Það er staðreynd að bannað er að tala um eða segja sannar sögur af fátækt á íslandi því samkvæmt því sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög segja er hún ekki til. Fólk hefur þak yfir höfuðið og getur borgað sína reikninga og er það ekki anskotans nóg? Skítt með það þó fólk eigi ekki fyrir mat þegar búið að er borga það sem þarf að borga, húsaleigu, rafmagn, hita og áskriftir. Matur fyrir fólk er munaður og tómstundir er lúxus sem eldri borgarar, öryrkjar, atvinnulausir og ómenntaður almúginn hefur ekkert við að gera og meðan fólk getur greitt sína leigu á það bara að halda kjafti og þakka fyrir þá ölmusus sem það fær frá ríki og sveitarfelögum og ekki minnast einu orði á þau svik sem þessir þjóðfélagshópar hafa orðið fyrir af hendi stjórnvalda árum og áratugum saman og oftast núna eftir hrunið 2008 þegar bætur til aldraðra og öryrkja voru skertar um 100% með krónu á móti krónu lögunum. Þetta gerði það að verkum að fjöldi alraðra og öryrkja missti þær einu tekjur sem það hafði, meira að segja grunnlífeyrinn sem þó hafði verið heilagur og ósnertanlegur af stjórnvölum þangað til þetta kom til.
Svo rammt kvað að, að sumir þurftu jafnvel að endurgreiða Trygginastofnun ríkisisins fleiri hundruð þúsund til baka vegna ofangreindra lagasetninga og skerðinga. Fólk sem jafnvel fékk aðeins 8 til 12 þúsund á mánuði í lífeyri og átti að lifa af því út mánuðinn.
Það segir sig sjálft að það gengur ekki upp. Fólk borgar ekki húsaleigu eða reikninga og mat út mánuðinn af þessari upphæð og oft var þetta það eina sem fólk fékk vegna 2009 lagasetningana sem þáverandi félagsmálaráðherra og núverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason setti og áttu að gilda í 3 ár og eftirmaður hans, Guðbjartur Hannesson, með stuðningi Jóhönnu Sigurðardóttur hefur síðan ítrekað svikið.
Hér koma dæmi um afleiðingar og áhrif laga frá 1. Júlí 2009 :
1. Fyrst ber ég saman tvo einstaklinga. Annar þeirra hefur engar tekjur sér til framfærslu nema frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær nema 203.005 kr. á mánuði. Af þeim greiðir hann 29.270 kr. í skatta og á þá eftir sér til framfærslu 173.735 kr. á mánuði.
Hinn einstaklingurinn fær 50 þús. kr. greiðslur á mánuði frá lífeyrissjóðum, sem veldur því að greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins lækka um nákvæmlega sömu fjárhæð eða úr 203.005 kr. í 150.003 kr.
Ríkið tekur allan lífeyrissjóðinn til sín og einstaklingurinn situr eftir fastur í fátæktargildrunni.
2. Hér reikna ég með því að einstaklingurinn hafi 80 þús. kr. í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Við það lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins úr 203.005 kr. í 125.900 kr. Þannig nær ríkið 78.186. kr. af þessum 80 þús. kr. en einstaklingurinn fær 1.814 kr í sinn hlut.
3. Í þriðja dæminu tek ég tvo einstaklingar, sem engar greiðslur fá úr lífeyrissjóðum. Annar þeirra hefur 50 þús. kr. í atvinnutekjur á mánuði. Hann ber úr býtum 178.654 kr. eftir skatt í staðinn fyrir 173.735 kr. Af þessum 50 þús. kr. fær hann með öðrum orðum 4.919 kr. en ríkið tekur til sín 45.081 kr. eða ríflega 90%.4. Í þessu dæmi fékk ég sjálf að kenna illilega á því, að hafa 80 þús. kr. í atvinnutekjur á mánuði og fá í minn hlut 12.765 kr. en ríkið tók til sín 67.235 kr. Ríkið tók líka lífeyrissjóðinn.
Árni Páll nenni ekki að husta á afsakannir þið einfaldlega getið ekki ráðist á eldri borgurum með þessum hætti. Auðvita varðar þetta fjárhag eldri borgara en gleymdu því ekki að þessi ólög varaða líka heilbrigðismál.Höfundur er Guðrún Norberg og er þetta fengið úr umsagnakerfi á þessu bloggi.
Neysluviðmið Velferðarráðuneytisins:
Í febrúar 2011 lagði velferðarráðherra fram skýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi. Skýrslan var lögð fram til almennrar kynningar og umræðu og birt á vef ráðuneytisins ásamt reiknivél þar sem einstaklingar gátu mátað sig að neysluviðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður. Á vefnum var einnig unnt að senda ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar varðandi viðmiðin. Í ljós kom að þær ábendingar sem ráðuneytinu bárust lutu að lang mestu leyti að kostnaði vegna húsnæðis. Engin hinna norðurlandaþjóðanna hefur útbúið viðmið vegna húsnæðiskostnaðar og hefur sú ákvörðun verið tekin að húsnæðiskostnaður verði felldur út úr íslensku neysluviðmiðunum. Neysluviðmiðsflokkar verða því 12 í stað 15 áður, þar sem þrír flokkar fjölluðu um kostnað vegna húsnæðis.
Ef við förum nú í reiknivélina og skoðum hvaða viðmið eru gefin fyrir tvo fullorðna sem búa úti á landi þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós:
Reiknivél fyrir neysluviðmið
Dæmigert viðmið fyrir heimili
Forsendur Fjöldi fullorðinna: 2 Búsetustaður: Annað þéttbýli Fjöldi barna: 0
Útgjaldaflokkar Viðmiðunarútgjöld Neysluvörur Samtals: 116.369 (34,8%) Matur, drykkjarvörur og aðrar dagvörur til heimilishalds 78.230 Föt og skór 20.266 Heimilisbúnaður 11.842 Raftæki og viðhald raftækja 6.031
Þjónusta Samtals: 55.595 (16,6%) Lyf, lækningavörur og heilsugæsluþjónusta 13.306 Sími og fjarskipti 16.945 Menntun og dagvistun 2.944 Veitingar 12.677 Önnur þjónusta fyrir heimili 9.723
Tómstundir Samtals: 60.344 (18,0%) Tómstundir og afþreying 60.344
Útgjöld án samgangna og húsnæðiskostnaðar Samtals: 232.308 (69,5%)
Samgöngur Samtals: 102.059 (30,5%) Ökutæki og almenningssamgöngur 85.280 Annar ferðakostnaður 16.779
Heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar Samtals: 334.367 (100,0%) Athugið að ofangreind niðurstaða er aðeins til viðmiðunar. Ef þú telur að þín útgjöld/útgjöld heimilisins séu að einhverju leyti frábrugðin getur þú fært inn eigin áætlun.
Þarna er eins og áður hefur komið fram, ekki miðað við húsnæðiskostnað og því má hiklaust bæta við þessa upphæð 80 til 110 þúsund krónum vegna húsaleigu.
þessi upphæð sem þarna stendur í heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar er sú heildarupphæð sem par án barns fær útborgað séu þau bæði öryrkjar og þá á eftir að greiða húsaleigu.
Þessi grunnviðmið í reiknivélinni hjá þeim eru svo algerlega á skjön við allann veruleika að skömm er að. Föt og skór sem dæmi 20.000,- kr. Bara einir góðir skór kosta þessa upphæð.
Tómstundir og afþreying = 60.000,- kr. er eitthvað sem fæstir þeir sem þurfa að lifa á bótum almannatrygginga vita hvað er því þessar 60 þúsund krónur fara í allt annað en tómstundir, til dæmis það að lifa af, borga af lánum eða skuldum ef slíku er til að dreifa og staðreyndin er sú, að fæstir lífeyrisþegar hafa þessar tekjur sem miðað er við þarna á síðu veleferðarráðuneytisins.
Sannleikurinn er svona:
Við erum par og bæði öryrkjar, sem búum í bæjarfélagi úti á landi og leigjum 3. herb íbúð af leigufélagi. Leigan er 110 þúsund á mánuði um þessar mundir en hækkar mánaðarlega í samræmi við vísitölu neysluverðs. Við höfum ekki verið að steypa okkur í skuldir en hann er með lán á bakinu sem komið er í vanskil þar sem hann hefur ekki geta greitt af því síðan um áramót en þá fékk hann láninu skuldbreytt.
Ég er sjálf öryrki vegna taugasjúkdóms sem ég er fædd með og hægt er að halda niðri með lyfjum og / eða réttri meðferð og einu launin sem ég fæ eru frá TR og nema þau 162 þúsund kronum á mánuði. Hann er skráður leigutaki á íbúðinni og fær í heildina með þeim húsaleigubótum sem sveitarfélagið greiðir um 180 þúsund á mánuði sem gera þá samanlagt um 342 þúsund hjá okkur báðum.
Af því fer frá honum 110 þúsund í húsaleigu um 12 þúsund í tryggingar, 7 þúsund í áskriftir og þar sem hann fær frá lífeyrissjóði síðasta virkann dag mánaðarinns verslar hann í matinn og aðrar nauðsynjar fyrir allt að 20 til 25 þúsund á einu bretti.Ég er í dýru námi sem kostar mig milli 20 og 30 þúsund á mánuði og því eru raunútgjöldin hjá okkur þrátt fyrir allann niðurskurð um 400 til 420 þúsund á mánuði. Þegar ég tala um niðurskurð þá á ég við að við förum ekki út að borða. Við förum ekki í bíó og við förum aldrei út að skemmta okkur, á kaffihús eða verslum okkur föt nema í algerri neyð. Sem dæmi um það hefur maðurinn minn ekki keypt sér nærföt eða sokka í tæp 2 ár. Einar buxur, 2 skyrtur og skó af illri nauðsin er allt sem hann hefur leyft sér og það tilneyddur.
Hvernig er svo ástandið á heimili þar sem svona er ástatt og fólk á ekki krónu eftir fyrir mat eða nauðsinjum þegar vika er búin af mánuðinum?
Jú ég skal útskýra það fyrir ykkur.Maður vaknar á morgnanna og fyrsta hugsunin er hvernig hægt sé að redda pening fyrir mat þann daginn. Þessi hugsun er eins og rauður þráður, nei. Eins og rauður kaðall af þykkustu gerð í gegnum allann daginn nema það takist að útvega peninga fyrir mat þann daginn.
Þegar síðan komið er í rúmið um kvöldið er síðasta hugsunin áður en maður sofnar hvort og hvernig hægt sé að redda pening á morgunn fyrir mat.
Þetta er hringrás sem veldur gífurlegu álagi, þunglyndi og skapsveiflum hjá fólki.Skömmin og minnimáttarkenndin grefur um sig með tímanum og fólk fer að þjást af félagsfælni sem síðan brýst út í offsakvíða þurfi fólk að fara út úr húsi. Félagsfælnin lýsir sér því að fólk byrjar á því að afþakka heimboð til fjölskyldu og vina, hættir að þiggja boð um að mæta á viðburði hjá vinahópnum bæði vegna þess að það á ekki fyrir því að komast á staðinn og þó það komist er ekki hægt að veita sér neitt, hvorki kaffi, gos eða áfengi sé því til að dreifa.
Þarna slitna félagslegu tengslin mjög mikið því eftir að hafa neitað nokkrum sinnum að mæta á viðburði eða í fjölskylduboð þá hættir fólk að bjóða manni af því það er búið að sjá að maður kemur hvort sem er ekki og þá er óþarfi að bjóða viðkomandi.Upp úr þessu byrjar fólk að forðast vini og kunningja sem eiga leið um og langar að kíkja í kaffi eða hittast einhversstaðar vegna þess að það getur ekki veitt þessum vinum eða kunningjum gjörning heima við. Kaffi er kanski ekki til og þaðan af síður eitthvað til að maula með kaffinu. Gosdrykkir eru ekki einu sinni á dagskrá því efnin leyfa ekki lúxusvörur á innkaupaseðlinum. Þar er aðeins ódýrasta matvaran og tilboðsvörur, helst á síðasta söludag sem fer beint í frystinn.
Næsta stig er ofsakvíði. Tihugsunin um það að fara út í búð, jafnvel bara út með ruslið veldur því að fólk byrjar að svitna og skjálfa af ótta við að rekast á nágranna sína eða bara að einhver sjái viðkomandi fara út með ruslið. Ég hef séð minn mann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fá svona köst og það er allt annað en skemmtileg lífsreynsla því ég veit ekki hvað ég get gert til að hjálpa honum. Stundum fer hann ekki út dögum saman vegna þunglyndis og kvíða og ég næ varla sambandi við hann vegna þunglyndis. þegar þunglyndið og kvíðinn eru í hámarki getur hann sofið 14 til 18 tíma á sólarhring. Hans útskýringar eru þær að kerfið slái hreinlega bara út af andlega álaginu.
Við erum svo sannarlega ekki þau verst stöddu í þessu þjóðfélagi því barnafólk hefur það margfallt verra. En það bætir ekki böl að benda á annað verra því stjórnvöld sem hafa viðhaldið þessu kerfi fátæktar og neyðar hér á landi bera alla ábyrgð á þessu samfélagsmeini sem þau í fávisku sinni, eigingirni og græðgi hafa komið á. Það, að halda fólki í fjötrum fátæktar árum og áratugum saman hefur orðið til þess að andlegum sjúkdómum eins og þunglyndi, geðhvarfasýki og öðrum skyldum sjúkdómum hefur fjölgað gífurlega síðasta áratuginn. Á sama tíma leyfa stjórnvöld sér að skera svo mikið niður í heilbrigðiskerfinu að ekki er hægt að sinna sjúklingm þessa lands en það er hægt með almannafé að bjarga bönkum, fjármálastofnunum, fjárglæframönnum og kennitöluflökkurum á kostnað hins almenna borgara.
Slæmt er ástandið búið að vera í tíð hinnar svokölluðu norrænu velferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar hyskis. Stjórnar sem hefur aðeins verið til velferðar fyrir fjárglæframenn og kennitöluflakkara og aldraðir sem byggðu þetta land ásamt öryrkjum látnir borga brúsann. Það verður gott að losna við þessa hræsnara alla saman af þingi og við skulum aldrei gleyma því, að það var Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkgingarinnar, sem setti þau lög sem gerðu það að verkum að kjör lífeyrisþega eru eins og þau eru í dag með dyggri hjálp núverandi velferðarráðherra, Guðbjarti Hannessyni, sem sveik öll loforð sem gefin voru lífyerisþegum 2009.
En það eru kosningar framundan og framtíðin meira en lítið hrollvekjandi. Því hafi ástandið verið slæmt síðustu fjögur ár verður það eins og dvöl í himnaríki ef Framsóknarflokkurinn kemst til valda. Flokkur sem aldrei hefur gert upp sína fortíð í aðdraganda hrunsins og sá flokkur sem færði fáum útvöldum fiskinn óveiddann á silfurfati og bannaði almenningi að veiða einn einasta ugga eða styrtlu af bryggjupolla nema stórsektir lægju við því, enda líta þeir á það sem þjófnað frá kvótagreifunum.
Nei mín lokaorð í þessum pósti verða þessi. Ef íslendingar fara ekki að hugsa og skoða hvað það er sem Framsóknarflokkurinn er að lofa í þessum kosningum, þá er lítið í fólkið í landinu spunnið. Að láta gabba sig með þeim hætti sem Framsókn gerir er merki þess að fólk hafi ekki greind til að skilja þær lygar sem bornar eru á borð fyrir það og fólk vill ekki láta útskýra það fyrir sér. Það vill bara lygina hráa og kokgleypa hana þar til allt er orðið of seint og það spriklar síðan á öngli flokks sem er svo spilltur siðferðilega að með réttu ættu flestir þeir sem sitja í efstu sætum lista Framsóknar annað hvort heima á geðdeild eða í fangelsi.
Þeir íslendingar sem kjósa flokkinn eru að mínu mati svikarar við fólkið í landinu og þjóðina í heild sinni.Með kveðju og þakklæti fyrir birtinguna.
Krxxxxxx Óxxxxxxxxxx
Það er litlu við þetta bréf að bæta en því miður er ástandið oftar en ekki svona. Fólk hefur einfaldlega ekki efni á því að lifa mannsæmandi lífi og er það að mestu tilkomið vegna þeirra láglaunastefnu sem hér hefur verið við lýði til allt of langs tíma.
Ef einhver sanngirni væri í launamálum í landinu væru lægstu launataxtar í kringum 500.000,- kr brúttó og lágmarks lífeyrir ekki undir 350 þúsund brúttó pr einstakling, frítekjumarkið 450 þúsund og skattar á lágtekjufólk upp að 650 þúsund aðeins 32%.
Það er dýrt að vera fátækur sagði einhver einhverntíma og það er staðreynd sem verður aldrei hrakin.
Vilji stjórnmálamenn sem ráðskast með lægstu laun almennings verða trúverðugir í málflutningi sínum, þá þurfa þeir að prófa á eigin skinni hvernig það er að lifa af á lægstu launum í landinu í amk sex mánuði því annars eru þeir með öllu ómarktækir í sínum fullyrðinum og sínum lokaða heimi sem er hvergi nálægt þeim veruleika sem almenningur i þessu landi lifir í. Það er þess vegna sem það er með öllu óásættanlegt að láta fólk sem fætt er með silfurskeið í munni og komið af þjófum og ræningjum sem stálu ríkissfyrirtækjum af þjóðinni, komast í valdastóla eftir kosningar. Slíkt er ekkert annað en tilræði við almenning í landinu því þetta fólk kemur aldrei til með að skilja þarfir almennings eða gera neitt gott fyrir fólkið í landinu. Þessir aðilar munu aðeins og eingöngu ganga erinda eiginhagsmunaklíka og glæpahyskis eins og við sáum árin fyrir hrunið 2008.
Nú er komið að því að láta virkilega reyna á hvort fólkið í þessu landi er komið af þrælum eða víkingum. Víkingar voru óhræddir við að breyta til og reyna eitthvað nýtt meðan þrælarinir, kúgaðir af eigendum sínum gengu erinda þeirra möglunarlaust.
Hvort ert þú víkingur eða þræll?