Hvað ungur nemur, gamall temur, segir í gömlum málshætti og er þar átt við að þeir eldri kenni þeim yngri.
Nú er það því miður svo, að íslendingar virðast flestir hugsa sem svo, að lög og reglur eigi ekki við um það og er nærtækt dæmi um bílstjóra sem lögregla þurfti að hafa afskipti af þar sem hann ók bíl sínum öfugu megin inn einstefnugötu og lagði svo uppi á gangstétt meðan hann öryggisbeltislaus blaðraði í farsíma án handfrjáls búnaðar. Þegar lögreglan fór að hafa afskipti af honum brást hann hinn versti við og sagði lögreglunni að hún hefi ekki hundsvit á umferðarlögum eða umferðarreglum og þá sér í lagi þeim sem hann var nýbúinn að þverbrjóta.
Í hverri einustu viku eru síðan ökumenn stoppaðir undir áhrifum vímuefna eða áfengis og oftar en ekki fólk sem er búið að missa ökuréttindin eða hefur aldrei fengið þau.
En hvers vegna gerir fólk þetta?
Getur það verið vegna þess að æstu ráðamenn þjóðarinar brjóta lög og reglur sem þeim er þó skilt af fara eftir og komast upp með það?
Það skyldi þó aldrei vera að það væri raunin.
Nýjasta útspil Ögmundar Jónassonar var að brjóta jafnréttislög og er það í þriðja sinn sem ráðherra er uppvís að því að brjóta þau lög. Fleiri ráðherrar hafa brotið lög án þess að þurfa að gjalda fyrir það með embættissviftingu og þess vegna er svo komið, að almenningur telur ekki eftir sér að brjóta lögin þar sem honum finnst hann vera undir sömu sök seldur og eiga ekki að þurfa að taka afleiðingum þess.
Það er náttúrulega bara sanngjarnt að við, almenningur í landinu fáum líka að brjóta þau lög og þær reglur sem okkur sýnist meðan ráðherrar setja það fordæmi.
Ekki satt?