Það kemur manni alltaf jafn mikið á óvart þegar styttist í kosningar að upp spretta framboð og flokkar, stofnaðir af einstaklingum sem telja sig eiga fullt erindi inn á Alþingi því þeirra stefna er öðruvísi en allra annara.
En hvaðan koma þessi framboð?
Er alveg víst að þetta sé fólk sem á að vera svona metnaðargjarnt og hefur svo mikið til málana að leggja eða langar bara að ota sínum tota sé að gera það á eigin vegum eða hvað?
Stundum hvarflar það að mér að þetta sé í raun samsæri sem sé runnið undan rifjum skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, að þessi smáframboð séu plönuð í reykfylltum bakherbergjum Valhallar til að naga fylgi af andstæðingum þeirra?
Að stefnur þessara smáframboða séu hafðar í meginatriðum eins lítið frábrugðnar stefnu td. Pírata, Flokks Fólksins, Framsóknarflokksins, VG, Miðflokksins eða Samfylkingarinar til að draga fólk frá þeim þannig að atkvæði þeirra liggja steindauð því þessi smáframboð komast hvort sem er ekki inn á þing eftir kosningar með innan við 5% fylgi.
Fimm svona smáflokkar með 4,5% atkvæði á bak við sig sem komið er frá hinum framboðunum eru í raun um 20% af dauðum atkvæðum sem koma í kjörkassana.
Eftir stendur þá að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru veikari eftir kosningar og með færri þingmenn en heppilegt gæti talist td. til að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins sem væri þá sterkari og valdameiri með sitt kjörfylgi þrátt fyrir allt.
Þetta er ekkert verri samsæriskenning en hver önnur á markaðinum í dag.