Tortola og ollu þar með hinu íslenska efnahagshruni sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kannast við að eiga neinn þátt í og hvað þá heldur að bera ábyrgð á.
Hvenær er tíminn til að kenna hruninu um allt sem aflaga fer liðinn? Hvenær er tíminn til að axla ábyrgð á eigin stjórnarathöfnum kominn? Ekki enn, ef marka má endurtekin orð fulltrúa stjórnarflokkanna. Eftir 6 ár í ríkisstjórn finnst Samfylkingunni enn of snemmt að kannast við ábyrgð á eigin stjórnarathöfnum. Þar er enn viðkvæðið – En hér varð hrun!
Það er langt í frá komin tími til að kenna hruninu um þegar sá flokkur sem í raun olli því gengst ekki við verkum sínum eða horfist í augu við staðreyndirnar sem ollu því að hér varð efnahagslegt hrun. Sjálfstæðisflokkurinn ber 90% ábyrgð á því hér varð þetta hrun og meðan hann ströglast við að kenna öðrum um með lygum og sjálfsfegrun er honum ekki treystandi. Bjarni sjálfur er langt í frá eins saklaus og hann gefur sig út fyrir að vera og má nefna Vafningsmálið eitt og sér því til stuðnings.
Hann talar líka um að Samfylkingin hafi verið sex ár í stjórn en í tvö af þeim árum var hún undir stjórn Sjálfstæðisflokssins og það var á þeim tíma sem allt saman hrundi. Þá var Geir H. Haarde forsætisráðherra. En Bjarni vill ekki muna það eða tala um það í ræðu sinni þar sem það hentar ekki sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins.
Okkar helsta gagnrýni á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert væri ráð fyrir allt of miklum skattahækkunum en það var ekki að því að spyrja – ríkisstjórnin gekk á endanum miklu lengra í skattahækkunum en nokkurn óraði fyrir.
Ríkisstjórnin hefur einnig algerlega bruðgist grunnatvinnuvegum okkar og skapað viðvarandi pólitíksa óvissu um starfsumhverfið.
Í stað þess að hvetja atvinnulíf og almenning áfram og standa með heimilum og fyrirtækjum voru auknar byrðar lagðar á alla og ég veit að ég þarf ekki að fara nákvæmlega í þau mál. Þetta hafið þið fundið á eigin skinni.
Þegar ríkissjóður er blankur, bankarnir arðrændir og seðlabankinn gjaldþrota vegna óábyrgrar efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokksins verður að sækja fjármuni til þeirra sem eiga þá þó svo litlir séu. Það var gert með skattahækkunum á almenning og fyrirtæki því ekki vildu vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, þessir sem fengu bankana gefins og stálu öllum þeirra fjármunum, endurgreiða þýfið til þjóðarinnar.
Þegar engir fjármunir eru til í ríkissjóði til að halda atvinnulífinu gangandi með því að bjóða út verk á vegum ríkisins, þá lamar það atvinnuvegina.
Oft er talað um að fiskveiðar séu aðalatvinnuvegur íslendinga en í hverra höndum eru fiskveiðarnar og hvernig eru þær tekjur að skila sér í þjóðarbúið? Svarið er einfalt. Kvótagreifarnir sem telja sig eiga kvótana greiða sér ekki laun heldur arð og þar sem skattar af arðgreiðslum eru ekki háar rennur lítið frá þeim í ríkissjóð. Þeir greiða ekki útsvar en sækja þó alla þá þjónustu til sinna sveitarfélaga án þess að leggja neitt til á móti. LÍÚ klíkan er undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins og því má ekki leggja nein gjöld á útgerðarmenn sem ræsa grátkórinn um leið og á slíkt og annað eins er minnst. Þeir eru jafnvel svo forhertir að þeir vilja lækka laun þeirra sem sækja gull í hendur Ægis og nóg klípa þeir nú þegar af þeim. Sjómenn þurfa að taka þátt í olíukostnaði útgerðana, greiða fyrir mat sinn og vinnufatnað og er þá fátt eitt nefnt. Útgerðarmenn í dag eru forhertir glæpamenn og starfsemi þeirra ekkert annað en glæpastarfsemi sem þarf að taka til gagngerrar endurskoðunnar.
Nú þegar fáir dagar lifa eftir af þingstörfunum er ljóst að nokkur helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar eru óafgreidd. Verkstjórnin, sem átti að vera sérstakt einkennismerki þessarar ríkisstjórnar, hefur algerlega brugðist.
Og hverjum skyldi vera um að kenna? Hverjir hafa haldið málum í gíslingu með stanslausu málþófi og innantómu kjaftæði vikum saman til að tefja málin? Jú. Sjálfstæðismenn. En að viðurkenna það? Nei. Aldrei.
Stjórnarskrárbreytingar, þ.á m. auðlindaákvæði er síður en svo einkaáhugamál vinstri flokkana. Það liggur hins vegar fyrir að enginn vilji er til annars hjá sitjandi ríkisstjórn en að keyra fyrirliggjandi heildar tillögur í gegn í heild sinnI óbreyttar.
Við þær aðstæður er það skylda Sjálfstæðisflokksins að standa gegn svo vanhugsaðri og róttækri breytingu á grunnstoðum stjórnskipunar landsins sem er ávísun á óvissu og upplausn í stað þess stöðuleika og skýrleika sem stjórnskipunin eigi að tryggja.
Þetta var lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu og ber því að klára það ferli. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki stoppað það ferli öðruvísi en að verða uppvís að stjórnarskrárbroti. Sem kæmi reyndar ekkert á óvart þó svo yrði.
Sumir halda því fram að fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn verði að hækka skatta á hina lægstlaunuðu og lækka á þá tekjuhæstu. Einhverjir myndu segja að slíkri þverstæðu væri ekki svarandi, en ég ætla samt að gera það hér, því ég get ekki orða bundist þegar slíku er haldið fram. Við ætlum að lækka skatta, ekki hækka þá. Það er annað fólk í því. Og – við ætlum að styrkja atvinnulífið svo að það geti borgað þeim sem nú eru lægst launaðir hærri laun og aukið kaupmáttinn.
Þetta hefur nú heyrst áður frá þessum flokki og miðað við fyrri verk þeirra, þá er lítið mark takandi á svona yfirlýsingum sérstaklega í ljósi þess að ekki eru til fjármunir til þess nema skera verulega niður lífeyrisgreiðslur opinberra embættismanna, þingmanna, ráðherra og dómara og það verður aldrei gert undir stjórn Sjálfstæðismanna. Þeir hygla sínum eins og þeir hafa alltaf gert á kostnað þeirra sem minnst hafa.
Verðtryggingin hefur verið viðvarandi umræðuefni á vettvangi stjórnmálanna undanfarin ár. Skyldi engan undra í ljósi þess hve heimilin eru háð þróun verðbólgunnar vegna almennrar verðtryggingar húsnæðisskulda. Verðbólga sem fylgdi falli krónunnar varð neistinn sem kveikti í umræðunni.
Hmm? Hverjir voru það nú aftur sem komu verðtryggingunni á?
Þarf eitthvað að ræða það?
Við ætlum að leggja áherslu á frelsi og athafnagleði, – byggja á hugviti og sköpunarkrafti – og við ætlum að lofa fólki því að eftir ár geti það litið til baka og sagt að þessu ári hafi verið vel varið.
Nákvæmlega eins og gert var 2002 til 2007?
Það verður þá glæsileg framtíð eða hitt þó heldur.
Nær væri að flokkurinn skoðaði veklag sitt í stjórnartíð sinni frá 2002 fram að hruni og geri þá fortíð upp hreinskilnislega og án þess hroka og yfirlætis sem hefur einkennt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár. Fyrr verður ekki hægt að treysta honum til nokkurra verka og varla heldur einu sinni til setu á alþingi.
Þeir sem vilja og hafa áhuga geta lesið ræðu Bjarna hérna.
Svona í restina ætla ég að láta fylgja hér tvær myndir sem sýna hvernig stjónarhættir voru hér á árunum fyrir hrun.
Smellið á myndirnar til að sjá þær í fullri stærð.