Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánuði, sex mánuði skilorðsbundið. Farið var fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum, og fimm ára fangelsi yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs. Guðmundur fékk sama dóm og Lárus segir í frétt á MBL í dag. En þar er ekki öll sagan sögð, því út af fyrir sig að vera mjög vægur dómur miðað við alvarleika málsins, þá er skattborgurum þessa lands, það er að segja mér og þér, gert að greiða helming málskostnaðar þessara hvítflibbaglæpamanna. Í tilfelli Lárusar greiðir ríkissjóður fimm milljónir af tíu og í tilfelli Guðmundar greiðir ríkissjóður fjórar milljónir af átta.
Á sama tíma situr maður í fangelsi fyrir smáþjófnað.
Jónas var í fyrra dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang stolið sér til matar í verslunum 10-11 og Hagkaupa á einni helgi í febrúar. Þá fékk hann þriggja mánaða dóm fyrir að hafa stolið vodkaflösku af veitingastaðnum Brons í júlí.
„Ég verð fimmtugur þann 11. nóvember sem fangi og held jól í fangelsi fyrir súpu upp á 250 krónur sem ég borgaði daginn eftir. Ég hélt að ég ætti nóg fyrir henni,“ segir Jónas Bjarki Gunnarsson.
Sjá nánar hérna