ÞAÐ SEM HÉR ER SKRIFAÐ AÐ NEÐAN ERU PERSÓNULEGAR HUGLEIÐINGAR MÍNAR OG MÍN SÝN Á TRÚARBRÖGÐIN, KIRKJUNA OG STJÓRNMÁLIN Á ÍSLANDI.
Það er meira en lítið furðulegt að fylgjast með umræðum þessa dagana um kristnina, kirkjuna, stjórnmálin, skólana og svo önnur trúarbrögð í landinu.
Í stjórnarskrá lýðveldisins stendur skýrum stöfum að trúfrelsi ríki á íslandi en um leið að hér skuli vera ríkiskrikja.
„62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Síðan stendur í 63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]1)
Takið eftir þessu feitletraða.
Ég tel hiklaust að þetta eigi við um kristnina, þeas. þjóðkirkjuna líka og þá sem aðhyllast trúna á hana.
Svo er það 64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.]1)
Það sem er feitletrað hér að ofan vil ég sjá virkt því ég sem heiðingi þoli það engan veginn að sjá mína skatta renna í sameiginlegu hítina af innheimtu sóknargjalda og sem síðan rennur svo til þjóðkirkjunar. Í því felst að mínu mati mikið óréttlæti og mismunun milli trúfélaga.
Að lokum er það svo 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
Þessi grein skýrir sig algerlega sjálf og þarf ekkert að fjölyrða um hana.
MISMUNUN MENNTASTOFNANA Á TRÚARBRÖGÐUM.
Nú kemur að því sem helsti ásteitingssteinninn hefur verið í umræðum á netinu og samfélagsmiðlum undanfarið og sýnist sitt hverum um það, þar á meðal mér.
Ég veit að þetta á eftir að kalla fram mörg mismunandi viðbrögð en þegar maður skoðar söguna þá held ég að allir sem hafa þann andlega styrk að geta kúpplað frá og sett í hlutlausan gír og skoðað hlutina án þess að láta trú eða stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á sig, séu mér að einhverju leiti sammála.
Skólar og menntastofnanir eiga ekki að sjá um trúarlegt uppeldi barna eða unglinga.
Það er hlutverk foreldrana að gera það og skólarnir eiga ekki að koma nálægt því verki enda er það ekki þeirra hlutverk.
Hins vegar eiga þeir, (og þetta er algerlega mín skoðun) að fræða börnin jafnt um öll trúarbrögð, kenna þeim að bera þau saman hvert við annað og hvað þau standa fyrir hjá hinum ýmsu trúfélögum og til að allrar sanngirni sé gætt, fá prest frá þjóðkirkjunni til að útskýra kristni, goða eða leiðsögumann frá ásatrúarfélaginu til að útskýra ásatrú og presta frá múhameðstrúarmönnum til að útskýra islam svo þessi þrjú trúarbrögð séu skoðuð.
Auðvita eru mörg fleiri trúarbörgð sem eru í gangi hér á landi og það verður, samkv. stjórnarskránni, að gera þeim öllum jafnt undir höfði og það er verkefni skólana en ekki að innræta þeim trú því það er misbeiting á verkefni skólana sem á ekki að líðast.
STJÓRNMÁLIN, TRÚIN OG HRÆSNIN.
Um leið og farið er að blanda saman trúmálum og stjórnmálum erum við komin á nákvæmlega sama stað og Islam þar sem yfirstjórnin er í höndum æðstuklerka innan islmösku kirkjunar og við sjáum bara hvernig það hefur gengið fyrir sig í þeim löndum sem það er við líði.
Ég hef enga trú á því að íslendingar vilji að kirkjan og klerkarnir verði allsráðandi á þingi íslendinga og þaðan af síður í ríkisstjórn landsins.
Ef við horfum til núverandi stjórnarherra í ríkisstjórn íslands þá sjáum við þar ákveðin hættumerki. Merki um það sem ég kalla trúarlega hræsni og lýsir sér með þeim hætti að þeir þingmenn og ráðherrar sem mest tala um að þeir séu fylgjandi kristni og tala mikið um kristnina og að þeir séu kristnir og fylgjandi biblíunni eru því miður mestu hræsnararnir og auglýsa það með þessum yfirlýsingum sínum því ekki fara þeir einu sinni eftir kenningum biblíunar heldur oftar en ekki í stjórnarathöfnum sínum, þveröfugt þegar þeir leggja fram tillögur að lögum sem eru beinlínis mannfjandsamleg og til þess eins gerð að valda þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu enn meiri erfiðleikum og sálarkvölum.
Það er hræsni þeirra sem álíta sjálfa sig heilaga, snortna af heilögum anda af því einu þeir trúa á kenningar biblíunar, trúarrits sem sett var saman af heiðingjum árið 530 EK í Níkeu.
Ég skal líka játa að þegar þetta fólk fer að básúna um trú sína, þá verður mér oftar en ekki hugsað til mafíunar, La Cosa Nostra, þar sem guðfeðurnir og æstu menn mafíunar víluðu ekki fyrir sér að drepa jafnvel sína nánustu ættingja ef þeir sviku „fjölskylduna“,(fjölskyldan innan La Cosa Nostra er tryggðin við mafíuna en ekki ættingja sína) á einhvern hátt.
Það má segja að á sama tíma og þeir báðust fyrir á hnjánum og krossuðu sig með vinstri hönd slíðruðu þeir hnífinn milli rifjana á „óvinum“ „fjölskyldunar“.
Því miður er ég oftar en ekki farinn að sjá íslenska stjórnmálamenn í þessu hlutverki „guðfeðrana“ miðað við hvernig þeir haga sér á þingi íslendinga og í stjórn landsins.
LOKAORÐ.
Ég ætla að lokum að skilgreina mína trú því í raun er ég hálfgerður trúleysingi þó svo ég sé skráður í ásatrúarfélagið á íslandi.
Ég bið fólk aðeins að hugleiða þetta með sjálfu sér áður en það fer að kommenta á þessi skrif.
Allir eiga sér jafnan tilverurétt og rétt til að tjá hugsanir sínar og skoðanir í öllum málum á sínum forsendum og það á jafnt við þig og mig.
Ég trúi á orku jarðar og allra lifandi vera sem á henni hrærast og ég trúi á að allir fæðist jafnir með kærleiksríkan huga en síðan er það innræting og uppeldi sem ræður því hvernig sú manneskja þroskast andlega í framtíðinni.
Ég trúi staðfastlega á það góða í hverri manneskju þangað til annað kemur í ljós.
Ég trúi því að kærleikurinn sé sterkasta aflið sem knýr okkur áfram í þessari tilveru og með því að rækta rækta hann komumst við lengra í tilverunni heldur en með því að líta á alla í kringum okkur sem óvini okkar.
Trúi því einnig að trúarbrögðin séu versti óvinurinn því ef engin væru trúarbrögðin, væru sennilega ekki öll þessi stríð í heiminum þar sem sífellt er deilt um hvort guð sé guð eða allah.
Í öllum trúarritum, hverra nafna sem þau nefnast er ein setning, mismunandi orðuð en túlkunin er sú sama í þeim öllum.
„Guð er innra með þér“
Rétt þýðing ætti að vera þessi, alla vega er það mín skilgreining því þannig losnar maður úr hlekkjum trúarbragðana.
Kærleikurinn býr innra með þér.