Hver mánaðarmót öryrkjans eru hreint helvíti í boði stjórnvalda á íslandi.
Að stela blákalt af því fólki sem hefur allra lægstu tekjurnar með þeim ólögum sem skerðingarákvæðið í lögum um almannatrygginga er, er eitthvað sem aðeins sálarlausum og illa innrættum stjórnmálamönnum dettur í hug að viðhalda og eins að hækka ekki bætur almannatrygginga í samræmi við lög svo fólk hafi einhverja möguleika á að komast af hvað varðar nauðsynjar.
Öryrkjar geta ekki leyft sér nenina afþreyingu eins og að fara út að borða, á kaffihús eða í bíó nema þá að skera niður einhversstaðar á móti, td. að sleppa því að kaupa mat eða lyf.
Þetta vita allir en engin vill ræða þetta.
Kata Jakobs og Bjarni Ben, sem öllu ráða, vita þetta en kjósa að ljúga blákalt upp í opið geðið á almenningi að öryrkjar hafi mun meiri tekjur en þeir hafa í raun, í þeim annarlega tilgangi að snúa almenningi gegn öryrkjum.
Þetta hefur þeim skötuhjúum tekist ágætlega ásamt mörgum öðrum svo sem eins og mörgu fjölmiðlafólki sem því miður dregur taum hatursummæla á öryrkjum og finnur þeim allt til foráttu.
Þetta hefur leitt til þess að aukinar sjálfsmorðstíðni meðal öryrkja og þá sérstaklega ungra öryrkja sem sjá enga framtíð í því að strögla við það að reyna að koma sér af örorku því þeir mæta gífurlegum fordómum og hatri í samfélaginu.
Enginn vill þá í vinnu og þeir eiga ekki kost á að mennta sig á þeim tekjum sem TR og ríkið skamta þeim.
Síðan eru það skerðingarnar.
Þessi viðbjóðslegi þjófnaður ríkisins á tekjulægsta fólkinu sem þarf að treysta á framfærslu frá ríkinu.
Í mörg ár hafa lífeyrissjóðsgreiðslur mínar og margra annara greitt niður kostnaðinn af ríkinu til öryrkja.
Ég reiknaði að gamni mínu hvað ég hef þurft að borga til baka til ríkisins með mínum lífeyrissjóði frá því árið 2012 til dagsins í dag og þetta eru engar smá upphæðir eða að meðaltali um 98 þúsund krónur á mánuði.
NÍTÍUOGÁTTAÞÚSUNDKRÓNUR í hverjum mánuði í 7 ár.
Það gera heilar 8.232.000,- krónur.
8,2 milljónir rúmar.
Þetta er bara staðreynd sem fólk verður að sætta sig við og þegar þingmenn og ráðherrar með aðstoð illa gefina blaða og fréttamanna tala um að það kosti ríkið 46 milljarða á ári að afnema skerðingarnar þá verð ég ofsalega reiður því þetta er svo mikil lygi og falsfréttamennska sem hugsast getur.
Nær væri að segja að ríkið skuldaði lífeyrisþegum að meðaltali 46 milljarða á ári síðustu 10 árin vegna skerðingana sem það koma á eftir hrunið og að það ætti með réttu að greiða þetta til baka með vöxtum öll 10 árin aftur svo allrar sanngirni væri gætt.
Já og fjandinn hirði helvítið hana Kötu lygaskötu og vesæla svikaran sem sýndi og sannaði sitt rétta eðli strax eftir síðustu kosningar.
Bölvuð tíkin sem sagði að sjallamafían væri óstjórntæk og það yrði að koma henni frá völdum.
Sem sagði að fátækasta fólkið gæti ekki beðið eftir réttlæti.
Sem sagði að nú yrði að vinna fyrir almenning í landinu, loka á nýfrjálshyggjuna og auka virðingu alþingis.
Og hvað gerir þessi vesæla hundstík?
Jú, svíkur þetta allt saman og meira til því hún hefur ekki staðið við neitt af þessu heldur rottað sig saman við sjallamafínu og fært henni öll völd í landinu.
Fátækasta fólkið hefur það verra en nokkru sinni fyrr og almenningur á varla til hnífs eða skeiðar vegna aðgerða þessarar viðbjóðslegu ríkisstjórnar sem útgerðargreifar og auðvaldið stýrir í raun bak við tjöldin.
Kata litla sem lofaði öllu fögru er ekkert annað en flagð undir fögru skinni, skinni sem er ekkert svo fagurt lengur.
Person non grada í augum flestra sem treystu á að hún mundi breyta einhverju.
Sveiattan bara.
Mig vantar þennan andskotans hundraðþúsund kall sem ríkið stelur af mér mánaðarlega og mig er búið að vanta hann lengi.
Fokkjú Kata, skata, flata, lygatík.