Það má ýmislegt misjafnt segja um Vigdísi Hauksdóttur og það sem hún hefur látið frá sér fara á síðustu árum, þó sér í lagi eftir að flokkur hennar komst í ríkisstjórn og hún var gerð að formanni fjárlaganefndar. Eitt má þó alls ekki taka af henni hversu svo illa sem fólki er nú við hana, að hún er snillingur í að láta svo líta út sem allir séu svo vondir við hana og Framsóknarflokkinn og eins að það sé ósýnilegur her sem stundi grimman hernað gegn henni á netinu.
Hún fór í gegnum það á málþingi sem haldið var á Bifröst í gærkvöld og þar sagði hún meðal annars:
Þetta fólk er eins og Loki jarðálfur. Þegar það eru komin fimmtíu læk á skrifin eða svo þá er eins og það hlakki í því; „Mikið þykir mér gott að gera illt“.
Það er nú samt einhvern veginn þannig að þarna sé aumingja Vigdís að tala um sjálfa sig frekar en að þetta eigi almennt við um þá sem eru á móti henni enda er stundum sagt að aðgerðir og orð þeirra sem sitja í stjórn landsins hitti þá sjálfa fyrir eins og búmerang þegar hegðun þeirra, orð og gerðir eru með slíkum ólíkindum eins og hjá Vigdísi Hauksdóttur og eins hvernig hún talar niður til allra í viðtölum, í ræðum á alþingi og meira að segja í ritum sínum tekst henni að tala niður til allra sem ekki eru henni sammála.
Á málþinginu sagði hún frá því hvernig hópar fólks töluðu niður „góð“ verk ríkisstjórnarinnar ogFramsóknarflokksins til þess að koma á hann höggi:
Allt sem við höfum lofað og talað fyrir hefur staðist eins og stafur á bók.Langar þessu fólki til þess að landinu gangi illa?
Þessar árásir koma til held ég vegna einhvers í málflutningi okkar, ákveðni, eða trú okkar á íslenskt samfélag og á að bjart sé framundan.
Það er hjólað í hvert einasta góða mál sem frá okkur kemur.
Þarna kemur reyndar fyrsta stóra lygin frá henni því allt sem var lofað hefur í raun verið svikið og við skulum bara fylgja fréttinni frá málþinginu sem vísað er í hér að ofan enda tala staðreyndirnar sínu máli hverju öðru sem Vigdís reynir að halda fram í því að það sé það besta í heimi enda hefur, frá því núverandi stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tók við valdataumunum, fjöldi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sagt upp störfum og fólki því fækkað meira en góðu hófi gegnir. Læknum hefur fækkað, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og röntkentæknum svo fátt eitt sé nefnt og það fólk sem er eftir þarf að vinna undir svo miklu álagi að það stefnir sjúklingum i stórhættu.
Svona þar fyrir utan má alveg nefna verkföllin sem hafa orðið bara á þessu ári þar sem ríkisstjórnin hefur þrjóskast við að og í raun harðneitað að greiða mannsæmandi laun fyrir þá menntunn sem þetta fólk á að baki plús það vinnuálag sem það þarf að lifa við vegna manneklu því það er hlaupandi á milli deilda allt að 16 til 18 tíma á dag, dögum saman.
Þegar svo er komið hlýtur eitthvað að bila og sem dæmi er nú dómsmál í gangi gegn hjúkrunarfræðingi á LSH fyrir manndráp af gáleysi.
Hér eru smá stiklur úr frétt Stundarinar af málinu.
Málið er sérstakt fyrir þær sakir að aldrei áður hefur Landspítalinn og starfsmaður stofnunarinnar verið ákærðir fyrir slíkar sakir. Málið kom upp í október árið 2012 en hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um að hafa gert mistök sem leiddu til dauða sjúklingsins.
Í ákæru kemur fram að hjúkrunarfræðingurinn hafði unnið dagvakt á undan kvöldvaktinni. „Þegar ákærða kom á umrædda kvöldvakt og tók við umönnun Y framkvæmdi hún ekki öryggiseftirlit á vaktara (monitor) sem mælir súrefnismettun í blóði, en ákærða veitti því ekki athygli að slökkt var á öryggishljóði vaktarans, sem ella hefði gefið til kynna þegar Y fór að falla í súrefnismettun. Nefnt eftirlit var hluti af starfsskyldum ákærðu samkvæmt verklagsreglum spítalans sem ákærða þekkti vel til,“ segir í ákæru sem má lesa í heild sinni hér.
Í réttarsal sagði hjúkrunarfræðingurinn að ástæða þess að hún veitti því ekki athygli að slökkt væri á öryggishljóði vaktarans hefði verið að eiginkona sjúklingsins sat við hlið hans. Hún vildi ekki trufla samverustund þeirra. „Ég komst ekki að skjánum. Ég taldi mikilvægara að konan gæti verið þarna og talað við hann. Við erum ekki bara hjúkra sjúklingi heldur líka fjölskyldunni,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn.
Málið hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal heilbrigðisstarfsmanna. Fyrrum landlæknir, Geir Gunnlaugsson setti til að mynda spurningarmerki við að farið væri dómstólaleiðina þegar heilbrigðisstarfsmaður gerði mistök. „Ákæran er ákveðin stefnubreyting sem vekur okkur til umhugsunar um hvernig við viljum taka á þessum málum. Ég er ekki viss um að með dómsleiðinni aukist gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar,“ var haft eftir Geir á Vísi í fyrra.
Í samtali við Vísi í fyrra sagði Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, að heilbrigðisstarfsmenn væru uggandi vegna málsins og taldi hann að málið yrði mögulega til þess að heilbrigðisstarfsmenn myndu hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm.
Það má svo sem deila um hver ber ábyrgð í þessu tilfelli en það klárt mál að það er ekki hjúkrunarfræðingurinn sem á að vera fyrir dómi heldur ættu yfirmenn hennar að vera þar til að svara til saka hvers vegna fólki er þrælað út á margföldum vöktum svo dögum og vikum skiptir þegar þeir vita að það getur leitt til alvarlegra mistaka þegar fólk er dauðþreytt, illa sofið og athygli þess þar af leiðandi ekki sem skyldi.
Nei. Íslenska heilbrigðiskerfið er svo sannarlega ekki í lagi og svo langt í frá það besta í heimi þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna enda þarf maður ekki að skoða marga hópa á samfélagsmiðlum þar fólk á öllum aldri kemur saman og lýsir því hvernig geðheilbrigðiskerfið hendir fólki út á götu þó svo það séu 99% líkur á því að viðkomandi fari og taki líf sitt nokkrum mínútum eða klukkutímum seinna.
Það versta er þó þegar fólk sem á að vera undir eftirliti á geðdeild hengir sig fyrir framan nefið á starfsfólkinu.
Það segir að mínu mati allt um gæði kerfisins.
Eitt dæmi enn er vert að nefna í þessu sambandi, en það er sonur sjúklings sem segir þá sögu því þar er enn eitt dæmið um hvernig farið er með fólk í þessu „frábæra“ og “ besta“ helbrigðiskerfi í heimi og ég skora á ykkur að horfa og hlusta á þetta alltl til enda.
Það er náttúrulega að bera í bakkafullann lækinn að taka saman allt vælið úr Vigdísi í svona pistli og allar rangfærslurnar, bullið og þvæluna sem vellur upp úr henni en fólk getur bara lesið það sjálft í fyrsta tenglinum sem ég set hér að ofan og síðan spurt sig hvort það sé almennt séð einhver heil brú í hausnum á þessari konu og því sem hún lætur frá sér á þessu málþingi sem áður er nefnt en það er þó tvennt sem ber sérstaklega að nefna um þessi „góðu“ verk flokks hennar og það er náttúrulega „heimsmetið“ í leiðréttingu til handa heimilana í landinu þar sem lofað var 300 milljörðum sem síðan urðu að endingu aðeins 80 þar sem séreignalífeyrissparnaður fólks var fært úr einum vasanum í annann hjá þeim sem fengu leiðréttinguna.
Það sem var svo aðhlátursefnið varðandi þetta „heimsmet“ var svo að það voru aðeins þeir best settu í þjóðfélaginu sem fengu eitthvað út úr þessu en aðrir fengu ekkert og þeir sem voru búnir að missa allt sitt sitja enn stórskuldugir, eigna og fjölskyldulausir eftir öll lygaloforð þessarar ríkisstjórnar.
Hitt málið er svo velferðarmálin í landinu en þegar þessi ríkisstjórn laug sig til valda lofuðu frambjóðendur hennar og þá sérstaklega Framsóknarflokkurinn að leggja aðaláherslu á að bæta kjör þeirra sem verst höfðu það, aldraðra og öryrkja en efndirnar hafa orðið þær á þessum tveim og hálfu ári sem ríkisstjórnin hefur verið við völd, að hagur þeirra hefur versnað um helming frá hruni.
Ástæðurnar eru margþættar, hækkunn virðisauka á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar eru staðreynd.
Hækkuð komugjöld á heilbrigðisstofnanir.
Húsaleiga og afborganir á lánum hafa hækkað það mikið að margir ráða hreinlega ekki við það lengur.
Ekki hefur verið staðið við að afnema skerðingar á lífeyrisþega og meira að segja hafa bætur þeirra ekki fylgt þeim hækkunum sem skylt er samkvæmt lögum.
Þetta hefur orðið til þess að þrátt fyrir að ríkisstjórnin stæri sig af því að kaupmáttur hafi aukist í landinu þá eru það talnabrellur því allra tekjuhæstu hóparnir sem teknir eru með í þennan talnaleik hífa það mikið upp meðaltalið að það kemur vel út fyrir stjórnvöld.
Ef við tökum bara tekjulægstu hópana í þjóðfélaginu og reiknum út hvernig staðan er þeim megin, þá er útkoman allt önnur og verri því hjá þeim hefur orðið veruleg kaupmáttarrýrnun frá því núverandi stjórn tók við völdum og er talað um allt frá 25 til 40% kaupmáttarrýrnun hjá þeim hópum.
Það verður því að segjast hreint út eins og er að vælið í Vigdísi Hauksdóttur er eitthvað sem mann hreinlega hryllir við að hlusta á og lesa því það er sama hvar ber niður hjá þessu konugreyi, hún er gjörsamlega ófær um að segja satt og hún gerir ekki annað en tala niður til fólks með hroka og frekju þess einstaklings sem hefur vondann málstað að verja frá upphafi til enda og getur aldrei fært rök fyrir máli sínu.
Í stað þess að horfa á staðreyndir mála, þá ræðst hún með offorsi á þá sem tala gegn henni og benda henni á villur í málflutningi hennar og kallar það fólk sem sér í gegnum falsið og lygarnar hjá henni öllum illum nöfnum sem henni kemur til hugar og sakar það um að vera hluti einhvers hers sem settur hefur verið henni til höfuðs.
Konu greyið hefur alveg stofnað til þess sjálf hvernig umræðan um hana er og það er engu um að kenna nema henni sjálfri, hegðun hennar og framkomu að hún fær yfir sig nákvæmlega það sem hún hefur unnið sér inn, hvort sem henni líkar það eða ekki.
Ef einhver ætti að fara í gagnrýna sjálfsskoðun þá er Vigdís Hauksdóttir.