Varla nema von að maður spyrji sig þeirrar spurningar þegar Austurvöllur er nánast lokaður almenningi meðan þjófhátíðarhöld stjórnvalda og tryggustu pótintáta þeirra fara fram undir vökulum augum sérsveitarmanna lögreglunar sem búið hafa um sig á þökum bygginga allt í kringum völlinn, tilbúnir að grípa inn í ef það skyldi nú einhver herjans hryðjuverkamaður á gömlu ammerísku tryllitæki ætla að reyn að keyra í gegnum miðbæinn á þessum „hátíðis“degi elítunar.
Almenningur er vel girtur af langt frá „fyrirfólkinu“ sem er þess fullvisst að það sé langt yfir hinn almenna borgara hafið og þarf hvorki að deila plássi né kjörum með „skrílnum“ sem alltaf er kvartandi og vælandi.
Þau eru hið eina vald í landinu, valdið sem stjórnar og ræður með lögum og lofum, geta sagt hvað sem er og svikið það eins og þeim sýnist án afleiðinga og endað svo starfsævina á kjörum sem eru svo langt umfram það sem hinum almenn launþega býðst þegar starfsævinni lýkur og nánasalegur ellilífeyririnn tekur við, lífeyrir sem dugar fæstum til framfærslu þegar upp er staðið og dæmin sanna æ ofan í æ.
Í gær, þann 17. júní hélt svo forsætisráðherra landsins, Katrín Jakobsdóttir sína „hátíðarræðu“ og verður það að segjast eins og er að fátt var þar að finna sem blés fólki í brjóst einhverja bjarta framtíðarsýn og satt best að segja var þetta svo mikil og innantóm froða frá Katrínu að sjaldan hefur annað eins rusl farið á prent, bæði innihaldslaust og fátt satt sem þar stendur fyrir utan þau málefni sem hún forðast að nefna. Má þar sérstaklega nefna framkomu hennar og ríkisstjórnar hennar gagnvart öryrkjum og öldruðum.
Ég ætla að klippa brot úr ræðunni sem sýnir hvað þetta er innilega heimskulegt hjá aumingja konunni.
Víst er það að ef Sigga og Jón fyrri tíma tækju sér ferð með tímavél beint frá árinu 1944 til
ársins 2019 þætti þeim ótrúlega margt breytt.
Jóni og Siggu yrði starsýnt á nútíma hægindin, veitingastaði, leikhús, tónleikahallir,
snjalltæki, sjónvörp og tölvur. Þeim liði eflaust eins og þau væru stödd í vísindaskáldsögu þar
sem ekkert væri samt.
Sigga og Jón sáu þetta tæplega allt fyrir en lýðveldisstofnunin á rætur að rekja til mikillar
samstöðu þjóðarinnar – sömu samstöðu og við þurfum nú til að ná árangri í baráttunni við stórar
áskoranir, á borð við þá hamfarahlýnun sem nú er yfirvofandi.
Ef Sigga og Jón sem alþýðufólk kæmu inn í nútíman með tímavél þá mundi svo sannarlega ekki líða langur tími þar til þau mundu flýja til baka í sinn tíma þar sem lífið var auðveldara að mörgu leyti og einfaldara því 1944 stóð atvinnulífið í blóma á íslandi enda herinn búinn að vera í mörg ár á landinu og stórfellt framkvæmdatímabil var þegar hafið, nóga vinnu að hafa og launin oftar en ekki æfintýralega há hjá þeim sem unnu fyrir herinn en einnig gat fólk leyft sér miklu meira þá en í dag þar sem nauðsynjavörur settu ekki heilu fjölskyldurnar í fangelsi fátæktar og skorts vegna græðgi auðmanna og þjónkunnar siðblindra, illa gefina og óheiðarlegra stjórnmálamanna eins og við horfum upp á í dag.
Það er bara staðreynd sem þýðir ekkert að neitast að horfast í augu við.
Það er ekki heill mannsaldur síðan kona sem stendur mér nærri og er fædd ári eftir
lýðveldisstofnun missti föður sinn í Hveragerði. Móðir hennar sat ein eftir með börnin og gripu
þá bæjarbúar til þess ráðs að safna fyrir ekkjuna þannig að hún yrði ekki á vonarvöl þar sem
hún bjó við þröngan kost. Um leið og þessi saga ber fagurt vitni samstöðu Íslendinga þegar á
reynir minnir hún líka á þær framfarir sem hafa orðið í samfélaginu: almannatryggingar,
heilbrigðisstofnanir, skóla, menningu. Alla þessa innviði höfum við byggt upp og um leið
samfélag sem er meðal þeirra fremstu í heimi þegar kemur að jöfnuði og velsæld.
Og nú þorir Kata ekki að tala um jöfnuðinn sem hún glæpanautur hennar, Bjarni Ben hafa stöðugt verið að hamra á að sé mestur og bestur á íslandinu því hún veit sem er að ef það væri kafað rækilega ofan í fjármál auðfólks á íslandi, þið vitið, 10 prósentin sem eiga hátt í 90% allra eigna og fjármuna í landinu, þá er anskoti hætt við að heilt haughús af skít mundi fljóta upp á yfirborðið enda er ekki allt sýnilegt almenningi þegar kemur að fjármagnstekjum þessa hóps þar sem það telur fram laun sem nær varla hálfum mánaðarlaunum skúringarkonu á mánuði en á sama tíma er það með fjármagnstekjur upp á milljónir á mánuði og arðgreiðslur á hverju ári sem verkamaður næði ekki að vinna sér inn á heilli starfsævi þó hann ynni í 16 tíma á dag, sex daga vikunnar.
Og það er einnig þannig í dag að missi fólk heilsuna, fái krabbamein eða illvíga sjúkdóma þá er enga hjálp að fá frá ríkinu eða sveitarfélögum og þaðan af síður hjá almannatryggingakerfinu því hvað oft hefur maður ekki séð fólk auglýsa styrktarreikninga hjá fólki sem hefur misst maka sinna eða nána ættingja úr sjúkdómum eða sjálfsmorðum?
Krabbamein eru fjármögnuð í gegnum fésbókarsíður því fólk hefur ekki efni á meðferðinni sem getur kostað frá 800 þúsund til þriggja milljóna og lífeyrisþegar fá skitnar 212 til 280 þúsund krónur á mánuði til að lifa af.
Ég held að það segi allt um þann raunveruleika sam almenningur býr við en Kata og slekktið hennar neitar að horfast í augu við.
Ég nenni ekki að fara meira í gegnum þessa froðu frá Katrínu enda er bara óvirðing og dónaskapur af henni gagnvart fólkinu í landinu að snúa rassinum í almenning á þjóðhátíðardag íslendinga og freta þessari ræpu í andlit almennings og þá sérstaklega þess fólks sem býr við lökustu kjörin í einu ríkasta landi veraldar.
Þar sem hátt í 10 þúsund börn líða skort á hverjum degi vegna aðgerðarleysis getulausra aumingja sem sitja á alþingi íslendinga með milli eina og þjrár milljónir í mánaðarlaun en lífeyrisþegum eru skammtaðar nánasarlegar bætur sem duga engan veginn til framfærslu og þyrfti í raun að hækka þær um 100 prósent til að allrar sanngirni yrði gætt og afnema þann lögbundna þjófnað sem ríkið hefur stundað á lífeyrisþegum síðasta áratug með skerðingum. Slík ólög og eignaupptaka er ekkert annað en klárt mannréttindabrot og ber að kæra til þar til gerðra yfirvalda.
Ekki bætir heldur úr hvernig núverandi fjármálaráðherra hefur árum saman haldið uppi gengdarlausum áróðri og lygum á hendur lífeyrisþegum í því skyni að ala á hatri almennings á þessum hópum aldraðra og öryrkja og halda þeim föngnum í fangelsi skorts og fátæktar.
Dæmin eru óteljandi og sum þeirra talin upp hérna.
Það er orðið lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að losna við þetta gjörspillta og siðblinda sérhagsmunapakk af alþingi og fá þar inn fólk sem lítur á sig sem þjóna almennings sem hafa hag þjóðarinnar og almennings að leiðarljósi en ekki fólk sem lítur á sig sem yfirmenn þjóðarinar, stjórnendur sem geta bara farið sínu fram hvað sem tautar og raular án afleiðnga.
Munum þar við næstu kosningar.
Já gleðilegan þjófhátíðardag í gær mín kæru.