Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Sumar samsæriskenningar eru betri en aðrar

Posted on 25. mars 2021

Það kemur manni alltaf jafn mikið á óvart þegar styttist í kosningar að upp spretta framboð og flokkar, stofnaðir af einstaklingum sem telja sig eiga fullt erindi inn á Alþingi því þeirra stefna er öðruvísi en allra annara.

En hvaðan koma þessi framboð?
Er alveg víst að þetta sé fólk sem á að vera svona metnaðargjarnt og hefur svo mikið til málana að leggja eða langar bara að ota sínum tota sé að gera það á eigin vegum eða hvað?

Stundum hvarflar það að mér að þetta sé í raun samsæri sem sé runnið undan rifjum skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, að þessi smáframboð séu plönuð í reykfylltum bakherbergjum Valhallar til að naga fylgi af andstæðingum þeirra?

Að stefnur þessara smáframboða séu hafðar í meginatriðum eins lítið frábrugðnar stefnu td. Pírata, Flokks Fólksins, Framsóknarflokksins, VG, Miðflokksins eða Samfylkingarinar til að draga fólk frá þeim þannig að atkvæði þeirra liggja steindauð því þessi smáframboð komast hvort sem er ekki inn á þing eftir kosningar með innan við 5% fylgi.

Fimm svona smáflokkar með 4,5% atkvæði á bak við sig sem komið er frá hinum framboðunum eru í raun um 20% af dauðum atkvæðum sem koma í kjörkassana.

Eftir stendur þá að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru veikari eftir kosningar og með færri þingmenn en heppilegt gæti talist td. til að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins sem væri þá sterkari og valdameiri með sitt kjörfylgi þrátt fyrir allt.

Þetta er ekkert verri samsæriskenning en hver önnur á markaðinum í dag.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Kaffikaupastyrkur

Buy Me a Coffee

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Jetpack plugin with Stats module needs to be enabled.
  • Lokun
  • Líkur á að langt eldsumbrotatímabil sé komið af stað á Reykjanesi
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
Ajax spinner

Færslusafn

Flokkar

©2025 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme