Þá er það ljóst að Næraberg fær vistir og olíu en einnig fá skipverjar að fara frá borði.
Sagt var frá því í morgunn að skipinu hefið upphaflega verið meina að koma til hafnar í Reykjavík vegna laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands eins og greint er frá í pistlinum hér á undan.
Skipið fékk þó að koma til Reykjavíkur en í frétt á Mbl.is var greint frá því að það fengi engar vistir og skipverjar fengju ekki að fara frá borði.
Orðrétt sagði Ásgrímur Ásgrímsson,framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, að skipið fái enga þjónustu, vistir eða olíu. Aðeins sé verið að fylgja lögum í þeim efnum. Hann bendi á að fyrst og fremst eigi skip, líkt og Næraberg sem veiðir makríl í grænlenskri efnahagslögsögu, ekki að koma til landsins. Skipið hafi fengið leyfi til að koma til hafnar í morgun þar sem vélarbilun kom upp í skipinu. Lögum samkvæmt fær skipið þó ekki þjónustu þegar það kemur til hafnar.
Nú síðdegis ber svo nýrra við þegar þessi sami Ásmundur stígur fram og segir að aldrei hafi staðið til að meina skipverjum að fara frá borði og að það hafi aldrei staðið til að neita því um þjónustu, vistir og olíu.
Ragnar Reykás heilkennið er nokkuð auðþekkt eftir samnefndum karakter sem í hverju máli skiptir algerlega um skoðun og þrætir ítrekað fyrir að hafa haldið einhverju öðru fram rétt áður þó það sé niðurnjörvað og staðfest með mynd og hljóðbrotum. Þetta heilkenni þekkist auðveldlega hjá Framsóknar og Sjálfstæðismönnum og dúkkar iðulega upp í fréttum og viðtölum við slíkt fólk.
Hér að neðan eru svo skjáskot af ummælum Ásgríms úr fréttum i dag.
Smellið á myndirnar til að sjá stærri og tenglar fylgja með hvorri fyrir sig.
Með því að smella hér má lesa frétt Mbl.is í heild sinni
Svona hegðun opinberra starfsmanna ber að gagnrýna og skamma þá fyrir í kjölfarið.
Nær hefði verið fyrir manninn að skammast sín og biðjast afsökunnar en ekki láta almenningn um það eins og raunin hefur verið á öllum miðlum landsins og eins í fjölmiðlum í Færeyjum.