Þegar maður skoðar greiðsluseðilinn frá TR og hvernig hann er sundurliðaður þá pirrar maður sig venjulega á því að ekki kemur fram að maður fái „tekjur“ úr lífeyrissjóði og að þær skerði örorkubæturnar.
Persónulega finnst mér að sú stofnun sem ólöglega stelur af manni lífeyrissparnaðinum ætti að vera skylt að setja inn lið undir greiðslutegundir þar sem fram kæmi sú upphæð sem sem maður fengi frá lífeyrissjóðinum og undir liðnum frádráttur kæmi fram sú upphæð sem ríkið stelur af manni með þesum ólöglegu skerðingum.
Það væri þá hægt að sjá það svart á hvítu í stað þess að fela það eins og núna er gert.