Það líður varla svo dagur að það koma ekki beiðnir frá fólki á Facebook þar sem það óskar eftir aðstoð vina eða kunninga til að finna leiguhúsnæði sem það ræður við að borga leiguverðið. Bæði er það vegna þess að leiguverð hefur rokið upp á síðustu misserum og oftar en ekki er fólk krafið um tryggingu fyrir nokkurra mánaða leigu fyrirfram og hefur heyrst að fólk þurfi að punga út allt að einni miljón eða meira í tryggingu. Það er deginum ljósara að fólk sem er með minna en 200 þúsund á mánuði í tekjur hefur ekki möguleika á að leigja sér húsnæði á almennum markaði þegar verð á tveggja herbergja íbúðum getur slagað hátt í þessa upphæð eða meira.
Nú hefur verið opnaður undirskriftarvefur þar sem biðlað er til stjórnvalda að taka á málefnum leigenda og aðstæðum þeirra.
Hæstvirtir ráðamenn.
Við undirrituð sendum þetta bréf til að vekja athygli ykkar á því ófremdarástandi
sem ríkir á leigumarkaði í Reykjavík og víðar.Framboð á húsnæði er í algeru lágmarki og margir eru á hrakhólum. Það nægir að skoða auglýsingar í dagblöðum og hjá leigumiðlunum til að sjá að ástandið er vægast sagt hræðilegt.
Þessu fylgir síðan óheyrilega há húsaleiga sem fæstir hafa tök á að borga og einnig himinháar tryggingar og fyrirframgreiðslur. Oft er sú upphæð sem fólk þarf að reiða fram í beinhörðum peningum í kringum ein milljón króna.
Húsaleigubætur gagnast sumum en eru engan veginn í takt við laun og útgjöld vegna húsnæðis.
Að vera á leigumarkaði fylgir líka gífurlegt öryggisleysi þar sem fólk er síflytjandi. Því fylgir mikill kostnaður en ekki síst álag. Lífið á leigumarkaðnum er afar slítandi til lengdar, veldur
mörgum mikilli vanlíðan og slíkt rót getur haft alvarlegar afleiðingar.Allt of algengt er að húsnæði sé í slæmu ásigkomulagi og jafnvel heilsuspillandi. Margir kvarta undan sinnuleysi eigenda gagnvart eðlilegu viðhaldi.
Það er krafa okkar að það verði gengið af alefli í þetta alvarlega vandamál og eins óskum við sem erum fulltrúar fyrir þennan undirskriftalista eftir fundi með þeim er málið varðar til að skýra mál okkar frekar og eins að viðkomandi kynni sér þessi mál af alvöru, t.d. með því að byrja á að skoða það sem við mörg hver eyðum mörgum klst á viku við að skoða, þ.e.
framboðið á húsnæði til leigu.Það er von okkar og trú að gripið verði til aðgerða sem fyrst.
Boltinn er hjá ykkur ágætu ráðherrar og samstarfsmenn.
Með vinsemd og virðingu.
Hæstvirtir ráðamenn.
Við undirrituð sendum þetta bréf til að vekja athygli ykkar á því ófremdarástandi
sem ríkir á leigumarkaði í Reykjavík og víðar.Framboð á húsnæði er í algeru lágmarki og margir eru á hrakhólum. Það nægir að skoða auglýsingar í dagblöðum og hjá leigumiðlunum til að sjá að ástandið er vægast sagt hræðilegt.
Þessu fylgir síðan óheyrilega há húsaleiga sem fæstir hafa tök á að borga og einnig himinháar tryggingar og fyrirframgreiðslur. Oft er sú upphæð sem fólk þarf að reiða fram í beinhörðum peningum í kringum ein milljón króna.
Húsaleigubætur gagnast sumum en eru engan veginn í takt við laun og útgjöld vegna húsnæðis.
Að vera á leigumarkaði fylgir líka gífurlegt öryggisleysi þar sem fólk er síflytjandi. Því fylgir mikill kostnaður en ekki síst álag. Lífið á leigumarkaðnum er afar slítandi til lengdar, veldur
mörgum mikilli vanlíðan og slíkt rót getur haft alvarlegar afleiðingar.Allt of algengt er að húsnæði sé í slæmu ásigkomulagi og jafnvel heilsuspillandi. Margir kvarta undan sinnuleysi eigenda gagnvart eðlilegu viðhaldi.
Það er krafa okkar að það verði gengið af alefli í þetta alvarlega vandamál og eins óskum við sem erum fulltrúar fyrir þennan undirskriftalista eftir fundi með þeim er málið varðar til að skýra mál okkar frekar og eins að viðkomandi kynni sér þessi mál af alvöru, t.d. með því að byrja á að skoða það sem við mörg hver eyðum mörgum klst á viku við að skoða, þ.e.
framboðið á húsnæði til leigu.Það er von okkar og trú að gripið verði til aðgerða sem fyrst.
Boltinn er hjá ykkur ágætu ráðherrar og samstarfsmenn.
Með vinsemd og virðingu.
Hægt er að skrifa undir með því að smella hérna