Sjaldan eða aldrei hefur þjóðin setið uppi með verri ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, það er að segja þeirra sem teljast til fjórflokkana, frá því þinghald hófst hér á landi. Núverandi ríkisstjórn hefur hvað eftir annað svikið allt það sem hún lofaði að gera í aðdraganda kosningana 2009 og stjórnarandstaðan með Sjálfstæðisflokk í broddi fylkingar hefur tafið öll þau mál sem stefnt var að því að ljúka fyrir þinglok núna í vor með endalausu málþófi og tekið hvert málið á fætur öðru í gíslingu, tafið það og þvælt fram og til baka tímunum saman og neitað hreinlega að semja um neitt sem máli skiptir. Verst er þó þegar Forseti Alþingis brýtur lög og reglur alþingis með því að bjóða til formannafundar til að reyna að leysa málin en býður aðeins formönnum fjórflokkana á fundinn en ekki öllum eins og segir til í lögum.
Á þessum
fundum þar sem Forseti og formenn fjórflokkana sitja í reykfylltu bakherbergi og makka án vitundar annara flokksformanna um hvernig hægt sé að ljúka störfum þingsins sést best á status sem Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar setti inn um kl. 20.00 í kvöld. Þar segir orðrétt:
Loksins fékk ég boð á formannafund og þar fékk ég eftirfarandi staðfest sem samninga á milli formanna fjórflokksins: Þau eru búin að semja um 40% þröskuld á breytingar á stjórnarskrá, ef mál er umdeilt þurfa um 90% allra á kjörskrá að mæta á kjörfund til að fá ákvæði samþykkt. Ekkert auðlindarákvæði, Bakki verður keyrður í gegn og náttúruverndarlögin verða ekki lögfest fyrr en eftir í fyrsta lagi eftir ár.
HFF
Þegar þetta er skoðað í samhengi er kristaltært að stjórnarflokkarnir eru að svíkja kjósendur sína á lokametrum núverandi þings og þessi ákvæði sem þarna eru sett inn með 90% regluna eru til þess eins gerð að koma í veg fyrir að þjóðin geti kosið um nokkurn skapaðan hlut, því eins og allir vita mæta aldrei 90% þjóðarinnar á kjörstað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því náð sínum markmiðum hvað þetta varðar sem og með að hætta við auðlindaskattinn á útgerðarmenn.
Síðan koma þes
sir svíðingar brosandi fram á sjónarsviðið á næstu vikum slefandi eftir atkvæði almennings meðan drýpur af þeim lygin og svikaþvælan aftur á bak og áfram og einfeldningarnir sem fylgja þeim að málum halda hvorki hlandi né skít en voga sér að dreifa drullunni og lygunum yfir hugsandi og alvarlega þenkjandi fólk. Fólk sem þekkir lygarnar, svikin og hræsnina í þessu fólki sem fjórflokkurinn samanstendur af.
Mín tillaga til VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkinn er sú að þeir sameinist í eitt stórt framboð sem bæri nafnið Svikarar við þjóðina. Það á vel við enda er það
hvort sem er á stefnuskrá þerra allra eins og málin standa í dag.
Almenningur ætti að fara að athuga sinn gang og skoða nýju framboðin og sjá hvað þau hafa til málana að leggja því það er eins öruggt og að sólin kemur upp í austri og sest í vestri, að komist Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, VG eða Samfylkingin til valda eftir kosningar þá byrjar bara sami farsinn aftur og við erum búin að horfa upp á síðustu mánuði og ár.
Því spyr ég, ER ÞAÐ STJÓRNARFAR SEM VIÐ VILJUM HORFA UPP Á?