Ungt fólk í dag sér enga framtíð í því að búa á Íslandi lengur. Það óttast framtíðina og það svo sannarlega ekki að ástæðulausu. Landinu stjórna nefnilega siðblindir raðlygarar sem spila inn á einfeldni og heimsku kjósenda sem hafa ekki greind eða vit til að sjá í gegnm lygarnar og blekkingarnar. Langtímaminni er ekki til hjá þessum kjósendum og sést það best í skoðanakönnunum þar sem annar stjórnarflokkanan hækkar sig talsvert í könnunum þrátt fyrir að vera með stefnu sem mylur stöðugt undir þá best settu í þjóðfélaginu á kostnað þeirra sem minnst hafa og útreikningar sanna það á hverjum degi.
Nú er svo komið að unga fólkið vill komast úr landi, en ekki bara unga fólkið. Fólk sem er í vinnu og „á“ eignir er líka að forða sér frá landinu til að eiga möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi annarsstaðar og skyldi engan undra það því hér á landi er haldið uppi slíkri láglaunastefnu að full frískt og vinnandi fólk nær ekki endum saman um mánaðarmót þó það vinni af sér rassgatið og rúmlega það.
Það sem af er ári hafa 16 einstaklingar flutt af landi brott umfram þá sem fluttu til íslands í hverri viku ársins og ef maður skoðar þróunina, þá stefnir í að sá fjöldi sem kemur til með að flytja burt á næsta ári fjór eða fimmfaldist ef miða má við þær umræður sem eru í gangi á spjallþráðum á netinu.
Stefna ríkisstjórnarflokkana er einföld. Setja ísland á hausinn sem allra fyrst og látum öryrkja, aldraða og láglaunastéttirnar bera kostnaðinn af því meðan útgerðargreifar og auðmenn moka fjármunum úr sameiginlegum auðlindum landsins í eigin vasa. Allt skal einkavæða og öll ríkisfyrirtæki skal selja til að flýta fyrir gjaldþrotinu og ef maður skoðar eitt lítið bæjarfélag á Suðurnesjum og 12 ára stjórnun Sjáfstæðismanna þar þá þarf ekkert að fjölyrða meira um hvernig fer fyrir Íslandi.
En er hægt að kenna þeim einum um sem veljast á Alþingi íslendinga?
Nei. Að sjálfsögðu ekki því kjósendur eiga mestu sökina í því hvernig komið er því það eru þeir sem velja fólkið og flokkana inn á þing og siðferði þingmanna og ráðherra endurspeglar því siðferði kjósenda.
Það er alfarið undir okkur sjálfum komið hvernig þing og hvernig ríkisstjórn við höfum í landinu og ber núverandi ríkisstjórn því vitni gáfnafari kjósenda.
Sorglegt en því miður satt.
Ungur maður sem sér enga framtíð í því að búa á Íslandi í framtíðinni skrifaði pistil á Vísir.is sem hann titlar: „Drulluhræddur“ og það ekkert að ástæðulausu því hann horfir á framtíðina líkt og kanína framan í bílljós að næturlagi.
Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið.
Þetta er bara eitt atriði af mörgum sem Gauti Skúlason telur upp í pistli sínum.
Ég hvet fólk til að lesa pistil Gauta og ræða hann sín á milli því þarna fer ungur maður sem spáir í framtíðina og gerir sér fulla grein fyrir því hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi. Hann gerir sér meiri grein fyrir því og hefur meira vit á því heldur margur sá sem á að teljast fullorðinn og lífsreyndur.
Deilið og ræðið.