Þeir öryrkjar sem fá tekjur úr lífeyrissjóðum eru verr settir en þeir sem geta unnið fyrir rúmum 100.000,- krónum á mánuði.
Þegar öryrkjar fá tekjur frá lífeyrissjóði mega þeir aðeins hafa 259.200 krónur á ári áður en tekjur frá TR fara að skerðast en öryrki sem er á vinnumarkaði má hafa 1.315.200,- krónur á ári áður en tekjur frá TR skerðast.
Þetta er furðulegt svo ekki sé meira sagt enda ljóst að þarna er um gífurlegt óréttlæti að ræða sem þarf að skoðast nánar enda er ljóst að TR er hreinlega að stela hátt í 80% þess lífeyris sem fólk fær frá lífeyrissjóðunum.
Nánar og nákvæmar um þetta málefni síðar.