Guðlaugur Þór Þórðarson Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fv. heilbrigðisráðherra skrifar pistil á Pressunni þar sem hann vandar síðustu ríkisstjórn ekki kveðjurnar. Með heilu timburfjöllinn í báðum glyrnum bendir hann á flísina í auga fyrri stjórnar og fer hamförum í skítkasti, áróðri og hreinum og klárum lygum þegar hann skrifar:
Viðskilnaður Samfylkingarinnar og VG í ríkisfjármálum var vægast sagt hörmulegur. Halli sem sagður var 3,7 milljarðar er um 30 milljarðar þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða af nýrri ríkisstjórn. Um 40% af fjárlagaliðum fara fram úr áætlun sem þýðir fullkomið agaleysi. Upphafleg áætlun við AGS er langt frá raunútkomu.
Hið sanna og rétta er að samkvæmt Ríkisendurskoðun þá var hallinn við stjórnarskiptin 16,7 milljarðar.
Síðan þá hefur hægri ríkistjórnin gefið frá sér tekjur í formi t.d. lækkun veiðigjalda, endanlegrar aflagningu auðlegðarskattsins, lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og afþökkun IPA-styrkja sem samanlagt við hallann frá vinstri stjórninni gæti náð um 30 miljörðum.
Guðlaugur segir einnig:
Það versta er að þessir flokkar hafa ekkert lært.
Ég missti hökuna niður á gólf og þar er hún enn og verður örugglega um sinn.
Eigum við eitthvað að ræða um lærdóm sjálfstæðismanna í aðdraganda hrunsins og eftir það?
Hvað hafa þingmenn þess flokks lært af stefnu sjálfstæðisflokksins frá 1992 fram til dagsins í dag?
Þeirri spurningu er auðsvarað. Ekkert. Nákvæmlega ekki neitt því þeir hafa afneitað öllu sem varðar stjónarfar þeirra, stefnu og áherslumál á valdatíma þeirra fram að hruni og halda enn í sömu hugsjónir og þeir gerðu þá.
Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Þórði, föður Guðlaugs en ég get bara ekki ímyndað mér hvað klikkaði svona í uppeldinu á þessum dreng því siðblindan hefur gjörsamlega tekið yfir hjá honum og það er ekki hægt lengur að finna heiðarleika eða sannleika í neinu sem hann segir eða gerir og ég vorkenni foreldrum hans frá mínum dýpstu hjartarótum að horfa upp á hann hafa orðið að þessu siðblinda skrímsli sem hann er í dag.