Sædís Inga Ingimarsdóttir á Akureyri skrifar opið bréf til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, þar sem hún útlistar nokkrar hugmyndir um sparnaðartillögur sem gætu komið sér vel fyrir hann og ríkisstjórnina að hafa í huga núna þegar meiningin er að skera niður vaxta og barnabætur hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar í landinu.
Það er ekki hægt að segja annað en þetta sé snilldar hugmynd hjá Sædísi því þetta er jú bara raunveruleikinn sem blasir við ótrúlega mörgum fari stjórnvöld í þennan fyrirhugaða niðurskurð.
En að öllu gríni slepptu þá er bréfið í heild sinni hér að neðan.
Kæri Bjarni Benediktsson.
Eftir fréttaflutning í sjónvarpinu í gær varð ég bara að senda þér línu. Eftir því sem mér skilst þá er stefnan að draga saman í barna- og vaxtabótum og ég eyddi meirihlutanum af gærkvöldinu í að hugsa um hvernig ég gæti hjálpað þér í þessum niðurskurði. Viti menn ég fékk bara helling af hugmyndum. Nú hvað varðar barnabæturnar sem eru jú hugsaðar fyrir útgjöldum barna að þá er ég með snilldar hugmyndir.Nr 1 barnið mitt borðar í skólamötuneytinu á daginn og kanski gu,orð í tíma töluðer bara besta hugmynd að ég sendi hana með ávöxt sem hún getur borðað í hádeiginu og svo skyr í kvöldmatinn. Það verður þá bara að hafa það að hún fái enga heita máltíð á daginn. Verður etv. smá þróttlaus en hlýtur að lifa það af. Helduru það ekki ?
Nr 2 Nú þegar versla ég mikið af fatnaði af hjálpræðishernum og rauðakrossinum ja allt nema nærföt og sokka en verð nú ekki í vandræðum með það. Stoppa bara í nærfötin sem finnast þar og hætti að versla nýtt á barnið mitt þó svo hana langi í það og finnist hún verða fyrir aðkasti og einelti í skólanum ef hún eignast ekki eitthvað nýtt eins og bekkjarfélagarnir.
Nr 3 Áhugamál hennar sker ég en meira niður, eða bíddu nú við hef nú reyndar nú þegar þurft að fá aðstoð hjá hjálparstofnunum til að hún geti stundað það eina sem hún hefur áhuga á en hún verður bara þá að sleppa. Hún getur bara verið heima og horft út um gluggann í staðinn, það hlýtur að koma í veg fyrir leiklistarnám. Hvort hún útskrifast verður bara að koma í ljós, ég hlýt að geta rissað niður á blað eitthvert brottfaraskírteini í vor. Því ég myndi nú frekar reyna að eyða tómstundastyrknum í mat heldur en að senda hana í leiklist ég verð nú að eiga fyrir ávöxtunum og skyrinu.
Nr 4 Já við höfum nú verið svo stórtækar mæðgurnar að leyfa okkur einu sinni til tvisvar í mánuði að fara út að borða ef kalla mætt, farið í nesti og keypt okkur pylsu. Hver þarf svo sem að láta svoleiðis eftir sér, þvílíkt bull. Nóg af skyri og ávöxtum heima í ískáp.
Nr 5 Ef dóttir mín veikist þá dríf ég mig með hana til læknis og fæ bót fyrir hana. Hver þarf svo sem á því að halda ? Ég fæ bara lánaða bók um íslenskar jurtir á bókasafninu, verð dugleg í sumar að tína og malla og tilbúin fyrir allt sem koma skal í veikinudum. Krossleg svo bara fingurna og vona að hún verði ekki veik fyrr en allt er klárt.
Er þetta ekki bara snilldarráð ?
Og svo kom ég að vaxtabótum og þar get ég sko sparað. Nú allir ofnar í húsinu eru á 3 til að hafa jafnan hita en ég set þá bara niður í einn og ef aftur gerið nær tuttugu gráðu frosti eins og verið hefur undaðfarna daga hérna á Akureyri þá verðum við í úlpum og húfum inni í húsi og sofum í svefnpokum. Það er snilld finnst þér ekki ? Já og svo bý ég í gömlu húsi þar sem þyrfti að fara að gera við gluggana og laga rifur meðfram sem blæs inn ef gerir mikið rok, ég fæ mér bara kíttitúbu og skelli í rifurnar, já og bætum teppi ofaná svefnpokan þá er þetta bara orðið kósí er það ekki ?
Og af því að það eru nú að koma jól og svo mikið til að hlakka til að þá er kanski best að sleppa þeim hátíðarhöldum, það er hvort sem er bara peningaeyðsla að vera eitthvað að reyna að gera vel við sig. Gefa barninu sínu eitthvað fallegt og gleðja þá sem standa mér næst og manni þykir vænt um.
Þannig að þá er það ákveðið, .engin jól, engin tilhlökkun, engar gjafir og eða gleði hér í desember. Látum bara eins og það sé janúar og sleppum öllu tilstandi fáum okkur skyr rennum upp svefpokanum og höfum það voða voða kósí. Vona svo að þú eigir gleðileg jól og hafið það gott yfir hátíðirnar. Já að lokum að þá langar mig endilega að segja þér að ég á svoltið af fiski í kistunni og langar að gefa með mér. Þannig að ef þú ert í vandræðum um þessar mundir endilega sendu mér línu og ég skal senda þér nokkur flök. Það er að segja ef ég finn einhvern sem getur skutlað til þín.. Ég veit að þið alþingismenn hafið nú ekki mikið á milli handana og verðið að velja vel og hafna þegar kemur að vali á milli þess sem skal leyfa sér.Vona að með þessum tillögum leggi ég mitt af mörkum og ríkistjórnin geti skorið niður í þessum málaflokki um 600 milljónir samviskulaust. Haldi svo ótrauð áfram að tryggja að látekjufólk og barnafjölskyldur séu ekki að fara offari í eyðslu á einhverjum óþarfa, s.s mat,lyfjum og nauðsynjum til að halda lífi í sér og sínum.
Kveðja Sædís Inga Ingimarsdóttir, Akureyri.
Það þarf ekkert að hafa fleiri orð um innihald bréfsins, það skýrir sig sjálft.